Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 31
AF FJÖLSKYLDUMYNDUM Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Það er gott og blessað þegar öllfjölskyldan getur skemmt séryfir sömu myndinni. Myndir á borð við Leitin að Nemo, Mada- gaskar, Ísöld og Leikfangasaga hafa notið mikilla vinsælda. Þarna eru dýr á borð við fiska, mörgæsir, rott- ur og hvaðeina í stórum hlutverkum auk talandi leikfanga af ýmsum stærðum og gerðum. Fjölskyldu- vænna getur það ekki orðið, eða hvað? Myndirnar eru kannski fjöl- skylduvænar en ekki eru þær um alla fjölskylduna, kvenkynið er að stórum hluta skilið útundan. Kven- persónur eru fáar og fæstar af þeim gera eitthvað stórkostlegt. Sumar eru líka fáklæddar eins og ein- hverjar af barbídúkkunum í Leik- fangasögu. Kúrekastelpan í Leik- fangasögu er ágæt en hún er ekki í aðalhlutverki, hún er á hliðarlín- unni, í kantinum, stuðningur við aðr- ar persónur.    Nú finnst einhverjum þettakannski öfgakennd lýsing, byggð á einhverri tilfinningasemi og andúð á bleikklæddum prinsessum og svartklæddum sjóræningastrák- um. Svo er alls ekki. Hvatinn til skrifanna er heldur áfall yfir nýrri rannsókn Annenberg-blaða- mannaháskólans við Háskólann í Suður-Karólínu, sem Newsweek rit- aði grein um. Farið var í saumana á 122 fjölskyldumyndum, sem voru frumsýndar á árunum 2006 til 2009. Rannsókn Stacy Smith og Marc Cho- ueiti leiddi í ljós að aðeins 29,2% per- Það vantar fleiri Línur REUTERS Leikfangasaga Þetta eru að mörgu leyti skemmtilegar persónur en karl- menninir eru svo miklu fleiri og í stærri hlutverkum. sónanna voru konur. Og ein af fjór- um kvenpersónum var sýnd í „kynþokkafullum, þröngum, eða tælandi fötum“. Kvenpersónurnar voru líka líklegri en karlpersónur til að vera fallegar og ein af hverjum fimm sýndi bert hold nálægt nafla- svæði. Ein af hverjum fjórum kven- persónum var ennfremur með svo mjótt mitti að höfundarnir fengu þá niðurstöðu að það væri „lítið pláss fyrir leg eða önnur líffæri“. Rannsóknin var gerð fyrir Stofnun Geenu Davis um kyn í kvik- myndum, sem hefur verið að safna að sér tölfræði um konur í kvik- myndum. Davis sagði Newsweek að rannsóknir sýndu að 17% teiknara væru konur, konur mynduðu 17% af hóp í hópatriðum í fjölskyldumynd- um og aðeins 17% sögumanna eru konur.    Leikkonan, sem er meðal ann-ars þekkt fyrir hlutverk sitt í Thelma and Louise, bendir á að það sem sé á skjánum skipti máli. Það hafi áhrif á ímyndunarafl okkar og takmarki það stundum. Einhliða kvenpersónur í kvikmyndum hafi því áhrif á hvernig strákar og stelp- ur hugsi um stelpur. Könnun sem var gerð árið 2003 af Kaiser-fjölskyldustofnuninni leiddi í ljós að börn að sex ára aldri eiga að minnsta kosti 20 mynddiska. Helmingur þeirra horfir á að minnsta kosti einn á dag. Davis bendir á rannsóknir sem hafa leitt í ljós að því meira sem stelpa horfir á sjónvarp, því færri möguleika finnst henni hún eiga í lífinu og því meira sem strákur horfir því meiri karl- remba verður hann.    ÍAnnenberg-rannsókninni voru7% leikstjóranna, 13% rithöfund- anna og 20% framleiðendanna kon- ur. Þetta er hugsanlega einhver helsta ástæðan fyrir þessari kynja- slagsíðu. Það er ekki boðlegt að kvenpersónur í fjölskyldumyndum séu alltaf á hliðarlínunni, þær eiga líka að vera í miðjunni, ekki bara að klappa fyrir strákunum og sýna á sér naflann. Strákum finnst líka gaman að horfa á sterkar kvenpersónur. Þar er Lína langsokkur kannski besta dæmið. Teiknimyndir um ævintýri Línu eru mjög vinsælar á heimili mínu hjá tæplega þriggja ára dreng. Það mættu alveg vera fleiri Línur í heiminum. » Því meira semstelpa horfir á sjón- varp, því færri mögu- leika finnst henni hún eiga í lífinu og því meira sem strákur horfir því meiri karlremba verður hann. Fáklædd Lítil hafmeyja í litlum brjóstahaldara. MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2010 NÝTT Í BÍÓ! GORDON GEKKO ER MÆTTUR AFTUR Í STÓRMYND OLIVER STONE! "Hörkugóð. Douglas er alveg jafn flottur og áður fyrr." T.V. - Kvikmyndir.is Magnaður tryllir í þrívídd! SÍMI 564 0000 12 L L 16 L L L SÍMI 462 3500 L 16 L L EATPRAYLOVE kl.5.30-8-10.25 PIRANHA3D kl. 10.25 WALLSTREET2 kl. 8 AULINNÉG 3D kl. 5.30 SÍMI 530 1919 12 16 L L 12 BRIM kl.6-8 -10 R kl.6-8 EATPRAYLOVE kl.6-9 SUMARLANDIÐ kl. 6-8-10 THEOTHERGUYS kl.10 BRIM kl.4-6-8-10 EATPRAYLOVE kl.5-8-10.45 EATPRAYLOVELÚXUS kl.5-8-10.45 PIRANHA3D kl. 8-10.10 WALLSTREET2 kl. 8-10.45 SUMARLANDIÐ kl. 4-6 AULINNÉG 3D kl. 3.40-5.50 .com/smarabio Brim er köld og blaut en gerð af ást og hlýju" -H.V.A., FBL -S.V., MBL -H.G., MBL ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK 2010 Sýnd kl. 10 ÍSLENSKT TAL Sýnd kl. 8 STEVE CARELL Sýnd kl. 7 og 10 Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:20 Sýnd kl. 5 2D íslenskt tal FRÁ LEIKSTJÓRA MEET THE PARENTS Frábær gamanmynd frá þeim sömu og færðu okkur “40 Year old Virgin” og “Anchorman” HHH T.V. - Kvikmyndir.is HHH S.V. - Mbl. -bara lúxus Sími 553 2075 www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum Leikhúsgagnrýnandi Financial Tim- es, Ian Shuttlesworth, gefur upp- færslu Borgarleikhússins og Vest- urports á Faust þrjár stjörnur af fimm mögulegum. Segir m.a. að leik- stjóri verksins, Gísli Örn Garðars- son, hafi ætlað að vekja leikverkið Faust til lífsins með því að hleypa miklum rafmagnsstraumi í það. Straumurinn hafi hins vegar verið of öflugur þannig að verkið hafi verið „steikt“. Faust Hilmir Snær sem Mefistó. „Steikt“ Faust Kvikmyndaleik- stjórinn Zack Snyder hefur fengið það verk- efni að gera enn eina kvikmyndina um Ofurmennið, Superman. Snyd- er er ekki ókunnugur því að færa teikni- myndasögur upp á hvíta tjaldið, á að baki myndirnar 300 og Watchmen. Framleiðandi verður leikstjórinn Christopher Nol- an, sá er blés eftirminnilega lífi í Leðurblökumanninn. Tekst á við Ofurmennið Ofurmennið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.