Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2010 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Gauragangur (Stóra svið) Sun 10/10 kl. 20:00 9.k Fös 29/10 kl. 20:00 aukas Fim 18/11 kl. 20:00 14.k Fim 14/10 kl. 20:00 10.k Fim 4/11 kl. 20:00 12.k Fim 21/10 kl. 20:00 11.k Lau 13/11 kl. 20:00 13.k Eftir Ólaf Hauk Símonarson - tónlist Nýdönsk Harry og Heimir (Litla sviðið) Lau 9/10 kl. 19:00 aukas Fös 22/10 kl. 19:00 11.k Lau 30/10 kl. 19:00 15.k Fös 15/10 kl. 19:00 8.k Lau 23/10 kl. 19:00 12.k Sun 31/10 kl. 20:00 16.k Lau 16/10 kl. 19:00 9.k Sun 24/10 kl. 20:00 13.k Lau 16/10 kl. 22:00 10.k Fim 28/10 kl. 20:00 14.k Allra síðustu sýningar í Rvk. Sýnt á Akureyri í nóv. Enron (Stóra svið) Lau 9/10 kl. 20:00 6.K Lau 23/10 kl. 20:00 10.k Fös 12/11 kl. 20:00 14.k Fös 15/10 kl. 20:00 7.K Fim 28/10 kl. 20:00 11.k Lau 20/11 kl. 20:00 15.k Lau 16/10 kl. 20:00 8.k Lau 30/10 kl. 20:00 12.k Fim 25/11 kl. 20:00 16.k Fös 22/10 kl. 20:00 9.k Lau 6/11 kl. 20:00 13.k Sun 28/11 kl. 20:00 17.k Heitast leikritið í heiminum í dag Fólkið í kjallaranum (Nýja svið) Fös 8/10 kl. 20:00 Fors Lau 23/10 kl. 19:00 6.k Lau 6/11 kl. 22:00 aukas Lau 9/10 kl. 20:00 Frums Lau 23/10 kl. 22:00 aukas Sun 7/11 kl. 20:00 13.k Þri 12/10 kl. 20:00 aukas Sun 24/10 kl. 20:00 7.k Fös 12/11 kl. 19:00 14.k Fös 15/10 kl. 20:00 2.k Þri 26/10 kl. 20:00 aukas Fös 12/11 kl. 22:00 15.k Lau 16/10 kl. 19:00 3.k Fim 28/10 kl. 20:00 8.k Sun 14/11 kl. 20:00 16.k Lau 16/10 kl. 22:00 aukas Lau 30/10 kl. 19:00 9.k Lau 20/11 kl. 19:00 17.k Sun 17/10 kl. 20:00 4.k Lau 30/10 kl. 22:00 aukas Lau 20/11 kl. 22:00 18.k Þri 19/10 kl. 20:00 aukas Sun 31/10 kl. 20:00 10.k Sun 21/11 kl. 20:00 19.k Mið 20/10 kl. 20:00 5.k Mið 3/11 kl. 20:00 11.k Fös 22/10 kl. 19:00 Aukas Lau 6/11 kl. 19:00 12.k Leikgerð verðlaunasögu Auðar Jónsdóttur Horn á höfði (Litla svið) Lau 9/10 kl. 13:00 aukas Sun 17/10 kl. 14:00 7.k Lau 30/10 kl. 13:00 10.k Sun 10/10 kl. 14:00 6.k Lau 23/10 kl. 13:00 8.k Sun 31/10 kl. 14:00 11.k Lau 16/10 kl. 13:00 aukas Sun 24/10 kl. 14:00 9.k Gríman: Barnasýning ársins 2010! Orð skulu standa (Litla svið) Þri 12/10 kl. 20:00 Þri 19/10 kl. 20:00 Þri 26/10 kl. 20:00 Einstakur útvarpsþáttur, einstök leikhúsupplifun Húmanímal (Stóra Sviðið) Fös 8/10 kl. 21:45 Verðlaunasýning - flutt einu sinni í tilefni af sviðslistahátíðinni Keðju Þú ert hér (Litla sviðið) Fös 8/10 kl. 23:15 Aukasýning í tilefni af Keðju. Sýningin er flutt á ensku. Harry og Heimir - „Þvílík snilld“ SA, TMM Fíasól ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Nánar á leikhusid.is Sími miðasölu 551 1200 Sýningar alla laugardaga og sunnudaga. ÍGerðarsafni stendur nú yfirsamsýning níu ungra mynd-listarmanna. Í texta sýning-arskrár leggur sýningarstjór- inn, Birta Guðjónsdóttir, áherslu á að myndlistarmennirnir níu hafa all- ir lagt stund á listnám á síðustu ár- um – árunum fyrir og eftir hrun. Ætla má að hinar miklu öfgar í ís- lensku þjóðlífi og hin gagnrýna sam- félagsumræða síðustu missera hafi mótað listsköpun listamannanna sem fæddir eru á árabilinu 1979- 1984. Vissulega búa verk níumenn- inganna yfir samfélagsgagnrýni; deilt er á neyslugræðgi, stjórnlausa þenslu byggingariðnaðarins, skipu- lagsmál, ofbeldisdýrkun og aðkomu Íslands að Íraksstríðinu. Sýningunni fylgir forvitnileg sýningarskrá. Sum verkanna lýsa öryggisleysi þess sem misst hefur fast land und- an fótum. Verk Helgu Bjargar Gylfadóttur, Hljóð – brú, er sterkt bæði fagurfræðilega sem rýmisverk í salnum og hugmyndalega. Þar er sem hún leitist við að ná jarðteng- ingu, jafnt efnislega sem á huglægan hátt með yfirveguðum lestri veð- urfrétta úti á rúmsjó. Gunndís Ýr Finnbogadóttir leitar fótanna í bókalestri, vafri um veraldarvefinn og sjálfhverfu hugrenningaflæði í uppstækkuðum textaverkum sem endurspegla rafræn samskiptaform við umheiminn á blogginu eða á fés- bókinni. Það er hins vegar spurning hversu mikinn áhuga aðrir hafa á að setja sig inn í slíkan texta. Upplausn í samfélaginu endurspeglast í hrárri ringulreiðinni sem einkennir inn- setningu Páls Hauks Björnssonar, sem jafnframt er eftirstöðvar eða umgjörð gjörnings (sem undirrituð hefur ekki séð) þar sem ljóst er að hann virkjar rýmið ágætlega. Þarna kennir ýmissa grasa sem erfitt er að átta sig á, en dauðinn svífur yfir vötnum. Hætt er við að sumum geti þótt óþægilegt að sjá raunverulegar minningargreinar og dánartilkynn- ingar í þessu samhengi, liggjandi á gólfinu. Það er í senn spurnartónn og beitt gagnrýni í skjáverki Berglindar Jónu Hlynsdóttur, Húsaeinangrun. Kliður yfirborðslegrar samfélags- umræðu heyrist í bakgrunni þar sem yfirgangi byggingarverktaka er líkt við hernaðarinnrás, en Berglind bregður raunar upp samfélagsspegli allt aftur til hernáms landsins í seinna stríði. Í verkinu Draw your horns and husband your resources vinnur hún skemmtilega með merk- ingarsamband hagfræðihugtaka og mynda af efni til húsbygginga. Bjarki Bragason á einnig sterkt skjáverk þar sem mannsrödd (í heyrnartólum) talar af óþægilegri rósemd um veru sína í Írak, en frá- sögnin afhjúpar sjálfsmyndarkrísu mannsins. Styrmir Guðmundsson varpar fram áleitnum spurningum um óljós mörk milli hins leyfilega og hins glæpsamlega í stífærðum teikn- ingum um ofbeldishneigð og þar er ofbeldi í nafni laganna ekki undan- skilið. Skuggahliðar mannskepn- unnar hafa einnig orðið Steinunni Gunnlaugsdóttur að yrkisefni en í innsetningu hennar hefur uppsafn- aður menningarúrgangur skapað nýtt landslag. Hetjuleg tónlist ómar í hátölurum og á blöðrum má lesa málshætti sem virðast hafa orðið að slagorðum sem réttlæta yfirgang, græðgi og rányrkju. Logi Bjarnason heldur á lofti minningu „mótmæl- anda Íslands“, Helga Hóseassonar. Hinn franski Etienne de France, sem stundað hefur listnám á Íslandi, leggur til gjörbreytingu lifn- aðarhátta í Icelandtraincity sem er raunar frumgerð að nýju borg- arskipulagi. Þarna birtist skemmti- leg, útópísk sýn á nýtt Ísland, agað og sjálfbært, og er ekki laust við að sköpunargleði Barbapapa komi þar við sögu. Á heildina litið er hér er á ferðinni tjáningarrík sýning ungra lista- manna sem augljóslega eru snortnir af málefnum og atburðum líðandi stundar – og hún er áhugavert fram- lag til okkar „nýja“ veruleika. Brot úr samtíðarspegli Morgunblaðið/Golli Menningarúrgangur Innsetning Steinunnar Gunnlaugsdóttur á sýningunni í Gerðarsafni. Listasafn Kópavogs – Gerðarsafn Níu – Berglind Jóna Hlynsdóttir, Bjarki Bragason, Etienne de France, Gunndís Ýr Finnbogadóttir, Helga Björg Gylfadóttir, Logi Bjarnason, Páll Haukur Björnsson, Steinunn Gunnlaugsdóttir og Styrmir Guðmundsson. bbbmn Til 10. október 2010. Opið þri. – sun. kl. 11-17. Aðgangur ókeypis. Sýningarstjóri: Birta Guðjónsdóttir. ANNA JÓA MYNDLIST Hljómsveitirnar munu koma fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í næstu viku. Hljómsveitirnar eru að vonum spenntar fyrir því og ætla að blása til æfingatónleika á skemmtistaðnum Venue í Tryggva- götu annað kvöld og er öllum vel- komið að sækja þá æfingu. Just Another Snake Cult hefur aðeins einu sinni komið fram sem heil hljómsveit, að því er segir í til- kynningu, en síðan þá hafa orðið bassaleikaraskipti. Hljómsveitin á rætur að rekja til Santa Cruz í Ka- líforníu þar sem forsprakki sveit- arinnar, Þórir Bogason, hefur búið bróðurhluta ævi sinnar en flutti svo til Íslands og var með plötu í far- teskinu. Hann setti saman hljóm- sveit og er platan nú á leið í versl- anir, 7. október, á vegum útgáfunnar Braks. Hljómsveitin Skelkur í bringu hefur lítið verið í tónleikahaldi und- anfarið ár, lék síðast í september í fyrra. The Heavy Experience leikur til- raunakennda „drunutónlist“ en í henni má greina áhrif frá tónlist í vestra-kvikmyndum en þó er saxó- fónleikari í sveitinni. Aðgangur er ókeypis á tón- leikana sem hefjast kl. 21. Airwaves-æfing á Venue Skelkur Hljómsveitin Skelkur í bringu sendi þessa skemmtilegu mynd af sér, ekki laust við að myndin skjóti mönnum skelk í bringu. Just Another Snake Cult, Skelk- ur í bringu og The Heavy Experience hita upp fyrir Ice- land Airwaves Tónlistarmaðurinn Nick Cave hef- ur verið sakaður um stuld á lagi af skoskum tónlistarmanni, Frankie Duffy, liðsmanni hljómsveitarinnar Kalel. Duffy segir Cave hafa stolið lagi af sér, „Grey Man“, og notað á plötu sveitar sinnar Grinderman, Palaces Of Montezuma. Duffy seg- ist hafa tekið lagið upp árið 2005 með hljómsveit sem hann var í þá, Rising Signs. Lagið hafi mátt finna á netinu í ein fimm ár. Cave sagði á tónleikum með Grinderman föstu- daginn sl, að hann hefði verið lög- sóttur af 17 ára pilti frá Dundee og bætti því við að hann hefði samið lagið fyrir eiginkonu sína og benti á trommuleikarann Jim Sclavunos. Segir Cave hafa stolið lagi Ásökun Cave tekur létt ásökunum skosks lagasmiðs um stuld á lagi. Sir Nicholas Serota, stjórn- andi Tate- listasafnsins í Lundúnum, segir nið- urskurð breska rík- isins á fram- lögum til breskra safna árás á listir í land- inu. Hann sé mesta ógn sem breskt menningarlíf hafi staðið frammi fyrir í 70 ár. Skera á framlög niður um 25-30% en rík- isstyrkir til listastofnana hófust árið 1940 í Bretlandi. Árás á listina að mati Serota Sir Nicholas Serota

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.