Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2010 Guðbjartur Hannesson stýrði fjár-laganefnd þegar hún fjallaði um Icesave-samninginn fræga. Hann fékk á sig íslenska furðustimp- ilinn þegar hann svaraði í hvert sinn sem stórfréttir bárust af því máli: „Ég sé ekki að neitt nýtt hafi gerst.“    Talið var að þaðhafi helst minnt á ummæli skipstjór- ans á Titanic forðum tíð, sem taldi að ekk- ert nýtt hefði gerst þegar skipið kyssti ísjakann.    Þjóðin hafði með hörkunni framþjóðaratkvæðagreiðslu um Ice- save. Guðbjartur formaður taldi það enn eitt öruggt merki um „að ekkert nýtt“ hefði gerst í málinu.    Formenn stjórnarflokkannasögðu þjóðaratkvæðagreiðsl- una rugl þar sem „nýtt tilboð lægi á borðinu.“ ( Það tilboð liggur enn á borðinu, en vandinn er sá að borðið virðist týnt). Þess vegna myndu þau ekki taka þátt í henni og hvöttu aðra til að gera slíkt hið sama.    Fólkið gaf foringjunum langt nef,fjölmennti á kjörstað og felldi Icesave með stórbrotnum yfirburð- um.    Guðbjartur sá í hendi sér að þarmeð hefði ekkert nýtt gerst í málinu.    Og nú hefur Guðbjartur veriðverðlaunaður fyrir staðfestu sína og verið gerður að of- urráðherra norrænna velferð- armála.    Sjálfsagt er hann alveg sann-færður um að ekkert nýtt hafi gerst á Austurvelli mánudaginn 4 október. Guðbjartur Hannesson Ekkert nýtt gerðist STAKSTEINAR Veður víða um heim 5.10., kl. 18.00 Reykjavík 9 skýjað Bolungarvík 5 rigning Akureyri 8 skýjað Egilsstaðir 11 skýjað Kirkjubæjarkl. 10 skúrir Nuuk 5 skýjað Þórshöfn 11 þoka Ósló 11 skýjað Kaupmannahöfn 12 skýjað Stokkhólmur 10 skýjað Helsinki 7 heiðskírt Lúxemborg 13 skýjað Brussel 17 skýjað Dublin 15 léttskýjað Glasgow 15 léttskýjað London 17 léttskýjað París 17 skúrir Amsterdam 18 léttskýjað Hamborg 17 heiðskírt Berlín 15 skýjað Vín 10 súld Moskva 7 léttskýjað Algarve 21 heiðskírt Madríd 22 heiðskírt Barcelona 22 léttskýjað Mallorca 23 léttskýjað Róm 22 léttskýjað Aþena 20 léttskýjað Winnipeg 16 heiðskírt Montreal 16 léttskýjað New York 13 alskýjað Chicago 16 heiðskírt Orlando 25 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 6. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:52 18:41 ÍSAFJÖRÐUR 8:00 18:42 SIGLUFJÖRÐUR 7:43 18:25 DJÚPIVOGUR 7:22 18:10 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Kvikuholan við Vítismó í grennd við Kröflu hefur blásið af krafti síðustu mánuði. Hún hefur verið aflmæld og er ljóst að hún er með kraftmestu borhol- um hérlendis. Talið er að holan gæti gefið allt að 27 MW, en til samanburð- ar má nefna að um 20 borholur eru nýttar til að framleiða um 60 megawött í Kröfluvirkjun. Holan var hin fyrsta í svokölluðu djúpborunarverkefni, sem er sam- starfsverkefni innlendra og erlendra aðila. Bora átti niður í um 4.500 metra, en borunin fékk snöggan endi í júní í fyrra er hraunkvika kom upp af um 2.100 metrum og borinn stóð fastur. Til að varpa ljósi á það dýpi sem bormenn voru að vinna á má nefna að turn Hall- grímskirkju er 73 metrar á hæð. Strax síðasta sumar komu upp hug- myndir um að virkja kvikuholuna, sem endaði í sjóðandi hrauninu, og nýta síðan til raforkuframleiðslu í Kröfluvirkjun. Kostnaður við bor- unina nam um 1,5 milljörðum króna og er Landsvirkjun eigandi holunnar. Vökvinn erfiður viðureignar „Það er ljóst að þessi borhola getur gefið mikið af orku,“ segir Bjarni Pálsson, verkfræðingur hjá Lands- virkjun Power. „Holan gefur 32 kíló af mjög heitri gufu á sekúndu og úr henni væri hægt að fá 17 til 27 mega- wött eftir því hvernig túrbína verður fyrir valinu. Ef orkan yrði nýtt í nú- verandi Kröflustöð þá gæfi hún 17-20 megawött, en ef keypt yrði túrbína, sem væri sniðin að þessari holu og gufugerðinni þá gæfi hún 25-27 mega- wött. Það er fimmföld meðalhola í Kröflu. Vandinn er hins vegar sá að vökv- inn sem við fáum er erfiður viðureign- ar þar sem mikið klórgas er í honum og hætta er á sýrutæringu í lögninni. Við þurfum að koma gufunni í öruggt ástand til að setja inn á túrbínu. Það er í sjálfu sér þekkt vandamál, en þarna er verkefnið af annarri stærð- argráðu en áður hefur verið glímt við. Við þurfum líka að tryggja að holan endist,“ segir Bjarni. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhald djúpborunarverkefnis- ins. Á eftir borun í Vítismó var fyr- irhugað að bora á Hellisheiði og Reykjanesi, en aðstæður orkufyrir- tækja hafa breyst á síðustu árum. Auk Landsvirkjunar standa OR, HS, Orkustofnun, Alcoa og Statoil að rannsóknum á holunni við Vítismó. Þekkingarsetur í jarðhitanýtingu Í gær var haldinn fundur í stýrihópi um djúpborunarverkefnið í tengslum við alþjóðlega fundi um jarðhita og nýtingu sem haldnir eru hér á landi í þessari viku. Hingað til lands eru komnir yfir 100 erlendir sérfræðingar, tengdir jarðhita, úr fjórum heimsálfum vegna þessara funda, sem ÍSOR og Orkustofnun beittu sér fyrir að haldnir yrðu hér í sömu vikunni. „Það er athyglisvert að margar al- þjóðlegar stofnanir kjósa að halda ráð- stefnur og fundi á Íslandi og í því felst ákveðin viðurkenning á því starfi sem hér er unnið. Menn líta á Ísland sem ákveðið þekkingarsetur í jarðhita- nýtingu,“ segir Bjarni Pálsson. Kvikuholan eins og fimm Kröfluholur  Borholan við Vítismó gæti gefið allt að 27 megawött Djúpborun Á rúmlega tveggja kílómetra dýpi kom borinn niður á hraunkviku. Kraftmiklar holur » Þrjár holur Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði gefa hver um sig um eða yfir 20 MW. » Í Hverahlíð þurfti að end- urfóðra öfluga holu og er búist við að hún geti gefið um 20 MW eftir þrengingu, en ekki 25 megawött eins og áður var áætlað. » Kraftmestu holur Hitaveitu Suðurnesja á Reykjanesi gefa nú um og yfir 15 megawött. „Verði þetta nið- urstaðan er ein- faldlega verið að leggja niður heil- brigðisþjónustu í Vestmanna- eyjum í þeirri mynd sem við höfum hingað til þekkt. Fjárlaga- frumvarpið er ekki bara illa unnið heldur nánast óunnið hvað þessar hugmyndir varðar,“ segir Elliði Vignisson, bæj- arstjóri í Vestmannaeyjum, um boð- aðan niðurskurð í frumvarpinu á framlögum til Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja um 37% á næsta fjárlagaári. Elliði segir ekkert sam- band hafa verið haft við heima- menn, hvorki sveitarstjórn né starfsmenn Heilbrigðisstofnunar. Verið að leggja heilbrigðisþjónustu niður í Eyjum Elliði Vignisson Háfell ehf. átti langlægsta tilboðið í seinni áfanga Suðurstrandarvegs en tilboðið var um 41,3% af þeim kostnaði sem Vegagerðin hafði áætlað. Tilboðið hljóðaði upp á tæp- lega 179 milljónir króna en áætl- aður kostnaður var 433 milljónir. Alls bárust 15 tilboð í verkið. Næstlægsta tilboðið í Suður- strandarveg var frá Suðurverki hf. sem bauðst til að leggja veginn fyr- ir 242,3 milljónir. Tilboð þeirra var því um 63,4 milljónum hærra en Háfells og nam 56% af áætluðu kostnaðarverði Vegagerðarinnar. Ingileifur Jónsson ehf. átti þriðja lægsta boð, 259,2 milljónir. Háfell bauð 41% af kostnaðaráætlun Röng mynd Röng mynd birt- ist með frétt um góðan árangur Eddu Gunn- arsdóttur Thors fatahönnuðar á baksíðu Morg- unblaðsins á mánudag. Beðist er vel- virðingar á þessu. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.