Musica - 01.12.1949, Qupperneq 21

Musica - 01.12.1949, Qupperneq 21
MOLÁR Rex Stewart er nú á ferðalagi um Ástralíu, og eru ástralskir jazzunnendur mjög krifnir af hon- um. Segja þeir að hann sé margfalt betri nú, en meðan hann var með hljómsveit Ellington. Louis Armstrong er nú á ferðalagi um norður- lönd, og hefir hann og hljómsveitin vakið mikla hrifningu. Með honum eru m. a. Earl Hines, Jack Teagert- en og Cosy Cole svo það er ekki furða þótt áheyrendur séu hrifnir. Benny Goodman hætti við Evrópuferð hljóm- sveitar sinnar, en fór sjálfur til Englands og lék á Palladium og vakti óhemju hrifningu. The Skyrockets, léku með Goodman, og láta ensk blöð mjög vel yfir leik hljómsveitarinnar. Ameríska tónlistartímaritið Down Beat hét fyr- ir skömmu þeim verðlaunum sem gæti fundið nýtt orð fyrir hið ofnotaða orð „jazz“. töflu á skólahúsinu í Arnsdorf, þar sem veikir tón- ar spínettsins hljómuðu út um gluggan. Heims um ból helg eru jól signuð mær son guðs sól . . . Og á vængjum þess yndislega litla lags, mun minningin um Franz Gruber lifa, og er mennirnir sameinast í djúpu þakklæti til skapara himins og jarðar, minnast þeir Grubers, er gaf þeim þennan yndislega lofsöng. Fritz Jaritz. Stúlka ein ung og fögur hlaut verðlaunin fyrir orðið „Crewcut“, þá vitum við það hér eftir, er það ekki jazz, heldur Crewcut. Steinþór Steingrímsson hefir stofnað hljóm- sveit, og leikur hún í Mjólkurstöðinni. Hljómsveitina skipa, auk Steinþórs, Guðm. Vilbergsson, trpt., harm. Hallur Símonarson, bassi, Karl Karlsson, trommur, og Rikharður Jóhannsson, altó, og klarinett. Kristján Kristjánsson hefir ,,endurreist“ K. K. sextettinn, og leikur nú að Röðli. I sextettnum eru K. K. alto., klarinett, Baldur Kristjánsson, píanó, Einar Jónsson, trommur, Jón Sigurðsson, trompet, Ólafur Pétursson, tenor sax og Vilhjálmur Guðjónsson, alto, og klarinett. Hafa þeir félagar leikið eitt sinn í útvarpið síð- an þeir byrjuðu að leika á Röðli. Stefán Þorleifsson, saxófónleikari hefir stofnac. quintett og leikur hann í Tjarnarcafé. Hljómsvcit Stejáns Þorleifssonar. í quintettnum eru auk Stefáns, Eyþór Þorláks- son, gítar, Helgi Gunnarsson, trompet, Guðjón Pálsson, píanó, og Guðm. Steingrímsson, trommur. Karl Jónatans, hefir leyst upp hljómsveit sína, og ætlar að fara af landi burt, til Bandaríkjanna og kynnast jazzinum í hans sönnustu mynd. Áður en Karl fór, hélt hann kabarett í Austur- bæjarbíó með aðstoð þriggja hljómsveita, kynnir var Jón Múli, og verður kabarettsins nánar getið í næsta tölublaði. MUSICA 21

x

Musica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Musica
https://timarit.is/publication/725

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.