Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 279. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2218 1. „Ég sofnaði vel eftir þetta“ 2. Grýttu hnullungi í lögreglu 3. Meiddist á Austurvelli 4. Hreinsað til við Alþingi »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  „Sem kvikmyndatökumaður þarf maður fyrst að átta sig á því hvaða sýn leikstjórinn hefur á myndina, það er það sem þú þarft að ná fram,“ seg- ir Ari Kristinsson, reyndasti kvik- myndatökumaður Íslands. »33 Morgunblaðið/Árni Sæberg Þarf fyrst að átta sig á sýn leikstjórans  David Cameron, forsætisráðherra Breta, kann að meta tónlist Emil- íönu Torrini. Þetta kemur fram í um- fjöllun breska dagblaðsins The Telegraph. Came- ron segir m.a. í viðtali við blaðið að hann geti vart talist svartsýnismaður fyrst hann kunni að meta lag Emilíönu, „Sunny Road“, frá árinu 2005. Cameron hlustar á Emilíönu Torrini  Blaðamaður kvikmyndaritsins In- dieWire, Peter Knegt, birtir á bloggi sínu stutt „ástarbréf“ helgað Al- þjóðlegri kvik- myndahátíð í Reykjavík, RIFF. Segir hann skipu- leggjendur RIFF hafa sýnt sér mikla gest- risni og að hátíðin hafi verið frábær í alla staði. Það sama eigi við um Reykjavík, Ís- land og Íslendinga. „Ástarbréf“ til kvik- myndahátíðar Á fimmtudag Sunnan 5-10 m/s og skúrir, en þurrt og bjart að mestu á Norður- og Aust- urlandi. Hiti 7 til 12 stig. Á föstudag Fremur hæg suðlæg átt og skýjað á sunnanverðu landinu og sums staðar lít- ilsháttar væta, en víða bjart norðanlands. Hlýnandi veður. SPÁ KL. 12.00 Í DAG NA strekkingur á Vestfjörðum, annars mun hægari austlæg eða breytileg átt. Rigning eða skúrir víða um land. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast sunnanlands. VEÐUR „Þetta hefur mikla þýðingu fyrir mig sem sundkonu að komast inn í svona stóran skóla,“ segir sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH. Hún heldur til Banda- ríkjanna í byrjun næsta árs og byrjar að keppa fyrir Flórída-háskólann sem er einn sá sterkasti í sund- íþróttinni vestanhafs. Hún stefnir á að keppa á ÓL í London árið 2012. »3 Hrafnhildur mun synda í Flórída „Ég tel okkar lið betra en það skoska en við gerum okkur vel grein fyrir því að þetta verða tveir mjög erfiðir leik- ir,“ sagði Eyjólfur Sverr- isson, þjálfari U21 árs landsliðsins í knatt- spyrnu, í gær. Á morgun mæta íslensku strák- arnir liði Skota í fyrri viðureigninni í umspili um sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins. »1 „Ég tel okkar lið betra en það skoska“ Hermann Hreiðarsson, landsliðs- maður í fótbolta, samdi við enska lið- ið Portsmouth í gær til eins árs. Her- mann sleit hásin fyrir hálfu ári og er Eyjamaðurinn ánægður með að samningurinn sé í höfn. Varnarmað- urinn er í landsliðshópi Íslands sem mætir Portúgal í næstu viku. „Ég er maður í allt en við sjáum hvað setur,“ sagði Hermann við Morgunblaðið. »1 Hermann samdi við Portsmouth á ný ÍÞRÓTTIR Franskur hermaður leitar að vel falinni gervi- sprengju hryðjuverkamanna við olíuleiðslu í Helguvík gær, Daninn Lars Möller, sem er yf- irmaður í flotanum, fylgist með. Sprengjuleit- arsveit Landhelgisgæslunnar stendur nú fyrir 10 daga fjölþjóðlegri æfingu hér á landi og eru þátttakendur um 90 frá nokkrum Evrópulönd- um, að sögn Sigurðar Ásgrímssonar, yfirmanns sveitarinnar, en Atlantshafsbandalagið greiðir kostnaðinn. „Lars sér um að gagnrýna vinnu- brögðin til þess að við getum lært af mistök- unum,“ segir Sigurður. kjon@mbl.is Sprengjuleitarmenn við öllu búnir í Helguvík Morgunblaðið/Árni Sæberg Bubbi Morthens kemur víða við í tónlistinni, hef- ur nú snúið sér að sálartónlist og er plata með sálarlögum eftir Bubba vænt- anleg næsta vor. Bubbi sækir inn- blástur sinn í gullöld sálartónlistarinnar, menn á borð við Sam Cook og Marvin Gaye. Eitt lag af plötunni er komið í spilun, „Sól“, og ekki úti- lokað að platan muni bera sama titil. »32 Sól og sál Bubba Morthens Bubbi Morthens Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Ekki hefur verið hringt eins mikið í 1717, hjálparsíma Reykjavíkurdeild- ar Rauða krossins, undanfarnar vik- ur og á sama tíma í fyrra en símtölin hafa verið alvarlegri en áður. „Það er okkar tilfinning að það sé erfitt framundan og við búum okkur undir það,“ segir Karen H. Theodórsdótt- ir, verkefnastjóri Reykjavíkurdeild- ar Rauða krossins. Í september var hringt 1.513 sinn- um í hjálparsímann, þar af 663 símtöl vegna sálrænna vandamála og 88 símtöl vegna félagslegra vandamála. Sjálfsvígshugsanir falla undir sál- ræn vandamál og segir Karen að símtölum með þetta vandamál hafi fjölgað. „Það er mjög þungt í fólki,“ segir hún og bætir við að starfsfólk og sjálfboðaliðar finni fyrir meiri reiði og vonleysi fólks en áður. Eins virðist sem símtölum frá yngra fólki hafi fjölgað töluvert. Karen segir að almennt hafi þyngstu símtölin verið á kvöldin og á næturnar en nú berist þau líka á daginn og það sé töluverð breyting frá því sem áður var. Erfiðara sé að taka á móti þessum vonleysissímtöl- um en áður vegna þess að fólk hafi iðulega reynt þau úrræði sem bent sé á og því veiti þau enga von. Alvarlegri símtöl nú  Starfsfólk hjálparsíma Rauða krossins finnur fyrir vonleysi „Mikil breyting hefur verið und- anfarnar vikur til hins verra“ Karen H. Theodórsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.