Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2010 Á sunnudag nk. kl. 14 verður hin árlega kaffisala Kristniboðsfélags karla haldin í Kristniboðssalnum á Háaleitisbraut 58-60. Þar verða að vanda miklar kræsingar á borðum sem gott er að renna niður með kaffisopanum. Kaffisalan er ein aðalfjáröflun- arleið félagsins. Ágóðinn rennur m.a. til skólagöngu barna í Addis Abeba í Eþíópíu. Karlar selja kaffi Í síðasta mán- uði lagði toll- gæslan á Kefla- víkurflugvelli hald á þrjár lif- andi kóngulær af tarantúluætt en auk þess fundust tveir Emperial- sporðdrekar í farangri hjá farþega sem átti leið um flugvöllinn. Í fram- haldi var gerð leit á viðkomandi og fundust þá fjórir snákar innan- klæða hjá honum. Lagt var hald á dýrin og var farið með þau sam- dægurs til förgunar á Keldum. Innflutningur á lifandi skriðkvik- indum til Íslands er bannaður. Bannið er komið til vegna alvar- legra sjúkdómstilfella í fólki af völdum salmonellusmits sem rekja má með ótvíræðum hætti til þess- ara gæludýra. Reyndi að smygla skriðkvikindum Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti einróma ályktun á seinasta bæjar- stjórnarfundi þar sem fyrirhugaðri lokun heilsugæslustöðvarinnar í Hvammi var mótmælt. Í ályktunni segir að þær hugmyndir hafi verið unnar án samráðs við bæjaryfirvöld þrátt fyrir að Kópavogsbær eigi 15% hlut í húsnæðinu. Þau vinnu- brögð eru ámælisverð og samræm- ast ekki nútímastjórnsýslu. Mótmæla lokun Við ættingjar Andrésar Tómassonar, sem leitað hefur verið undanfarna daga, viljum koma á framfæri inni- legum þökkum til lögreglu, björgunarsveita og allra þeirra sem tóku þátt í leitinni með einum eða öðrum hætti. Þetta hefur verið erfiður tími og sérstaklega óvissan um afdrif hans og því hefur verið mjög styrkj- andi og gott að vita af svo mörgu góðu fólki sem lagt hefur sig fram af einlægni og fórnfýsi til að hann mætti finnast og óvissunni verða létt af. Þakkir frá aðstandendum Andrésar Andrés Tómasson STUTT WWW.EBK.DK Á þessum fundi þar sem hægt er að fá einkaviðtöl getum við skýrt þér frá þeim byggingarmöguleikum sem í boði eru fyrir þig miðað við húsin okkar, byggingaraðferðir og afgreiðsluskilyrði við að reisa hús á Íslandi. Gerum tilboð samkvæmt ykkar hugmyndum og óskum. Skráning í einkaviðtal á www.ebk.dk eða beint hjá söluráðgjafa: Anders Ingemann Jensen - farsími nr. +45 40 20 32 38 – netfang: aj@ebk.dk Söluráðgjafar eru dönsku- og enskutalandi. Vinsamlegast virðið tímaskráningu. EBK Huse A/S hefur meira en 30 ára reynslu af því að byggja og reisa sumarbústaði úr tré. Þekkt dönsk gæðahönnun. EBK Huse er meðal leiðandi fyrirtækja á markaðinum, með 4 útibú í Danmörku og 4 útibú í Þýskalandi. Höfum einnig margra ára reynslu af sumarhúsbyggingum á Íslandi, Þýskalandi og Færeyjum. EBK Huse A/S býður hér með til byggingarfundar 11. – 12. október 2010 í Reykjavík. ROSKILDE: +45 32 52 46 54, Lykkegårdsvej 7, DK-4000 Roskilde Mán.- mið. og lau. 13-17, Sun. og helgidaga 11-17 10 25 1 Ert þú í byggingarhugleiðingum? DANSKIR GÆÐASUMARBÚSTAÐIR (HEILSÁRSBÚSTAÐIR) FRÉTTASKÝRING Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að framlög til heilbrigðisstofn- ana víða um land dragist saman um allt að 40%. Aðrar heilbrigðisstofn- anir munu þurfa að taka við þeirri þjónustu sem þannig leggst niður, líklegast er að það verði stóru sjúkrahúsin tvö, Sjúkrahúsið á Ak- ureyri, FSA, og Landspítalinn. Ekki hefur verið haft samráð við þau um aukin verkefni. Formaður Læknafélags Íslands telur að skoða hefði átt fleiri möguleika við fjár- lagagerðina. Halldór Jónsson, forstjóri FSA, segir að ekki hafi verið rætt um hvernig bregðast eigi við auknum verkefnum og að ekki hafi verið haft samráð við sjúkrahúsið varðandi gerð frumvarpsins. „Tíminn sem gefinn er til að bregðast við þessum breytingum er allt of skammur að mínu mati. Ég sé ekki fyrir mér hvernig þetta á að geta orðið að veruleika á næsta ári.“ FSA á mikið samstarfi við heil- brigðisstofnanir á Austurlandi, en þeim er gert að skera niður um rúm- ar 500 milljónir. „Það hvarflar ekki að mér að halda því fram að hægt verði að veita óbreytta heilbrigðis- þjónustu á Norður- og Austurlandi,“ segir Halldór. „Það er enga fitu að flá“ „Þjónustan verður skert. Það er ekki hægt að mæta þessu öðruvísi. Það hefur verið skorið svo mikið nið- ur á undanförnum árum, að það er enga fitu að flá. Þetta er stóra högg- ið,“ segir Halldór. Björn Zoëga, forstjóri Landspít- alans, segist telja líklegt að verkefni spítalans aukist. „En það hefur ekki verið rætt sérstaklega við okkur.“ Björn segir frumvarpið ekki hafa komið sér á óvart, hvað varðar nið- urskurð á Landspítalanum. Öðru máli gegni um niðurskurð heilbrigð- isstofnana á landsbyggðinni. Björn sér fram á erfiða forgangs- röðun. „Ég veit samt ekki hvaða aðr- ir möguleikar eru í stöðunni.“ Hann bendir á að frá árinu 2007 hafi fjárframlög til Landspítalans minnkað um 21% í krónum talið og í ár hafi starfsfólki spítalans fækkað um 600. „Ég tel að við höfum kreist allt út úr kerfinu sem hægt er.“ Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir stjórn félagsins hafa margt við frumvarpið að athuga. „Það hefði þurft að fara fram meiri umræða áður en það var lagt fram.“ Telur pólitísk sjónarmið ráða Birna segist ekki vita til þess að kostnaðargreining liggi að baki frumvarpinu og telur að pólitísk sjónar- mið hafi haft mikið að segja um hvernig skorið er niður í einstökum landshlut- um. „Rík- isstjórnin sest nið- ur með reglu- stiku eins og stríðsherrar og strikar út.“ Birna segir að við gerð frumvarps- ins hefði átt að skoða hvort einka- reknar læknastofur gætu fram- kvæmt læknisverk á ódýrari hátt en hið opinbera. Henni þykir miður að ekki hafi verið skoðaðir fleiri mögu- leikar. „Hvers vegna má hækka orkureikninga upp úr öllu valdi en svo má ekki einu sinni ræða það að breyta greiðsluhlutdeild sjúklinga þannig að hægt sé að halda þjónustu- stiginu? Með þessu á ég ekki við verulegar upphæðir. Flestir sem þurfa að nota heilbrigðisþjónustuna nota hana einu sinni á ári. Sé um að ræða heilbrigt fólk, og fólk sem er með reglulegar tekjur, þá er þetta eitthvað sem mætti skoða.“ Skýringa leitað ítrekað Samkvæmt frumvarpinu á að efla heilsugæslustöðvarnar. „Það er gott og blessað að fólk hafi aðgang að nærþjónustu vegna algengra kvilla, en þarf það nauðsynlega að vera á kostnað annarrar heilbrigðisþjón- ustu?“ spyr Birna. Að sögn Birnu hefur Læknafélag Íslands ítrekað leitað skýringa hjá ráðherra heilbrigðismála, en engin svör fengið. Enginn fulltrúi Lækna- félagsins hafði aðkomu að frumvarp- inu, þrátt fyrir óskir þess efnis. Ekki af neinu að taka lengur  Þjónusta skerðist víða um land og líklegt að stóru sjúkrahúsin auki þjónustu sína  Ekkert samráð haft við þau  Læknaskortur er viðvarandi vandamál, sem ekki er hægt að horfa framhjá lengur Morgunblaðið/ÞÖK Niðurskurður Stóru sjúkrahúsin þurfa lítið að skera niður, en búist er við að verkefnum þar fjölgi verulega. Að sögn forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri er það illa í stakk búið til að takast á við aukin verkefni. „Okkur er gert að spara. Ef flytja á til jafnmikið af verkefnum og raun ber vitni, þá þurfum við að vera í stakk búin til að takast á við þau. Við höfum þurft að glíma við læknaskort. Nýlega auglýstum við þrjár stöður lækna, við fengum eina umsókn.“ Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands segir að sú óvissa sem ríkir í íslensku samfélagi sé stór þátt- ur í því. „Íslenska heilbrigðiskerfið er í alþjóðlegri samkeppni um lækna. Þær breyt- ingar sem sí- fellt er verið að gera á heilbrigð- iskerfinu eru líka stór áhrifavaldur. Margir læknar telja einfaldlega að það sé ekki aðlaðandi vinnustaður. 30-40 læknar fara til útlanda í sér- nám á hverju ári. Það hafa örfáir komið heim undanfarin tvö ár. Svo komast 12-15 læknar á aldur árlega og láta af störfum.“ Efla á sjúkraflutninga og sjúkra- flug. Björn Zoëga, forstjóri Land- spítalans, telur að því verði beint bæði til Akureyrar og Reykjavíkur. „Við þurfum að endurskipuleggja starfsemina hjá okkur.“ En er enda- laust hægt að endurskipuleggja? „Það er auðvitað ekki hægt. Ef fjár- lögin verða samþykkt í óbreyttri mynd þurfum við að skera niður um 1,5%. Það eru 500 milljónir og það verður verulega erfitt að ná því.“ Margþætt vandamál LÆKNASKORTUR OG ENDURSKIPULAGNING Læknaskortur Um eitthundrað lækna vantar til starfa á Íslandi. Höggið misþungt » Framlög til heilbrigðisstofn- ana dragast saman um 19,6%. » Höggið er misþungt, lítill niðurskurður verður á stærstu sjúkrahúsunum. Sumum heil- brigðisstofnunum er gert að skera niður um allt að 40 %. » Þrátt fyrir niðurskurð þarf fólk áfram á heilbrigðisþjón- ustu og læknishjálp að halda. » Um eitt hundrað lækna vantar til starfa, að sögn for- manns Læknafélags Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.