Musica - 01.12.1949, Side 15

Musica - 01.12.1949, Side 15
Hcnry Purccll. Þetta má ekki skilja svo, að englendingar hafi ekki áður þekkt hina dramatízku tónlist, en fyrst með Purcell tók hin dramatíski stíll að blómgvast. I tónlist Purcells var hin enska þjóðvísa aðal- uppistaðan, og Hándel notfærði sér hana síðar, en þó á meira heimsborgaralegan hátt. En lífsljós þessa mikla snillings slökknaði of fljótt, hann dó aðeins 37 ára að aldri. Auk þess að brjóta oratóríóstíl Hándels leiðina hefir nafn Purcells lifað með tónlist hans, söng- leikir hans, sérstaklega hinn dásamlegi söngleikur Tcxti: dœmi um kórútsetningar Purcell, áhrij ens\u þjóð- vísunnar eru mjög áberandi. (Ur sönglei\num „Dido og Aeneas"). „Dido og Aeneas“ og hinar kirkjulegu kantötur hafa haldið nafni hans á lofti fram til þessa dags. Hándel hefur baráttu sína. Fyrsta söngleik sinn samdi Hándel á hálfum mánuði. Þetta hljómar stórkostlega, en var þó ekkert einsdæmi á þessum uppgangstímum söngleikjanna. Söngleikurinn hét „Rindaldo“ og var saminn yfir texta ítalska skáldsins Torquato Tassos og fjallaði um frelsun Jerusalem, en það efni var lengi not- að sem uppistaða söngleikja, leikrita og sagna, jafnvel fram til síðustu aldamóta. Skömmu síðar rann leyfi Hándels út og fór hann aftur til Hannover, og samdi hann þar nokkra obókonserta og kammerdúetta, eftir fyrirmynd Steffanis vinar síns. En Lundúnarbúar vildu ekki missa eftirlæti sitt, og Hándel varð aftur að fá frí frá störfum í Hannover og fara til Englands. Hándel samdi í Englandi söngleikinn ,,I1 pastor fido“, en misheppnaðist og fékk slæma dóma, og það varð til þess, að hann samdi alla þá söngleiki er eftir komu á hinum breiða þjóðlega grund- velli, og ekkert efamál er, að Hándel gerði það, til að söngleikirnir féllu betur í smekk aðalsins og hinna velefnuðu borgara, og hann gæti þannig grætt vel á þeim. Þannig var Hándel á yfirborðinu, verzlunar- maðurinn sem samdi til að græða peninga, nokk- urskonar Franz Lehar eða Jerome Kern 18. ald- arinnar, hann græddi óhemju mikið og tapaði en meira, en það breytir þó ekki kjarna málsins, að Hándel var óumdeilanlega einn mesti listamaður er nokkurtíma hefir lifað hér á jörð. Framhald í næsta blaði. MUSICA 15

x

Musica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Musica
https://timarit.is/publication/725

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.