Morgunblaðið - 31.05.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.05.2010, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2010 Í FYRIRTÆKJAVIÐSKIPTUM H a u ku r 0 4 .1 0 Guðni Halldórsson viðskiptalögfræðingur, gudni@kontakt.is Arnór H. Arnórsson rekstrarhagfræðingur, arnor@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, lögg. verðbr.- og fasteignasali, brynhildur@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hdl. sigurdur@kontakt.is Leit að heppilegum fyrirtækjum eða kaupendum. Verðmat fyrirtækja. Viðræðu- og samningaferli. Gerð kaupsamninga og tengdra samninga. Fjármögnun fyrirtækjaviðskipta. Við teljum að eftirfarandi fyrirtæki geti verið fáanleg: • • • • • Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta. Skráning á www.kontakt.is SÉRFRÆÐINGAR • Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is. • Gamalgróin heildverslun sem selur þekktar vörur í verslanir um land allt. Ársvelta 75 mkr. EBITDA 6 mkr. Eigið húsnæði. Litlar skuldir. • Tvö iðnfyrirtæki sem henta vel til sameiningar. Sameinuð ársvelta um 150 mkr. og EBITDA um 25 mkr. Viðkomandi kaupandi þyrfti að leggja fram um 20 mkr. í peningum og um 20 mkr. fasteignaveð til að ná meirihluta í báðum fyrirtækjunum. • Meirihluti í rótgrónu iðnfyrirtæki. Ársvelta 90 mkr. EBITDA 10 mkr. Litlar skuldir. • Fyrirtæki á heilbrigðissviði með langtímasamninga. EBITDA 12 mkr. • Verslun með heilsuvörur í góðum rekstri. Eigin innflutningur. • Helmingshlutur í stóru og arðbæru iðnfyrirtæki með langtímasamninga. Viðkomandi þarf að leggja fram 100 mkr. og getur fengið starf sem fjármálastjóri. • Rótgróið verslunarfyrirtæki með eigin framleiðslu í Kína á alþjóðlegu vörumerki óskar eftir meðeiganda-fjárfesti til að auka framleiðslu og sölu erlendis. • Heildverslun með ráðandi stöðu á sérhæfðu sviði. Ársvelta 270 mkr. EBITDA 34 mkr. Góð tækifæri til vaxtar. www.birkiaska.is Birkilauf- Betulic Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Full verslun af sumri... Þrjár líkamsárásir voru kærðar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu í fyrrinótt en áverkar voru minniháttar. Þær voru allar í mið- borginni. Nokkuð var um slagsmál og ólæti þar þegar líða tók á morg- uninn. Mikill mannfjöldi var í mið- borginni þegar leið á nóttina og segir lögreglan að nóttin hafi verið tíðindalítil miðað við mannfjöldann. Tvö umferðaróhöpp urðu þar sem ökumenn voru grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Annað óhappið varð í Garðabæ þar sem maður tók bifhjól traustataki. Hjólið féll á endanum á götuna og var ökumaðurinn fluttur á slysa- deild til aðhlynningar. Í hinu tilvik- inu voru afskipti höfð af ökumanni á Bústaðavegi vegna ölvunar, en bíllinn, sem maðurinn ók, var skemmdur eftir óhapp. Mannfjöldi í mið- bænum og talsvert um slagsmál og ólæti Flugsveit frá þýska flughernum sinnir loftrýmisgæslu Atlantshafs- bandalagsins hér á landi frá 7. júní til 25. júní. Sveitin verður hér stödd í boði íslenskra stjórnvalda og starfar í samræmi við loftrým- isgæsluáætlun Atlantshafs- bandalagsins fyrir Ísland. Sam- kvæmt upplýsingum frá Varnarmálastofnun verða um 140 liðsmenn þýska flughersins á Ís- landi vegna verkefnisins, sem að þessu sinni verður sinnt með sex F-4 Phantom orrustuþotum. Þetta er í fyrsta sinn sem Þjóðverjar sinna loftrýmisgæslu hér á landi. Orrustuþotur þýska flughersins lenda á Keflavíkurflugvelli á morg- un, þriðjudag. Þjóðverjar gæta loftrýmis Íslands Morgunblaðið/RAX Lögreglan á höf- uðborgarsvæð- inu stöðvaði kannabisræktun og lagði hald á tilbúin kannabis- efni á fimm stöð- um í austurborg- inni um helgina. Um var að ræða samtals 400 kannabisplöntur á lokastigi ræktunar og vel á annað kíló af tilbúnum kannabisefnum en verðmæti þess síðarnefnda er hátt í 10 milljónir króna. Sex karlar á þrí- tugs- og fertugsaldri voru hand- teknir í tengslum við þessi mál sem öll teljast upplýst. Um var að ræða góðkunningja lögreglunnar. Haldlagt kannabis metið á 10 milljónir Sigursteinn H. Her- sveinsson raf- eindavirkjameistari og kennari lést fimmtu- daginn 27. maí sl., áttatíu og eins árs að aldri. Sigursteinn fæddist í Reykjavík 13. des- ember 1928. Hann var útvarpsvirkjameistari frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hann rak Radíóverkstæðið Hljóm í Skipholti 9 í Reykjavík í samstarfi við félaga sinn í 25 ár, til ársins 1980. Sigursteinn var einn stofnenda Meistarafélags rafeindavirkja (útvarpsvirkja) ár- ið 1964 og var formaður 1967-69 og 1971-81. Hann varð heið- ursfélagi félagsins 1985. Sig- ursteinn var brautryðjandi í end- urmenntun rafeindavirkja og var fulltrúi á Iðnþingi um árabil. Hann var kennari við Iðnskólann í Reykjavík í tvo áratugi og deildarstjóri í rafeindavirkjun. Sigursteinn tók virkan þátt í starfi KFUM&K frá ung- lingsaldri. Hann var forystumaður og stofnandi barna- og unglingastarfs KFUM í Kópavogi og starfaði þar í áratugi. Hann var gerður að heið- ursfélaga KFUM&K á Íslandi á 110 ára afmæli fé- laganna árið 2009. Sigursteinn samdi nokkrar kennslu- bækur í rafmagnsfræði og raf- eindatækni. Hann lét sig íslenskt mál varða á opinberum vettvangi og er höfundur margra tækni- orða sem hafa fest í sessi í mál- inu. Eftirlifandi eiginkona hans er Ingibjörg Kolbeinsdóttir. Þau eignuðust þrjú börn, Margréti Árnýju aðstoðarskólastjóra, Þóri trésmið og Gunnar Hersvein rit- höfund. Sigursteinn H. Hersveinsson Andlát Um 95% HR-inga voru þegar komin í vinnu eða fengu vinnu á innan við fjórum mánuðum frá útskrift úr Há- skólanum í Reykjavík en um 1,5% hefur ekki tekist að finna vinnu. Þetta kemur fram í Alumni-könnun sem skólinn lét nýverið gera meðal útskrifaðra HR-inga. Þar kemur einnig fram að um 90% HR-inga voru þegar komin í vinnu eða fengu vinnu á innan við tveimur mánuðum frá útskrift. Könnunin var send til þeirra sem útskrifast hafa frá Háskólanum í Reykjavík frá árinu 1999, Tæknihá- skóla Íslands (THÍ), Tækniskóla Ís- lands (TÍ) og Viðskiptaháskólanum í Reykjavík (VHR). Könnunin var gerð í gegnum tölvupóst dagana 21. apríl til 10. maí 2010. Tæplega 41% þeirra sem brautskráðust á um- ræddu tímabili svöruðu könnuninni, eða alls 1.429. Í könnuninni kemur m.a. fram að um 24% útskrifaðra HR-inga á vinnumarkaði starfa sem stjórn- endur með mannaforráð og um 61% sem sérfræðingar. Þá kemur fram að um 16% út- skrifaðra nemenda hafi stofnað eða hafi átt þátt í stofnun nýs fyrirtækis, annaðhvort meðan á námi stóð eða eftir að því lauk. Flestir svarenda sem eru í vinnu starfa í einkageiranum, eða tæplega 68%. HR-ingar eru fljótir að fá atvinnu Fulltrúar Samfylkingarinnar, Fram- sóknarflokks og óháðra og Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs í bæjarstjórn Akraness hófu í gær vinnu við gerð málefnasamnings vegna myndunar meirihluta flokk- anna sem voru í minnihluta á síðasta kjörtímabili. Þeir hafa nú sjö fulltrúa af níu sem eiga sæti í bæjarstjórninni. Samfylkingin vann mikið á, fékk fjóra bæjarfulltrúa og bætti við sig tveimur. Framsóknarflokkur sem bauð fram með óháðum fékk tvo, ein- um fleira en síðast, og VG fékk einn. Samkvæmt fulltrúatölunni getur Samfylk- ingin myndað meirihluta með hvaða flokki sem er. Ákveðið var að vinna með bæði Framsókn og VG. Sveinn Krist- insson, oddviti Samfylking- arinnar, segir það skoðun sína að best sé að sem flestir komi að myndun nýs meirihluta. Hann á von á því að það gangi fljótt og vel fyrir sig. Nýr meirihluti mun auglýsa starf bæjarstjóra laust til umsóknar. „Hann verður ráðinn á faglegum for- sendum sem framkvæmdastjóri alls bæjarfélagsins en ekki sem sérstakur vinnumaður fyrir meirihlutann,“ segir hann. Sveinn vill að gerðar verði breytingar á stjórnskipulagi bæj- arins, fjölgað verði aftur nefndum. Hann segir að íbúarnir kalli eftir opn- ari vinnubrögðum fremur en lokuðum fámennisstjórnum. helgi@mbl.is Sjö saman í meirihluta  Samfylkingin á Akranesi ræðir við Framsóknarflokk og VG um myndun nýs meirihluta  Auglýst eftir bæjarstjóra Sveinn Kristinsson Víða um land eru menn að þreifa fyrir sér um myndum meirihluta. Málin skýrast á næstu dögum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Ísafjarðarbæ ræða saman um endurnýjun meiri- hlutasamstarfs. Fram hefur komið að oddviti Í-listans hefur einnig óskað eftir viðræðum við Fram- sóknarflokk. Samfylkingin í Borgarbyggð ræðir við Framsóknarflokk um möguleika á myndun nýs meiri- hluta. Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur hafa verið í sam- starfi síðustu mánuði og hélt meirihlutinn velli þótt Framsókn- arflokkurinn missti einn fulltrúa. Sjálfstæðismenn eru með þrjá. Meirihluti Fjarðalistans og Framsóknarflokksins í Fjarða- byggð hélt. Sjálfstæðisflokkurinn sem er í minnihluta vann á og er orðinn stærsti flokkurinn í bæj- arstjórn. Oddviti Fjarðalistans tel- ur eðlilegt í því ljósi að Sjálfstæð- isflokkurinn hafi frumkvæði að myndun nýs meirihluta, að því er fram kom á vef Austurgluggans í gær. Reynt að komast í sængina VIÐRÆÐUR UM NÝJA MEIRIHLUTA HAFNAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.