SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Side 39

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Side 39
17. október 2010 39 Í þessum skrifuðum orðum sit ég í sólinni með ískaldan bjór, fylgist með hvernig vatnið dropar af glas- inu í hitanum og hugsa um síðustu 14 mánuði í Sydney. Ég hef legið á brim- bretti með stökkvandi höfrunga mér við hlið, klappað kengúrum, unnið störu- keppni við eitraðasta snák heims, synt með hákörlum og upplifað veður og náttúru sem er draumi líkast. Þvílíkur tími. Þvílíkur staður. Ég get ekki annað en brosað. Fyrir 230 árum tók Breska heimsveldið furðulega ákvörðun. Það ákvað að doka við í skúraveðrinu á Bretlandseyjum en senda afbrotamenn og fanga til paradísar. Fyrstu nýlendunni var komið á fót í suð- austurhluta Ástralíu árið 1788, í Sydney. Í 17.000 km fjarlægð frá Reykjavík stendur borgin sem er nú höfuðborg New South Wales-fylkis. Í henni búa í kringum 4,5 milljónir manna, sem gerir hana að stærstu og fjölmennustu borg Ástralíu. Sydney er ein af leiðandi fjármála- og viðskiptamiðstöðum suðurhvels jarðar. Í henni er rík fjölmenning þar sem fólk úr öllum heimshornum kemur saman. Þjóðarframleiðslan samanstendur að mestum hluta af þjónustugeiranum, þar sem ferðamannaiðnaður, aðfluttir háskólanemar og fjármálaþjónustur vega þyngst. Ástralía er þó einnig rík af auðlindum og flytur út umtalsvert magn af landbúnaðarafurðum og kolum til Asíu og Nýja-Sjálands. Sydney, með hin víðfrægu Bláu fjöll (e. Blue Mountains) í vestri og hvítar strandir með tærum sjó í austri, hefur margt sem gleður augað. Þar á meðal er stolt Ástrala, Óperuhúsið, vinsælasta strönd Ástralíu, sem heitir Bondi Beach, Darling Harbour, sem er gullfalleg höfn umkringd flottum veitingastöðum og skemmtistöðum auk þess sem hafnarbrúin og Sydney Tower rísa tignarlega í hjarta borgarinnar. Í Sydney geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Námsmenn geta valið úr risa- stórum og virtum háskólum sem bjóða upp á ógrynni námsleiða, listaunnendur geta sótt listahátíðir og fjöldann allan af söfnum og kvikmyndaunnendur geta sótt árlegar kvikmynda- og stuttmyndahátíðir í almenningsgörðum borg- arinnar. Fyrir tónlistarelskendur er úr miklu að moða þar sem Sydney er vin- sæll áfangastaður fyrir stærstu nöfnin úr hverri tónlistarstefnu. Nýlega hafa Pe- arl Jam, Britney Spears og Prodigy tryllt lýðinn auk þess sem minni spámenn á borð við Emilíönu Torrini og Sigur Rós hafa látið sjá sig. Árlega eru einnig risa- stórar tónlistarhátíðir eins og Big Day Out og Future Festival. Ástralar eru miklir íþrótta- og útivistarunnendur. Það er ekki vitlaust að skella sér í fjarþjálfun hjá Gillz áður en haldið er út á strönd þar sem brim- brettaiðkun, ruðningur og ástralskur fótbolti skilja heimamenn eftir með lága fituprósentu en mikið af kjöti. Ruðningur er hálfgerð trúarbrögð í Ástralíu og það ríkir skemmtilegur rígur á milli New South Wales og Queensland þegar State of Origin, sem er stjörnuleikur á milli vígalegustu ruðningskappa fylkj- anna, á sér stað. Síðustu ár hefur Queensland því miður skúrað gólfið með mín- um mönnum í New South Wales og í hita leiksins hafa Golíatar vallarins oft lát- ið högg fljúga í allar áttir. Þriðja vinsælasta hópíþróttin á eftir ruðningi og áströlskum fótbolta er krikket. Hvers vegna hún er vinsæl get ég þó ekki út- skýrt. Ástralía í heild er mjög safarík fyrir þá sem njóta þess að ferðast. Frá Sydney er hægt að ferðast í allar áttir. Í suður má finna Canberra, Melbourne, Snowy Mountains og Great Ocean Road. Í norðvestur eru síðan óbyggðirnar, þar sem Alice Springs, Uluru og frumbyggjar ráða lögum og lofum. Í norður er austur- ströndin sem inniheldur gersemar borð við Byron Bay, Surfers Paradise, Rain- bow Beach, Fraser Island, Cape Tribulation og kóralrifin. Vert er að benda á að flatarmál Ástralíu er 77 sinnum meira en Íslands svo að það borgar sig að van- meta ekki fjarlægðirnar og taka sér góðan tíma í ferðalagið. Afsökunin sem ég notaði til að koma mér hingað út var meistaranám í verk- fræði. Ég stundaði nám við University of Technology Sydney sem er staðsettur í miðbænum og bjó með góðvini mínum Kristni F. Hrafnssyni í fjögurra mínútna göngufjarlægð frá Bondi Beach. Ég mun skilja við Sydney með söknuði og það loforð að í framtíðinni munum við hittast aftur. Ég hvet sem flest af ykkur til þess að finna ykkar eigin afsökun og láta vaða til landsins undir niðri. Ólafur Páll Árnason Póstkort frá Sydney Ólafur Páll Árnason ’ Sydney, með hin víðfrægu Bláu fjöll (e. Blue Mountains) í vestri og hvítar strandir með tærum sjó í austri, hef- ur margt sem gleður augað. bókstaflega af veggjum húsanna í Partenkirchen. svonefndu Kóngshúsi í Schachen, sem var athvarf spjátrungsins Lúðvíks II á nítjándu öldinni. Mikill alpalystigarður umlykur húsið. Útivistarfólk getur líka svalað klif- urþörf sinni í Garmisch-Partenkirchen, í þar til gerðum garði. Eru hamrarnir sniðnir að hinum ýmsu getustigum. Slagorðið sem dregur ofurhuga á fjallahjólum á svæðið er einfalt: „Frelsi á hjólum – í fótstigsfjarlægð.“ Þarf frekari vitna við? Kajakræðarar fá útrás í straumharðri Loisach-ánni og vinsælt er að lauga sig og láta þreytuna líða úr sér í fjölmörg- um bergvötnum. Já, það jafnast ekkert á við að láta náttúruna vefja sig örmum. Listræn húsamálun Bærinn sjálfur er hlýr og skemmtilegur og fólkið orðlagt fyrir alúð og velvild í garð gesta sinna. Um 26 þúsund manns hafa þar fasta búsetu. Öldum saman voru Garmisch og Partenkirchen tveir bæir en Adolf nokkur Hitler beitti sér fyrir sameiningu þeirra á fjórða áratugi síðustu aldar. Garmisch er heldur ný- tískulegri en Partenkirchen sem sogar gesti ósjálfrátt inn í fortíðina, ekki síst fyrir atbeina tilkomumikilla málverka á framhliðum margra húsa í miðbænum. Hin svokölluðu Lüftlmalereien eru í senn merk heimild um líf íbúanna, sögu bæjarins og hefðirnar sem þar eru í hávegum hafðar. Bæjarar eru víðfrægir fyrir hæfni sína í eldhúsinu og Garmisch-Parten kirchen er þar engin undantekning. Eðli málsins samkvæmt á lífrænt rækt- aður matur upp á pallborðið og sæl- kerar geta gert vel við sig á fyrsta flokks veitingastöðum, sýnist þeim svo. Strauss og önnur stórmenni Bærinn er líka listelskur. Tónlist ber þar kannski hæst enda Garmisch- Partenkirchen tengdur Richard Strauss órofa böndum. Hann bjó þar um árabil og auðvelt er að sjá hvert tónskáldið hefur sótt innblástur áður en það skrif- aði Alpasinfóníuna. Sérstök hátíð er haldin í nafni Strauss á hverju sumri. Annar frægur sonur Garmisch- Partenkirchen er rithöfundurinn Mich- ael heitinn Ende sem frægastur er fyrir fantasíur sínar og barnabækur, svo sem Söguna endalausu. Náttúran hefur aldrei amaleg áhrif á andann – hvað þá ímyndunaraflið. ’ Lyfturnar eru fyrsta flokks og brautirnar sagðar engum líkar, ekki síst sú nýjasta, Kan- dahar, sem laðar fram það besta í öllum skíðendum, stórum sem smáum. Ögrar fólki og espir til afreka.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.