Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2010 Á sprengjuæfingu Sprengjuleitarsveit Landhelgisgæslunnar stendur fyrir tíu daga fjölþjóðlegri æfingu í Helguvík. Í gær var engu líkara en að peningum rigndi yfir þátttakendurna. Árni Sæberg Prag | Þegar fyrstu almennu kosn- ingarnar í Búrma í næstum tvo ára- tugi verða haldnar 7. nóvember verður vel æfðu handriti fylgt. Her- foringjarnir, sem stjórna landinu, munu snúa út úr því, sem á að heita lýðræðislegt ferli þar sem fólk get- ur komið vilja sínum á framfæri, þannig að úr verður háðsmynd af frjálsri tjáningu þar sem fólk mun kjósa í ótta og án vonar. Alþjóðasamfélagið verður að dæma herforingjana í Búrma eftir gerðum þeirra, ekki orðum og lof- orðum. Staðreyndirnar um ástand- ið í Búrma segja sannleikann af meiri krafti en allar yfirlýsingar herforingjanna um frjálsa kosningu og breytingu í átt í til lýðræðis. Rúmlega 2.100 pólitískir fangar eru enn í fangelsi í Búrma. Margir hafa verið pyntaðir, búið við hrylli- legar aðstæður og verið neitað um læknishjálp. Árásir á minni- hlutahópa í landinu halda áfram og her og lögregla í Brúma beina spjótum sínum markvisst að óbreyttum borgurum, þar á meðal börnum. Fjölmiðlar landsins eru ritskoðaðir og vinsælasti flokkur landsins, Þjóðarsamband fyrir lýð- ræði, hefur verið neyddur til að leysa sig upp vegna þess að hann ákvað að skrá sig ekki fyrir kosn- ingarnar í nóvember. Við slíkar aðstæður er útilokað að halda frjálsar og sanngjarnar kosningar. Þessi svokallaða breyt- ing í átt til lýðræðis, ferli, sem ein- ræðisherrarnir hönnuðu einir og fengu aðeins innlegg í frá fylg- ismönnum stjórnarinnar, mun leiða til áframhaldandi einræðisstjórnar. Áður en örlög Búrma verða inn- sigluð með nýju einræðislíkani þurfa Sameinuðu þjóðirnar án tafar og af krafti að hefja nýtt ferli í því skyni að koma á þjóðarsátt og lýð- ræði í hinu hrjáða landi. Alþjóða- samfélagið, austur og vestur, verð- ur að sameinast að baki frumkvæði SÞ um að hefja raunverulegar samningaviðræður. Til þess að þær viðræður verði trúverðugar í raun verður Daw Aung San Suu Kyi, handhafi frið- arverðlauna Nóbels, sem hefur mátt dúsa í stofufangelsi áratugum saman, og flokkur hennar, NLD, að taka þátt í þeim. Rödd annarra lýð- ræðislegra afla í stjórnarandstöðu og raunverulegir fulltrúar þjóð- arbrota í landinu verður einnig að heyrast í þessu ferli. Þrýsta þarf á herforingjana í Búrma þannig að þeir setjst að samningaborðinu þar sem raun- verulegar viðræður geta átt sér stað. Beita þarf öllum þeim tækj- um, sem alþjóðasamfélagið býr yf- ir, til að koma þessu til leiðar. Ábyrgðin á að hjálpa Búrma ligg- ur ekki aðeins hjá Sameinuðu þjóð- unum. Þrýstingurinn á Búrma verður bæði að vera tvíhliða og marghliða – og honum ætti að fylgja eftir með vandlega íhuguðum efnahagslegum aðgerðum, þar á meðal markvissum refsiaðgerðum í fjár- og bankamálum. Einnig þarf að binda enda á það að herforingjarnir í Búrma geti set- ið við völd án þess að vera kallaðir til ábyrgðar. Einræðisstjórnin er sökuð um að fremja stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni, einkum gegn minnihlutahópum landsins, sem hafa þjáðst í áratugi undan kúgun, útskúfun og misbeitingu hersins á valdi sínu. Allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna ætti að fara eftir ráð- leggingu sérstaks eftirlitsmanns SÞ um að stofna sérstaka rann- sóknarnefnd til að fara ofan í stríðsglæpi og glæpi gegn mann- kyni í Búrma. Þess utan ætti öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna að setja vopna- sölubann á Búrma eins og gert hef- ur verið við önnur lönd, sem með svipuðum hætti þjást vegna átaka og alvarlegra mannréttindabrota. Þau lönd, sem útvega Búrma vopn, eiga yfir höfði sér ákærur um að vera meðsek í stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni, sem her- foringjastjórnin hefur framið. Einræði og mannréttindabrot munu halda áfram í Búrma eftir 7. nóvember. Við þurfum ekki að bíða fram yfir kosningar til að fá að vita það. Það er því engin afsökun fyrir áframhaldandi aðgerðarleysi. Nú er tíminn fyrir heiminn að samein- ast að baki íbúum Búrma og hjálpa þeim að öðlast loks frið og reisn.  ©Project Syndicate, 2010. www.project-syndicate.org Eftir Václav Havel, Dalai Lama, El Hassan Bin Talal, André Glucksmann, Vartan Gregorian, Michael Novak, Karel Schwarzenberg, Des- mond Tutu og Grigory Yavl- insky. »Nú er tíminn fyrir heiminn að samein- ast að baki íbúum Búrma og hjálpa þeim að öðlast loks frið og reisn. Skrípaleikur Félagar í lýðræðisflokknum sitja við lestur í höfuðstöðvum hans undir myndum af píslarvottum flokksins. Þar á meðal er Aung San her- foringi (fjórði f.v.), stofnandi hers Búrma og faðir Aung San Suu Kyi. Hann var myrtur ásamt öðrum sjálfstæðisleiðtogum 91. júlí 1947. Kosningunum, sem haldnar verða í Búrma 7. nóvember, hefur verið lýst sem skrípaleik. Václav Havel er fyrrverandi forseti Tékklands, Dalai Lama er andlegur leiðtogi tíbesks búddisma, El Hassan Bin Talal er formaður umræðuvett- vangs arabískrar hugsunar, André Glucksmann er franskur heimspek- ingur og pistlahöfundur, Vartan Gregorian er forseti Carnegie- félagsins, Michael Novak er róm- versk-katólskur heimspekingur og sendierindreki, Karel Schwarzenberg er utanríkisráðherra Tékklands, Des- mond Tutu er handhafi frið- arverðlauna Nóbels og Grígorí Javlinskí er formaður Sam- einaða rússneska lýðræðisflokksins, Jabloko. Skrípaleikur lýðræðis í Búrma Í frétt ríkisútvarps- ins 3. október sl. var sagt að þjóðkirkjan og ýmsar stofnanir og sjóðir kirkjunnar fengju 4,4 milljarða frá ríkinu í næsta fjárlagafrumvarpi og sagt í skýringu að þetta væri nærri tvö- falt meira fé en veita ætti til sendiráða og að helmingi minna ætti að veita til þróunar og hjálparstarfs. Úr því fréttamaður ríkisútvarps- ins greindi þannig frá væntanlegri fjárveitingu til þjóðkirkjunnar er rétt að útskýra áætl- aða fjárveitingu og á hvaða grunni hún hvíl- ir: 1. Fjárframlag til Biskupsstofu, kirkju- málasjóðs og kristni- sjóðs eru um 1,6 millj- arðar og greitt samkvæmt sam- komulagi um eignaaf- hendingu á móti fjár- hagsskuldbindingu, sem var lögfest með lögum nr. 78/1997 og aftur með viðbótarsamkomulagi 2006, ásamt öðrum sérsamningum. Þetta framlag er áætlað að skerða annað árið í röð, sem þó verður ekki gert einhliða af ríkisstjórn nema með samkomulagi við þjóð- kirkjuna, sem Kirkjuþing þarf að staðfesta. Þetta fjárframlag er ekki styrkur frá ríkinu heldur að stærst- um hluta arðgreiðsla af afhentri eign, sem nemur vægt reiknað um 0,01% af verðmæti eignarinnar. 2. Sóknargjald, sem er fé- lagsgjald, er áætlað um 1,6 millj- arðar ásamt með greiðslu til Jöfn- unarsjóðs, sem tengist sóknargjaldi til þjóðkirkjunnar vegna þessa fé- lagsgjalds nemur um 0,3 millj- örðum. Þetta félagsgjald hefur ver- ið skert ár eftir ár, án samráðs við þjóðkirkjuna og önnur sjálfstæð trúfélög. Þessa greiðslu er engan veginn hægt að skilgreina sem greiðslu frá ríkinu til þjóðkirkj- unnar, því þetta er félagsgjald, sem var innheimt af sóknarnefnd hverr- ar sóknar allt frá 1911 til 1988 þeg- ar ríkið ákvað innheimtuna fyrir trúfélögin með lögum nr. 91/ 1987, sem hlutdeild af tekjustofni ein- staklinga. 3. Fjárframlag til kirkjugarða um 850 milljónir er alls ekki greiðsla frá ríkinu til þjóðkirkj- unnar og á ekki heima undir fjárla- galið til þjóðkirkjunnar í fjárlögum. Að þessu sögðu spyr ég frétta- menn ríkisútvarpsins hvar þessir 4,4 milljarðir í fjárlagafrumvarpinu séu og úr því þeir komu með skýr- ingu á fyrirhugaðri fjárveitingu til þjóðkirkjunnar vil ég spyrja þá um framlag hvers Íslendings á skatta- framtali til ríkisútvarpsins og biðja þá um samanburð við félagsgjald kirkjunnar eða aðrar útvarps- stöðvar án raunverulegs ríkisfram- lags tengds einstaklingum. Á að skýra það sem félagsgjald til rík- isútvarpsins sem ekki er hægt að segja sig frá? Eftir Halldór Gunnarsson »Úr því fréttamaður ríkisútvarpsins greindi þannig frá vænt- anlegri fjárveitingu til þjóðkirkjunnar er rétt að útskýra áætlaða fjár- veitingu. Halldór Gunnarsson Höfundur er sóknarprestur og í kirkjuráði þjóðkirkjunnar. Fjárframlög til þjóðkirkjunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.