Morgunblaðið - 31.05.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.05.2010, Blaðsíða 20
20 Umræðan BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2010 Gegnsæi og rekj- anleiki í opinberri stjórnsýslu jafnt sem í rekstri einkafyrirtækja er krafa samtímans. Leggja þarf áherslu á að aðgengi að upplýs- ingum sé einfalt og verklag í takt við lög og reglur og vönduð og samræmd vinnubrögð. Í skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis, sem birtist þjóðinni 12. apríl sl., kem- ur fram að samræmt verklag hafi ekki verið fyrir hendi varðandi skrán- ingu upplýsinga. Rannsóknarnefndin leggur til að bætt verði úr því ástandi enda verði hagsmuna ríkisins ekki gætt á viðunandi hátt án skipulegrar upplýsinga- og skjalastjórnar. Með vísan til skýrslunnar og aukinnar eft- irspurnar eftir einstaklingum sem hafa sérhæft sig í upplýsinga- og skjalastjórn þykir ástæða til þess að benda á menntunarmöguleika á svið- inu við Háskóla Íslands. Þar er í boði sérhæfing í námi í upplýsinga- og skjalastjórn. Upplýsinga- og skjala- stjórn er kennd við námsbraut í bókasafns- og upplýsingafræði í HÍ enda lýtur aðferðafræði við með- höndlun upplýsinga, hvort sem þær eru í formi útgefins efnis á bókasöfn- um eða skjalaefnis á vinnustað, svip- uðum lögmálum. Þá er einkum átt við efnisflokkun upplýsinga, lyklun (efn- isorðagjöf) þeirra og skráningu (lýsi- gögn – metadata). Hægt er að öðlast sérhæfingu í upplýsinga- og skjala- stjórn bæði í grunnnámi og fram- haldsnámi. Þá er hægt að taka upplýsinga- og skjalastjórn sem auka- grein með annarri há- skólagrein í grunnnámi. Í bókasafns- og upplýs- ingafræði er um þrjár leiðir að velja til sér- hæfingar í meist- aranámi: (1) MA-nám fyrir bókasafns- og upp- lýsingafræðinga, (2) MLIS-nám fyrir ein- staklinga sem hafa lokið háskólaprófi í annarri grein en bókasafns- og upplýsingafræði og (3) diplómanám fyrir þá sem hafa lokið háskólaprófi í einhverri háskólagrein. Í námi í op- inberri stjórnsýslu (MPA) í stjórn- málafræði er hægt að velja sérhæf- ingu í upplýsingastjórnun og rafrænum samskiptum. Enn fremur er mælt með námskeiðum í upplýs- inga- og skjalastjórn í öðrum náms- greinum svo sem þverfræðilegu meistaranámi í lýðheilsuvísindum og umhverfis- og auðlindafræði og upp- lýsinga- og skjalastjórn er kennd í námi í gæðastjórnun. Þá fá nem- endur í ýmsum öðrum greinum nám- skeiðin metin inn í nám sitt ár hvert. Námskeiðin eru bæði kennd í stað- bundnu námi og fjarnámi. Umsókn- arfrestur í diplómanám á meist- arastigi og BA-nám er til 5. júní 2010. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu félags- og mannvís- indadeildar. Þar er jafnframt hægt að afla upplýsinga um fullt meist- arastigsnám og doktorsnám. Námið í upplýsinga- og skjalastjórn er að- ferðafræði í stjórnun og verkefna- vinnu sem stuðlar að því að hafa stjórn á upplýsingum allt frá því að þær verða til eða berast að og þar til þeim er eytt eða komið til framtíð- arvarðveislu. Námið byggist bæði á fræðilegum grunni og hagnýtri þekk- ingu. Nemendur hljóta þekkingu og skilning á mikilvægi upplýsinga- og skjalastjórnar í þekkingarstjórnun svo og nauðsyn hennar hvað varðar gæðamál og gæða- og umhverf- isstaðla einkum viðvíkjandi skjala- haldi og rekjanleika ferla og tilvika. Fjallað er um upplýsinga- og örygg- istækni í tengslum við alþjóðlega staðla. Kenndir eru viðeigandi þættir í breytingarstjórnun og farið í aðferð- ir við að markaðssetja stjórnendum og öðrum starfsmönnum hugmynd- ina um upplýsinga- og skjalastjórn. Að námi loknu geta nemendur skil- greint og metið rekstrarlegar, laga- legar og sögulegar þarfir fyrir upp- lýsingar í rekstri og beitt viðurkenndum aðferðum við skipu- lagningu, stjórnun og varðveislu þeirra, miðlun og endurheimt. Þeir geta lagt lið við þarfagreiningu fyrir rafræn skjalastjórnarkerfi, stýrt verklagi við innleiðingu þeirra og sýnt fram á mikilvægi kerfanna í raf- rænum samskiptum og rafrænni stjórnsýslu. Upplýsinga- og skjala- stjórn: Hagnýtt og fræðilegt nám í HÍ Eftir Jóhönnu Gunnlaugsdóttur »Hægt er að öðlast sérhæfingu í upplýs- inga- og skjalastjórn bæði í grunnnámi og framhaldsnámi. Jóhanna Gunnlaugsdóttir Höfundur er prófessor í HÍ og hefur umsjón með kennslu í upplýsinga- og skjalastjórn hjá skipulagsheildum. Nýútkomin skýrsla rannsóknarnefndar Al- þingis staðfestir að einsleitni var sér- staklega mikil í for- ystusveit íslensks at- vinnulífs undanfarin ár. Ungir, menntaðir og oft reynslulitlir karl- menn fóru með völd og mikla fjármuni. Á með- an horfðu stjórnmála- og embættismenn aðgerðalitlir á. Markmiðadrifin hugsun, áhættu- sækni og vanmat á aðstæðum kom þjóðinni í mestu fjármálakreppu og efnahagslægð lýðveldissögunnar. Varfærni og varaáætlanir eru hverju fyrirtæki nauðsynlegar og leggja þarf gagnrýnið mat á aðstæður hverju sinni. Stjórnendur margra fyrirtækja og stjórnmálamenn báru ekki gæfu til að sinna því verki og nú glíma landsmenn allir við afleiðingarnar. Áhættusækni er tvíeggjað sverð. Þrátt fyrir skýra kröfu samfélagins um „Nýtt Ísland“ með nýjum áherslum þá birtast fréttir þess efnis að enginn árangur hefur náðst í því að rétta hlut kvenna í forystu at- vinnulífsins. Viljayfirlýsing milli Samtaka atvinnulífsins, Félags kvenna í atvinnurekstri og Versl- unarráðs Íslands um að fjölga konum í forystusveit íslensks atvinnulífs hef- ur engu breytt. Þá hefur verið ráðið í margar stöður í stjórnsýslunni án auglýsinga og virðast ríkisstjórn- arflokkarnir skipta stöðum á milli sín. Það hefur ekkert breyst. Höfundar að 8. bindi rannsóknarskýrslunnar (siðfræðihópur) hafa mælt með því í opinberri umfjöllun um skýrsluna að við tökum öll til okkar skilaboðin sem felast í skýrslunni og lærum af. Eitt af því er að fela konum ábyrgð og treysta þeim til forystu á öllum svið- um samfélagsins. Það er nauðsynlegt að auka fjölbreytni. Rannsóknir hafa sýnt að fyrirtæki sem skipuð eru stjórnum af báðum kynjum sýna betri af- komu og líkur á van- skilum eru minni. Ís- lenskt viðskiptalíf hefur ekki efni á því að hafna þessum ávinningi. Í þeirri endurreisn sem framundan er verður að setja ný markmið og framkvæma. Skýr krafa er um bætt siðferði og aukna siðlega forystu í atvinnulífi, stjórnmálum og stjórnsýslu. Fyrirtæki landsins, ríki, sveitarfélög og opinberar stofn- anir axla samfélagslega ábyrgð með því að hafa forgöngu á þessu sviði. Sömu aðilar hafa öll verkfæri til að fylgja breytingum eftir. Góður vilji og fræðilegar hugmyndir er ekki nóg. Ryðjum hindrunum úr vegi og látum verkin tala. Íhaldssemi, þröng hugs- un og sérhagsmunir mega ekki ráða för. Leggjum flokksskírteini til hlið- ar. Aukum jafnræði og vinnum af fag- mennsku. Atvinnulífið er stærsti vett- vangur mannlegra samskipta í þjóðfélagi okkar og þangað eiga kon- ur fullt erindi. Áherslur og stefna fyr- irtækja verður að vera sönn í sýnd og reynd. Það er allra hagur að breiðari hópur veljist til forystu í atvinnulífi og stjórnunarstörfum. Við höfum allt að vinna og engu að tapa. Breytum um hug og hætti. Konur þora, geta og vilja. Ég þori, get og vil Eftir Guðrúnu Árnadóttur Guðrún Árnadóttir » Íhaldssemi, þröng hugsun og sérhags- munir mega ekki ráða för. Leggjum flokks- skírteini til hliðar. Auk- um jafnræði og vinnum af fagmennsku. Höfundur er viðskiptafræðingur og stundar meistaranám í viðskiptasið- fræði við HÍ. Nú þegar skráning í grunnnám við Háskóla Íslands stendur sem hæst er við hæfi að vekja athygli á einni áhugaverðustu braut skólans. Tómstunda- og félagsmálafræði er nýleg grein á Íslandi og er í örum vexti þessi árin. Hún er mikilvæg því að hún hefur eitt- hvað fram að færa fyrir alla. Allir hafa einhvern frítíma og eiga því möguleika á því að taka þátt í uppbyggilegri tómstundaiðkun. Börn og unglingar hafa ávinning af frítímastarfi því það gefur þeim tæki- færi til að þróa samskiptahæfni sína og er á sama tíma mjög öflug forvörn. Gott frítímastarf hefur góð áhrif á aldraða því það getur veitt þeim tæki- færi til að njóta samveru með öðrum ásamt því að það getur stuðlað að betri líkams- og geðheilsu. Gildi frí- tímastarfs fyrir þá sem eru á milli þessara hópa er fólgið í því að það getur veitt einstaklingnum frábært tækifæri til þess að þroskast, vaxa og læra nýja hluti og færni. Það eru gömul sannindi og ný að hver króna sem lögð er í tómstunda- og félagsmálastarf getur skilað gríð- arlegum ávinningi fyrir bæði ein- staklinga og fyrir þjóðfélagið í heild sinni. Tómstundaiðkun er talin geta komið í veg fyrir ýmsa lífstílstengda sjúkdóma og enginn vafi leikur á því að mikill þjóðfélagslegur ávinningur er fólginn í því. Heilbrigð tóm- stundaiðja er aldrei mikilvægari en á tímum atvinnuleysis og samdráttar. Sé litið til þess hve mikilvægur frítíminn er fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið væri glap- ræði ef ekki yrði hlúð nægilega að honum. Það skiptir því öllu að þeir sem vinna á vettvangi frítímans séu hæfir til þess og séu færir um að stjórna, skipuleggja, framkvæma og meta tómstundastarf. Frítím- inn er of mikilvægur til að illa sé farið með hann og það er mikilvægt að framtíð frítímans einkennist af fag- mennsku og þekkingu. Tómstunda- og félagsmálabrautin við Háskóla Íslands hefur af fram- úrskarandi kennurum og heillandi viðfangsefnum að státa. Höfundur vill við þetta tilefni minna á að frestur til að sækja um grunnnám við Háskóla Íslands rennur út 5. júní. Enginn sem hefur áhuga á að leggja stund á fjöl- breytt og notadrjúgt nám ætti að láta þetta tækifæri frá sér sleppa. Fagmennska til framtíðar Eftir Bryngeir Arn- ar Bryngeirsson Bryngeir Arnar Bryngeirsson » Börn og unglingar hafa ávinning af frí- tímastarfi því það gefur þeim tækifæri til að þróa samskiptahæfni sína og er á sama tíma mjög öflug forvörn. Höfundur er útskriftarnemi á tómstunda- og félagsmálabraut. Myndi maður leita sér lækninga hjá lögfræðingi, fara með lyfseðil í apótek þar sem verkfræðingur afgreiddi eða leita fjárhagslegrar ráðgjafar hjá lækni? Varla. En hvernig stendur þá á því að mönnum án fjármálalegrar sérþekk- ingar skuli vera treyst fyrir fjármálum landsins? Það nefnilega bláköld staðreynd að núverandi fjármálaráð- herra (langt og hundleiðinlegt kerfisheiti á embætti sem ég mun kalla fjárráð) er jarðfræðingur og forgengill hans var dýralæknir! Þar á undan voru fjárráðar úr hinum og þessum starfsgreinum, sem ég hirði ekki um að tíunda. Hvers konar endemis þvæla er þetta eiginlega? Kannski pólitísk trúarsetning, sem heldur því fram að „venjulegt fólk“ hafi oft betri yfirsýn yfir landsfjármálin en sérfræðingar. Ef svo er, hvers vegna í ósköpunum er yfirleitt verið að mennta fólk til tiltekinna starfa? Hvernig hefur þá þetta „kerfi“ með fjárráða úr mis- munandi faggreinum reynst í raun? Því er bezt svarað með því að þegar Ísland varð fullvalda ríki 1918 kostaði ein dönsk króna það sama og ein íslenzk. Í dag hefur ís- lenzka krónan því fallið um það bil 2.200-falt að verðgildi miðað við þá dönsku (tvö núll voru klippt aftan af íslenzku krónunni 1981). Þetta er óhrekjanleg staðreynd og bendir eindregið til þess að fjárráðar landsins hafi staðið sig með endemum. Fátt bendir til þess að breytingar til hins betra séu í vændum. Í þokkabót er meir að segja svo að skilja, að stjórnvöld ætlist til þess að íslenzkur almenningur skuli axla ísklafaskuldirnar (Icesave), sem hann ber auðvitað enga ábyrgð á vegna þess að til þeirra var stofnað af einkaaðilum – útrásarfíflunum. Landsmenn eiga heimt- ingu á því að fjármálin hljóti meðferð fagmanna. Væri það kleift væri óskandi að Ragnar Önundarsson viðskipta- fræðingur og bankamaður yrði fjárráður Íslands sem fyrst. REYNIR EYJÓLFSSON, Hafnarfirði. Fagmenn í fjármálin Frá Reyni Eyjólfssyni Ég er með bílalán í jenum og sviss- neskum frönkum á bílnum RG-390 og er nýlega búinn að lengja í því til átta ára. Nú er verið að bjóða lækkun höf- uðstóls ef breytt er í ísl. krónur. Þar sem stutt er frá hruni er ég fullur tor- tryggni um að þið sjáið eitthvað í spil- unum sem almenningi er hulið? Eins vekur það furðu mína hvað liggur á hjá fjármögnunarfyr- irtækjum og félagsmálaráðherra, þar sem hæstaréttardóms um þessi lán er að vænta bráðlega, og ég velti því fyrir mér hverju þetta sætir þegar fjölmörg brýnni mál liggja fyrir svo sem að fólk hafi þak yfir höfuðið. Til að mynda heyrir maður reglu- lega umræðu um að krónan sé 25- 30% of lágt skráð í dag. Ég vil gjarna fá uppsett dæmi frá ykkur um annars vegar lánið í erl. mynt með átta ára afborgunum mið- að við að krónan styrkist um 25% árið 2011 og haldist þannig út lánstímann að meðaltali. Hins vegar lán breytt í ísl. mynt sem yrði til 4 ára, hver mánaðarleg afborgun yrði miðað við 8% með- alverðbólgu á þeim tíma? Einnig varðandi til dæmis stimpil- og lántökugjöld, yrði um þau að ræða og hver yrðu vaxtakjörin? Óska ég eftir skýrum svörum á venjulegri íslensku. Með fyrirfram þökk STEINDÓR TÓMASSON, umsjónarmaður fasteigna. Breyting bílalána – glópagull? Frá Steindóri Tómassyni Stórfréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.