Musica - 01.12.1949, Page 22

Musica - 01.12.1949, Page 22
í flugslysi hinu því mikla er var við Azoreyjar í byrjun nóvember fórst meðal annarra fiðluleik- kona fræga Ginette Neveu. I Musica hefir áður verið minnst á þessa frægu listakonu, er þarna lézt í blóma lífsins. Ginette Neveu er fædd 1912 í París, og lærði við tónlistarskóla borgarinnar. Síðustu 5 árin hefir Ginette Neveu verið í hópi 15 færustu fiðluleikara heimsins, í gagnrynum þeim er hingað hafa borist um leik hennar, var hún lofuð mjög, og meira að segja harðsvíruðustu gagnrýnendur stór blaðanna hafa orðið sem berg- numdir, og hafa aðeins geta skrifað, Stórkostlegt! fullkomið! og annað eftir því. Ginette Neveu hefir skráð nafn sitt á spjöld tónlistarsögunnar og við munum minnast hennar í sama mund og við minnumst Hubermanns, og annarra þeirra er helguðu tónlistinni líf sitt. Jarðarför Richards Strauss fór fram í Miinchen VÍÐSJÁ 12. september að viðstöddum miklum mannfjölda, og sagði borgarstjóri Mvinchen m. a. að Strauss hefði verið mesti sonur borgarinnar. í næsta tlb. verður Strauss minnst ítarlega. Alþjóðleg samkeppni fyrir cellóleikara og strengjakvartetta verður haldin í Prag sú fyrri hefst 28 febrúar 1950 og hin seinni 30. maí til 2. júní sama ár. Skilyrðin fyrir þáttöku í samkeppni cellóleik- aranna er að þáttakandi sé ekki yngri en 15 ára og ekki eldri en 30. Skilyrði fyrir þáttöku í samkeppni kvartetta er að meðlimir séu ekki eldri en þrjátíu og fimm ára, eða samtals 130 ára. Ef einhver skyldi hafa áhuga fyrir þáttöku í keppnum þessum, veitir Musica fúslega frekari upplýsingar. Margit Bokor. Margit Bokor hin fræga austuríska söngkona lézt 2. nóvember 44 ára að aldri. Margit Bokor fæddist árið 1905 í Vín og bar snemma á miklum hæfileikum hjá henni. Hún söng í mörg ár við söngleikjahúsið í Vín, en í byrjun síðasta stríðs fór hún til Bandaríkjanna og ferðaðist þaðan um Suður-Ameríku, England og fleiri lönd og vakti allstaðar óskipta hrifningu. Margit Bokor lék við Metropolitan söngleikja- húsið í New York, en var þó fremur talin ljóða- söngkona, en óperusöngkona. Einn af fremstu gagnrýnendum Bandaríkjanna lýsir Bokor þannig: 22 MUSICA

x

Musica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Musica
https://timarit.is/publication/725

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.