Morgunblaðið - 31.05.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.05.2010, Blaðsíða 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2010 Gisting AKUREYRI Höfum til leigu 50, 85 og 140 m² sumarhús 5 km frá Akureyri, öll með heitum potti og flottu útsýni yfir Akureyri. Bjóðum einnig upp á íbúðir á Akureyri. www.orlofshus.is, Leó, s: 897- 5300. Sumarhús Sumarbústaðalóðir Eignarlönd til sölu í landi Kílhrauns á Skeiðum, 50 km frá Rvk. í stærðunum 0,5 ha. til 1,1 ha. Hentar vel til gróðursetningar og er með fallega fjallasýn, kalt vatn, síma og þriggja fasa rafmagn að lóðarmörkum, til afhendingar strax, hagstætt verð og góð kjör. Verið velkomin. Hlynur í síma 824 3040. www.kilhraunlodir.is Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Námskeið Byrjendanámskeið í tennis Skemmtileg byrjendanámskeið í tennis fyrir fullorðna í sumar. Sumarskráning hafin. Tíu tíma námskeið. Upplýsingar í síma 564 4030 og á tennishollin.is Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza AERO 2008, 4WD. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Snorri Bjarnason BMW 116i. Bifhjólakennsla. 8921451/5574975. Visa/Euro. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '08. 8924449/5572940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl ✝ Guðmunda KatrínJónsdóttir fædd- ist í Björnskoti undir Eyjafjöllum 30. apríl árið 1931. Hún and- aðist 21. maí 2010 á líknardeildinni í Kópavogi. Foreldrar hennar voru þau hjónin Jón Gunn- laugur Jónsson frá Reynishólum og Ingi- gerður Sigurð- ardóttir frá Stórólfs- hvoli. Þau bjuggu í Björnskoti undir Eyjafjöllum. Jón og Ingigerður eignuðust fimm börn; Sigurð, Guð- rúnu, Sigríði Jónu, betur þekkt sem Lóa í Hvammi, Kristin og Guðmundu Katrínu. Jón stundaði sjóróðra en var lengi vega- vinnuverkstjóri sem var hans ævi- starf. Ingigerður var saumakona og kenndi dætrum sínum þá iðn. Eftir að Jón féll frá seldi Ingigerð- ur Björnskot. Þær mægður fluttust þá til Reykjavíkur og héldu heimili saman. Guðmunda vann ýmis störf eins og í sælgætisgerðinni Víkingi og að fatabreytingum hjá Andrési á Laugaveginum. Í Reykjavík kynnt- ist Guðmunda tilvonandi eig- inmanni sínum Þorsteini Sigurðs- syni, kennara og síðar starfsmanni Seðlabankans, en Þorsteinn var ættaður frá Vopnafirði. Þau gift- ust 31. desember 1952. Þorsteinn lést 23. desember 2008. Börn Þor- steins og Guðmundu eru: 1) Krist- björg Jóna, f. 1951, börn hennar eru: Ann-Katrín, f. 1972, og Þor- steinn Olaf, f. 1974, 2) Sigurður, f. 1953, kvæntur Giselu Mörthu Lo- bers, dætur þeirra eru: Anna Kristína, f. 1992, og Lena Kat- arína, f. 1994, 3) Er- lingur, f. 1955, kvæntur Kristínu Pálsdóttur og eru dætur þeirra: Gunn- þóra Elín, f. 1985, Bryndís Eva, f. 1992, Hrafnhildur Edda, f. 2000, og Sólveig Erla, f. 2003, 4) Þor- steinn Gísli, f. 1958. Þorsteinn og Guð- munda bjuggu sín fyrstu búskaparár í Reykjavík, uns þau fluttu í Kópavoginn. Þar byggðu þau, ásamt foreldrum Þor- steins hús á Hlíðarvegi 48. Árið 1967 flutti fjölskyldan síðan að Móaflöt 15 í Garðabæ. Á Móaflöt- inni var oft gestkvæmt og glatt á hjalla, mikið spilað og sungið. Á þessum árum vann Guðmunda m.a. í Stellu í Bankastræði og hjá Huldu á Leifsgötunni. Síðustu starfsár Guðmundu vann hún sem ráðskona hjá Vélsmiðjunni Héðni. Guðmunda hafði alla tíð mikinn áhuga á tónlist og lék m.a. á píanó og gítar. Lög Sigfúsar Halldórs- sonar voru í miklu uppáhaldi hjá henni. Seinni hluta ævinnar var Guðmunda í ýmsum kórum ásamt Þorsteini, m.a. í Rangæing- akórnum og kór eldri borgara í Garðabæ. Þá sungu þau hjónin í Árbæjarkirkjukórnum. Þau hjónin fóru í mörg kórferðalög bæði hér heima og erlendis sem þau höfðu mikla ánægu af. Útför Guðmundu fer fram frá Árbæjarkirkju 31. maí 2010 og hefst athöfnin kl. 13. Við kveðjum í dag Guðmundu Katrínu Jónsdóttur (Mundu) hinstu kveðju. Okkur er ljúft að minnast hennar og samveru liðinna ára. Munda var dugnaðarforkur, ósér- hlífin, útsjónarsöm og nokkuð kröfu- hörð enda voru gerðar til hennar miklar kröfur. Þurfti hún oft að sanna sig. Sambýli þeirra Denna og Mundu með tengdaforeldrum henn- ar hefur ekki alltaf verið auðvelt. Á þessum árum lagði fólk mikið á sig til að eignast húsnæði, vann þá vinnu sem hægt var að fá og bjó oft þröngt. Veturinn 1963 var ég í Kópavogi hjá afa og ömmu, þau höfðu ásamt Denna og Mundu byggt sér hús við Hlíðarveginn. Við vorum þarna fjög- ur ungmenni frá Vopnafirði, ýmist að vinna eða í skóla. Gestrisnin, velvilj- inn til að aðstoða var fyrir hendi en álagið mikið, allir að vinna auk þess að vera með fjögur börn á aldrinum 5-12 ára. Allir hjálpuðust að og tengdamæðgurnar nutu oft góðs hvor af annarri. Hjónaband þeirra Denna og Mundu hefur verið sterkt. Munda vann síðustu árin hjá Héðni í mötuneyti, það segir sína sögu að frá því að hún hætti þar hefur henni ver- ið boðið í jólahlaðborð á hverju ári. Í Vestfjarðaferð okkar 1980 hitt- um við Denna og Mundu af tilviljun í Gilsfirði. Það fyrsta sem Munda spurði um var, hvort við værum búin að borða og nutum við góðs af nest- ispakka þeirra. Gestrisni og um- hyggjusemi átti hún í ríkum mæli og þess nutu margir. Við minnumst heimsókna og ferðalaga, um Reykja- nes og eins fyrir norðan, auk sam- veru í Vopnafirði. Við minnumst allra góðu samverustundanna, eftir að við Brynja fluttum í Garðabæinn og erum þeim þakklát fyrir að láta það í ljós á margan hátt, hvað þau voru ánægð að fá okkur í nágrennið. Við söknum ákveðinna tilburða sem Munda hafði, þegar henni var mikið niðri fyrir lagði hún aðra höndina við munnvikið og hvíslaði, hvíslaði jafn- vel í síma. Munda hafði háan róm enda veitti stundum ekki af en í ann- an stað hló hún hvellum hlátri fynd- ist henni eitthvað fyndið sem var ansi oft. Þá var Munda söngelsk og sungu þau hjónin í mörgum kórum. Munda var nokkuð ýtin ef eitthvað þurfti að gera. Hringdi og spurði „Ætliði ekki að skreppa yfir, ég var að baka pönsur“. Stundum hékk eitt- hvað á spýtunni, en annars vildi hún bara fá okkur í heimsókn og kaffi. Við söknum jóladagsboðanna, sam- blands jóla og þorrablóts, og ekki má gleyma pönnukökunum, og svo margs annars. Það er okkar hlut- skipti sem eftir lifum, allavega um stundarsakir, að sakna þeirra sem fara ferðina miklu. Þökkum þér sam- fylgdina. Guð blessi minningarnar um þig. Fjölskylda okkar sendir fjölskyldu Guðmundu og nánum ættingjum okkar einlægustu samúðarkveðjur. Kári og Brynja. Guðmunda Katrín Jónsdóttir ✝ Hreinn Ketilssonfæddist á Finna- stöðum í Eyjafjarð- arsveit 14. mars 1924. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Akureyri 21. maí síðastliðinn. Fað- ir hans var Ketill Sig- urður Guðjónsson bóndi á Finnastöðum, f. 11.10. 1900, d. 20.7. 1987, móðir hans var Hólmfríður Páls- dóttir, f. 1.10. 1900, d. 20.5. 1987. Systkini Hreins eru: Sigríður, f. 23.9. 1925, Óttar, f. 19.4. 1927, d. 12.7. 2006, Margrét, f. 6. 12. 1933, Auður, f. 19.10. 1937 og Gylfi, f. 5. 4. 1945. Hinn 7. maí 1947 kvæntist Hreinn Huldu Halldórsdóttur, f. 27.4. 1928, d. 29.8. 2008, frá Neðri-Dálks- eiga þau einn son. 3) Hólmkell, f. 1961, amtsbókavörður, kvæntur Kristínu Sóleyju Sigursveinsdóttur. Börn þeirra eru Sveinn og Hulda. Hreinn ólst upp í foreldrahúsum á Finnastöðum og sótti síðan nám við Gagnfræðaskólann á Akureyri. Árið 1946 kynntist hann Huldu konu sinni og hófu þau búskap sam- an á Neðri-Dálksstöðum. Árið 1954 fluttist fjölskyldan í Sunnuhlíð, sem var nýbýli úr landi Neðri-Dálks- staða, þar sem þau bjuggu og störf- uðu til dauðadags. Auk hefðbund- inna bústarfa vann Hreinn ýmis störf utan heimilis og tók virkan þátt í félagsstörfum. Hann var við mjólkurflutninga í allmörg ár, var kennari og skólastjóri, oddviti sveitar sinnar og síðast var hann útibússtjóri Samvinnubankans og seinna Landsbankans á Svalbarðs- eyri. Útför Hreins fer fram frá Sval- barðskirkju á Svalbarðsströnd í dag, 31. maí 20.10 og hefst athöfnin kl. 14. stöðum á Svalbarðs- strönd. Hulda og Hreinn eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Hólmfríður, f. 1947, starfsmaður í heima- þjónustu, gift Stefáni Stefánssyni. Synir þeirra eru: Stefán Hreinn, kona hans er Helga Linnet og eiga þau þrjár dætur, Jó- hann Svanur, kona hans er Sigríður V. Bergvinsdóttir og eiga þau tvo syni og Ingvar Reyr. 2) Ingibjörg, f. 1952, leikskólakennari, gift Hauki Má Ingólfssyni. Börn þeirra eru Guðjón Hreinn, kona hans er Brynhildur Frímannsdóttir og eiga þau þrjú börn og Inga Steinlaug, hennar maður er Ægir Adolf Arilíusson og Síðustu þrjátíu árin eða svo hef- ur Hreinn í Sunnuhlíð verið mik- ilvægur maður í lífi mínu. Traust- ari tengdapabba er ekki hægt að hugsa sér. Á sinn yfirvegaða og hægláta hátt gaf hann til kynna að hvað sem á dyndi væri hægt að leita til hans ef á þyrfti að halda. Hann sagði það kannski aldrei beint, en enginn þurfti þó að efast um það. Hann hafði lifandi áhuga á umhverfi sínu og fólkinu í kringum sig en án þess að skipta sér of mik- ið af. Hann gaf öðrum pláss til að lifa eigin lífi án þess að fella dóma eða telja sig vita betur hvað öðrum var fyrir bestu. Sagði kannski eitt eða tvö vel valin orð eða hló góðlát- lega. Hreinn var orðinn 86 ára en ein- hvern veginn hélt ég að hann kveddi ekki nærri strax, ekki síst af því að hann var búinn að segjast ætla að verða níræður og það var nú þannig að yfirleitt stóðst það sem hann sagði. Hreinn í Sunnuhlíð var merki- lega samsettur maður. Í aðra rönd- ina æringi og stríðnispúki og í hina alvarlegur og íhugull. Forkur dug- legur til verka og hraustmenni og kveinkaði sér helst aldrei, hvað sem á gekk. Hann las mikið og var vel heima á mörgum sviðum. Tók þátt í alls kyns félagsstörfum og var mikill selskapsmaður. Ég dáð- ist að því hversu opinn hann var og tilbúinn til að skoða og tileinka sér nýjungar og nýbreytni. Þegar hon- um bauðst að upplifa eitthvað nýtt var viðkvæðið yfirleitt, í hressileg- um tón, „Já, ætli sé ekki best að prófa það“. Eftir að tengdamamma dó stóð tengdapabbi frammi fyrir miklum breytingum eins og vonlegt er þeg- ar ríflega 60 ára samfylgd lýkur. Viðbrögð fólks í slíkum aðstæðum eru afskaplega mismunandi og ekki allir sem komast sterkari frá þeim. En þá kom heldur betur í ljós úr hverju Hreinn var gerður. Auk þess að takast á við söknuðinn og allt sem því fylgir að kveðja lífs- förunautinn þá tókst hann smám saman á hendur að læra ýmis heimilisverk sem hann hafði ekki komið nálægt áður. Það var ekki hægt annað en dást að honum. Hann hætti aldrei að koma á óvart. Dreif sig meira að segja í líkams- ræktarstöð og sótti þar tíma af miklum áhuga, örugglega töluvert eldri en flestir, ef ekki allir, aðrir gestir stöðvarinnar. Á honum sann- aðist að það er aldrei of seint að læra og bæta við sig, ef hugurinn er ferskur og opinn. Hreini þótti óskaplega gott að láta sólina verma sig og nýtti ýmis tækifæri til að sitja eða liggja, með sælusvip, útundir vegg og njóta sólarinnar. Á sama hátt munum við láta góðar minningar um Hrein verma okkur. Ég kveð minn kæra tengdapabba með þakklæti og sól- skin í hjarta. Kristín Sóley Sigursveinsdóttir. Þinn kærleikur er gjöf sem gleymist ekki, elsku amma mín, skrifaði ég fyrir tæpum tveimur ár- um þegar amma kvaddi okkur mjög snögglega og nú er eins með þig, afi minn. Með djúpri virðingu og kærri þökk kveðjum við þig, elsku afi, full þakklætis fyrir að hafa átt samleið með eins gæflynd- um og glæsilegum manni og þú ætíð varst. Minningarnar úr sveit- inni, uppvaxtarárin í Sunnuhlíð, lít- ill drengur úr bænum mættur í sauðburðinn að vori, fékk frí frá skóla til að hjálpa afa og ömmu og fór þaðan helst ekki fyrr en að hausti. Við bræðurnir og frænd- systkinin áttum þarna ómetanlegar stundir saman við ýmis störf eins og kofasmíði, smalamennsku, heyannir, skítmokstur, girðinga- og kartöfluvinnu og fleira. Kátína var mikil og glatt á hjalla þegar frændfólkið var mætt saman í Sunnuhlíð við hin ýmsu störf. Upp úr unglingsárum mínum flutti ég til ykkar ömmu og fór að vinna á Svalbarðseyri, áttum við á þess- um árum frábærar stundir saman, oft svolítið skondnar, ég og þú tveir við matarborðið ásamt ömmu að háma í okkur hræring með súr- um pungum og slátri, átum ket og kartöflur og ræddum fénaðinn, heyskapinn og sveitarmálin. Á þessum árum kynntist ég Siggu minni og leiðir okkar lágu ekki sjaldan á háaloftið í Sunnuhlíð. Þá umgjörð sem þið amma bjugguð í kring um okkur í Sunnuhlíð erum við óendanlega þakklát fyrir, hlý- legt heimili, gestkvæmt, fullt af ný- bökuðum kökum og kræsingum hvenær sem maður kom. Þið hafið gefið af ykkur skemmtilega og líflega fjölskyldu sem kemur nú saman og skrafar og skellir upp úr og nýtur samræðna um minningar úr Sunnuhlíð. Þenn- an tíma síðan amma kvaddi okkur höfum við verið ótrúlega stolt af þér, elsku afi. Þú varst heilsu- hraustur fram á síðasta dag, skokkaðir léttur um landareignina, dyttaðir að húsum og hlutum, fórst á mannamót, í ræktina, eldaðir þér mat, bast inn bækur, skelltir þér í klippingu og á kaffihús í bæinn. Með djúpri virðingu og kærri þökk kveðjum við þig, elsku afi og langafi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þökkum við þér, megi hið ei- lífa ljós lýsa þér og friður fylgja þér. Elsku langafi, takk fyrir skemmtilegar stundir í sveitinni við ýmis störf./Þinn Svanur Berg. Svanur, Sigríður, Bergvin og Svanur Berg. Hreinn Ketilsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfu- daga. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.