Jazzblaðið - 01.09.1952, Blaðsíða 16

Jazzblaðið - 01.09.1952, Blaðsíða 16
— Eru góðir einleikarar í hljómsveit- inni? — Já, sumir þeir beztu í Englandi. Trompetleikarinn Jimmy Deuchar er lang beztur. Er mér nær að halda að hann sé í hópi meztu jazztrompetleikara sem nú eru uppi. Trompetleikarinn Jimmy Watson er einnig góður. Altóistinn Derek Humble er einnig skínandi. Hann leikur stíl sem minnir mann nokkuð á Konitz en þá um leið Parker. Mack Minshull okkar bezti trombónleikari lék í hljómsveitinni en er nýhættur. Trommuleikarinn Phil Seamen er mjög góður. Áreiðanlega bezti trommuleik- arinn í Evrópu í stórri hljómsveit. — Nokkrir aðrir enskir jazzleikarar, sem þú vilt nef na? — Já, þeir eru margir góðir, eiginlega of margir til að ég fari að telja þá alla upp og ætla ég því aðeins að nefna einn, sem að ég held að sé mesti jazzleikari sem nokkurntíman hefur komið fram í Eng- landi. Á ég þar við hinn átján ára gamla Victor Feldman. Hann er lang bezti víbra- fónleikarinn okkar, ef ekki sá bezti í heim- inum. Hann er einnig bezti jazzpíanóleikar- inn okkar, leikur öðru vísi en allir aðrir, og flestir vita, að þegar hann er setztur á bak við trommurnar þá er enginn hon- um fremri. Það eru reyndar til trommu- leikarar sem leika betri rhythma en hann, en þegar hann leikur sóló þá fallast þeim öllum hendur. Tæknin er svo gífurleg. Hann er líka búinn að leika á trommur frá því að hann var smábarn. Hann lék með Glenn Miller hljómsveitinni þegar hún var í Englandi í síðasta stríði, þá var hann víst um tíu ára. Og auk þess er hann skínandi útsetjari og hefur samið nokkur ágætis jazzlög. Já, svo sannarlega mesti jazzleikari sem fæðst hefur í Englandi. — Gætirðu að endingu gefið jazzleikur- unum hér nokkur heilræði? — Ekki annað en það, að þeir þurfa að leika miklu meira. Koma eins oft saman og þeir mögulega geta til að leika. Það kost- ar tíma og kannske stundum peninga, en menn verða oftast nær að borga með sér ef þeir ætla að verða góðir jazzleikarar, svo það þýðir ekki að setja það fyrir sig, auk þess hafa þeir flestir góðar stöður í danshljómsveitum. Til að verða góður jazzleikari er fyrsta atriðið að leika jazz sem oftast. Allir eru þeir á réttri leið, eða í það minnsta þeir sem ég heyrði í, ég vona að hinir séu það líka. Komið bara oftar saman og leikið jazz. S. G. Ronnie Scott. — Framh. af hls. 5. á hljómleikum og dansleik á Akureyri, dans- leik á Selfossi og dansleik í Sandgerði. Síðan voru hljómleikai-nir endurteknir í Gamla Bíó mánudaginn 1. sept. og fór Ronnie Scott með flugvél til London strax og hann hafði leikið fjögur lög. íslending- arnir héldu uppi síðari hluta hljómleik- anna, en tókst ekki eins vel og skyldi þar sem Ronnie varð að fara svo snemma og gat ekki tekið þátt í sessioninni í lok hljómleikanna. Hingaðkoma Ronnie Scott markar stórt spor í sögu jazzins hér á landi. Jazzleik- ararnir hafa allir orðið fyrir miklum á- hrifum vegna leiks hans, sérstaklega þeir er fengu tækifæri til að leika með honum. Er vonandi að jazzleikur okkar manna eigi eftir að taka miklum framförum, því ekki þrætum við fyrir, að íslenzkir jazz- leikarar hafa staðið erlendum jazzleikurum talsvert að baki. En með komu manna eins og Lee Konitz og Ronnie Scott er að verða breyting á, áður en langt um líður munum við hafa eignast hóp jazzleikara, sem er þess megnugur að gera hið sama og fremstu menn annara þjóða á sviði jazzins. Það þarf að sjálfsögðu að fá menn eins og Lee og Ronnie hingað sem oftast til að læra af þeim og byggja upp eftir því, mun þá árangurinn fljótlega koma í ljós. 16 #a~ltaSiS

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.