Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2010 … mér finnst hún svo flott, er ekki hægt að hafa kveikt á henni allt árið? 30 » Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Bókinni hefur verið mjög vel tekið, bæði í Kanada og á Íslandi, og ég er ánægður með viðtökurnar,“ segir Davíð Gíslason, bóndi á Svaðastöðum í Manitoba í Kanada, um ljóðabók sína The Fifth Dimension, en hann hefur tilkynnt að allur hagnaður renni í sjóð til styrktar nemum við íslenskudeild Manitoba- háskóla í Winnipeg. Bókin er sú fyrsta í útgáfunni Kind Publishing, sem íslensku- deild Manitoba-háskóla stendur að. Í henni eru ljóð eftir Davíð og þýðingar hans á ljóðum eftir vesturíslensk skáld, eins og til dæmis Guttorm J. Guttormsson og Stephan G. Stephansson, og íslenska höfunda, eins og t.d. Jónas Hallgrímsson, Davíð Stef- ánsson og Einar Benediktsson. Til sölu á Íslandi Davíð hefur látið sig samskipti Íslands og Kanada miklu skipta og einkum og sér í lagi sambandið milli Íslendinga og fólks af íslenskum ættum vestra. Um árabil hefur hann verið lykilmaður í vesturíslenska samfélaginu í Manitoba og með allt þetta í huga kemur ekki á óvart að bókin var prentuð hjá prent- smiðjunni Odda í Reykjavík. Hún er til sölu hjá Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg, í Þjóðminjasafninu og í Vest- urfarasafninu á Hofsósi. „Salan gengur mjög vel og vonandi getum við komið upp öflugum styrktarsjóði,“ segir hann. Kanadískur bóndi stofnar sjóð til styrktar íslenskunemum Morgunblaðið/Kristinn Útgáfa Davíð Gíslason áritar bók sína á Þjóðræknisþingi í Þjóðmenningarhúsinu á dögunum. Ýmis skjöl úr fór- um fjölskyldu norska nóbels- verðlaunahöf- undarins Knuts Hamsuns eru til sölu í Kaup- mannahöfn. Er gert ráð fyrir að þau seljist fyrir um 3,5 milljónir danskra króna, eða um 70 milljónir íslenskar. Jyllandsposten greindi frá því í gær að H.J. Lynge & Sön hefði fengið til sölu sendibréf, ýmsar ljós- myndir sem sýna fjölskyldumeðlimi yfir langt tímabil, og önnur einka- gögn úr fórum Hamsuns, sem hlaut Nóbelsverðlaunin árið 1920. Maria Gisel, fulltrúi seljandans, segir þetta einstakt úrval skjala sem mörg söfn hafi áhuga á að eignast. Knut Hamsun var einn virtasti höfundur heims á sinni tíð en verk hans hafa að margra mati liðið síð- ustu áratugi fyrir fylgispekt Hams- uns við nasista í seinni heimsstyrj- öldinni. Sú afstaða hans birtist meðal annars í teikningu hans í einu bréfinu, frá árinu 1940, þar sem hann fagnar þeim óstaðfestu tíð- indum að England hafi tapað stríð- inu. Skjöl frá Hamsun til sölu Meðal annars teikn- ingar höfundarins Knut Hamsun Hulda Björg Garðarsdóttir sópransöngkona er gestur á há- degistónleikum í Hafnarborg á morgun, fimmtudag. Hefjast tónleik- arnir klukkan 12. Þetta er átt- unda ár tónleikaraðarinnar og hef- ur Antonía verið listrænn stjórn- andi frá upphafi. Hún hefur fengið flesta af fremstu söngvurum lands- ins til liðs við sig á þessum tíma. Á dagskrá tónleikanna á morgun eru óperuaríur eftir Verdi og Pucc- ini sem eiga það sameiginlegt að fjalla um „hann“, sjálfan drauma- prinsinn. Húsið verður opnað kl. 11.30. Syngur um drauma- prinsana Hulda Björk Garðarsdóttir Út er komið Almanak fyrir Ís- land 2011 sem Háskóli Íslands gefur út. Þetta er 175. árgang- ur ritsins. Þorsteinn Sæ- mundsson stjörnufræðingur og Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðingur hafa sam- ið og reiknað almanakið sem er 96 bls. Auk dagatals eru í ritinu ýmsar upplýsingar, svo sem um sjávarföll og gang him- intungla. Í því eru m.a. stjörnukort, kort sem sýna áttavitastefnur og kort sem sýna tímabelti heims- ins. Einnig má nefna yfirlit um hnetti himingeims- ins og mælieiningar. Þá eru upplýsingar um helstu merkisdaga nokkur ár fram í tímann. Almanak Almanak fyrir Ísland í 175. sinn Þorsteinn Sæmundsson Á Handverkskaffi október- mánaðar í Gerðubergi, í kvöld miðvikudag klukkan 20, kynnir Björn Finnsson hnútagerð- arlist. Kennir hann þá við- stöddum að búa til apahönd. Apahönd er skrauthnútur sem myndar einskonar bolta sem hægt er að nota í ýmsum tilgangi, til að mynda sem lyklakippu eða leikfang fyrir hunda. Efniviður verður á staðnum og fá gestir að útbúa sína eigin apahönd og taka með sér heim. Áhugasamir geta einnig lært fleiri hnúta, svo sem demantshnút, tyrkja- hnút og starkóng. Björn Finnsson hefur leiðbeint börnum og fullorðnum um árabil. Handverk Apahönd, starkóng- ur og tyrkjahnútur Skrauthnúturinn apahönd Anna María Lind Geirsdóttir er myndlistarmaður október- mánaðar í SÍM-húsinu, Hafn- arstræti 16. Sýnir hún þrjú myndverk. Anna María útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands árið 1992 og lauk kennsluréttindanámi úr Listaháskóla Íslands árið 2006. Hún er einnig með MA-gráðu í myndlist frá Winscester School of Art í Southampton. Anna María vinnur með vefnað og hefur haldið hátt í tug einkasýn- inga. Sýningin stendur til 26. október og er opið virka daga milli kl. 10 og 16. Myndlist Anna María sýnir í SÍM-húsinu Anna María Lind Geirsdóttir Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Á opnun sýningarinnar SPOR í Listasafni ASÍ við Freyjugötu um liðna helgi, settist fjöldi gesta niður og saumaði út í flennistóra mynd sem er þar strengd á ramma. Myndin sýnir inniviði tónlistar- hússins Hörpu. „Gestirnir voru ánægðir með að geta sest niður og tekið þátt í sköpun verksins,“ segir Anna Hallin en þær Ósk Vilhjálmsdóttir kalla sig „listhjúkkur“ og eru höfundar sýningarinnar. „Sumir höfðu reyndar áhyggjur af því að þeir saumuðu ekki nógu vel en þetta tókst ágætlega; ég held að almennt þá langi fólk nú til að taka þátt í því sem er að gerast í samfélaginu,“ segir Anna. Þær Ósk og Anna hafa unnið af og til saman að sýningum frá árinu 2003 og hefur samfélagið, sam- tímaatburðir og umræður iðulega verið kveikja að verkunum. Árið 2003 sýndu þær þannig á sama stað, í Listasafni ASÍ, verk sem þær kölluðu Inn og út um gluggann en þar gerðu þær módel af sýning- arsal safnsins og fór með hann út fyrir húsið. „Okk- ur fannst við þurfa að tengja sýningarrýmið við heiminn og því fórum við bókstaflega út með rýmið, á sjóinn, á barinn og í Húsdýragarðinn,“ segir Ósk. Í fyrra bjuggu þær til bingó sem byggðist á banka- hruninu og nærtækum samtímaviðbrögðum. Tónlistarhúsið endurspeglar margt í umræðunni Á sýningunni SPOR gefur að líta myndbands- innsetningu í Arinstofu en í Gryfjunni er sýning á ljósmyndum eftir gest þeirra Óskar og Önnu, Ægi Ólafsson kranamann, en hann tók ljósmynd af inn- viðum tónlistarhússins Hörpu sem gestir geta nú saumað út í með krosssaumi á efri hæð safnsins. „Þetta verkefni byggist á áhuga okkar á upp- byggingu í borginni síðustu ár,“ segir Ósk. „Þegar við sáum þessa ljósmynd Ægis ákváðum við að vinna út frá tónlistarhúsinu, en fólk hefur blendnar tilfinningar gagnvart þessu húsi. Það endurspeglar svo margt sem í umræðunni, sumt er tengt von- brigðum, annað væntingum. En þetta er hús menn- ingarinnar, þarna ætlar þjóðin að rísa upp úr ösku- stónni.“ Þær ákváðu að láta gesti hjálpa sér við að sauma myndina út; það þurfi að taka mörg mjúk spor með ullargarni í alla þessa hörðu bita. „Við listhjúkkurnar vinnum eins og læknar og hjúkrunarkonur, handfjötlum samtímann og reyn- um að laga til,“ segir Anna Hallin. Handfjatla samtímann  Anna Hallin og Ósk Vilhjálmsdóttir sýna í Listasafni ASÍ  Kalla sig „listhjúkkur“ og bjóða gestum að sauma út í ljósmynd af tónlistarhúsinu Hörpu Saumað út „Listhjúkkurnar“ Anna Hallin og Ósk Vilhjálmsdóttir vinna við útsaumsverkið. Sýning þeirra Óskar Vilhjálms- dóttur og Önnu Hallin, SPOR, hverfist að ákveðnu leyti um ljós- mynd sem Ægir Ólafsson krana- maður tók af tónlistarhúsinu Hörpu í byggingu, en þær sáu myndina fyrst í Morgunblaðinu. „Þegar við sáum þessa frá- bæru ljósmynd settum við okkur í samband við Ægi og fengum afnot af mynd- inni,“ segir Ósk. „Á myndinni er horft inn í inn- yfli hússins. Það var ánægjulegt að kynnast Ægi en hann hefur ástríðufullan áhuga á því sem hann er að gera og hefur verið að mynda ofan úr þess- um stærsta krana landsins; hann er 70 metra hár. Við fórum með Ægi upp í kranann og vorum kvikmynd- aðar þar sem við saumum þar út. Í ljósmyndum Ægis er af- skaplega áhugavert sjónarhorn á borgina. Hann er gestur okkar á sýningunni en verkin hans eru sýnd í Gryfjunni í Listasafni ASÍ,“ segir Ósk. Úr stærsta krana landsins ÆGIR ÓLAFSSON KRANAMAÐUR ER GESTUR Á SÝNINGUNNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.