Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 16
FRÉTTASKÝRING Baldur Arnarson baldura@mbl.is N iðurstaðan bendir til að hluti garðyrkjunnar myndi fara mjög illa út úr aðild að Evrópu- sambandinu. Við bú- um við tollavernd á sumum inn- fluttum vörum, á borð við blóm, sem myndi falla niður. Þar af leiðandi yrðu rekstrarskilyrðin mjög erfið,“ segir Bjarni Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sambands garð- yrkjubænda, spurður um nýja skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um áhrif aðildar að ESB. „Ef við tökum blómin út yrði væntanlega um að ræða 30-50% lækkun á verði og það mun að lík- indum gerast mjög snöggt. Íslensk blómarækt myndi því líða mjög fyrir aðild, allt frá fyrsta degi,“ segir Bjarni en tekið skal fram að sam- bandið leggst að óbreyttu gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Miðað við að evran sé 150 kr. Við ofangreinda útreikninga er miðað við að gengi evrunnar sé 150 krónur og svarar Bjarni því til að styrking krónunnar myndi leiða til enn meiri verðmunar á innfluttri og innlendri framleiðslu og er þá horft til blómaræktar og ýmiskonar græn- metis, til dæmis rótargrænmetis, og innlendra garðplantna. Gúrkur og tómatar myndu áfram standa af sér innflutning, þrátt fyrir styrkingu krónunnar. Málið snýst einnig um hag- kvæmni innlendrar framleiðslu. Þar eru þættir í rekstri sem gætu líka haft áhrif á samkeppnishæfni hennar gagnvart innflutningi. Hagkvæmni stærðarinnar kem- ur fyrst upp í hugann og hugmyndir um ylrækt í mun stærri gróður- húsum en tíðkast hafa hér á landi. Um sannkölluð risagróðurhús, öðru nafni ylræktarver, yrði að ræða og er hugmyndin sú að þau skili bæði miklu einangrunarrými og lágum byggingarkostnaði. Stærri hús yrðu hagkvæmari Bjarni segir aðspurður að slík risagróðurhús myndu auka hag- kvæmni innlendrar blómaræktunar verulega, enda miðað við að rafmagn- ið yrði allt að 60% ódýrara. Er þá miðað við að slík ylræktarver yrðu í nágrenni raf- orkuvers þannig að dreifingarkostn- aður raforku félli niður. Myndi hvers kyns ræktun njóta góðs af þessu. Bjarni tekur þó fram að of snemmt sé að fullyrða nokkuð um áhrif ylræktarvera í þessu efni. Skapar hundruð ársverka Fram kemur í áðurnefndri skýrslu að garðyrkjan skapi um 415 ársverk, fjöldi sem haldist hafi nokk- uð stöðugur undanfarinn áratug. Segir þar einnig að við afnám tolla árið 2002 hafi verið tekið upp beingreiðslukerfi í ræktun tómata, gúrku og papriku. Beingreiðslur hafi numið 195 milljónum árið 2002 en séu áætlaðar um 228 milljónir í ár. Til að varpa ljósi á áhrif aðildar er fjallað um reynslu finnskra garð- yrkjubænda. Er meginniðurstaðan sú að opnun markaðar hafi gert það að verkum að innlendir aðilar séu hættir að rækta margskonar blóm og hafi þess í stað fundið sínu fyrirtæki farveg í ræktun á pottaplöntum eða öðrum tegundum grænmetis og ávaxta. Fyrirtæki hafi stækkað en flatarmál undir rækt- un staðið í stað. Rekstrar- afkoma garð- yrkjunnar hafi versnað nokkuð við aðild en hafi síðan jafn- að sig og sé nú svipuð og fyrir aðild. Blómabændur færu illa út úr ESB-aðild Morgunblaðið/RAX Blóm ástarinnar Framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda ítrekar að erfitt sé að spá um viðbrögð neytenda við auknum innflutningi. 16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Lögreglanhafði meðleynd látið framleiða fyrir sig öryggisgrindur eftir reynslu sína úr síðustu óeirð- um. Það var óhjá- kvæmilegt og framsýnt framtak. Eft- irminnilegustu ummæli mót- mælanna á mánudag eru gömlu konunnar sem kom snemma að landamæragirð- ingu lögreglunnar kringum Alþingishúsið og sagði við blaðamanninn: „Loksins fær maður að berja hina lang- þráðu „Skjaldborg“ augum.“ Langar leiðir sást að Stein- grími J. Sigfússyni var mjög brugðið við mótmælaaðgerðir fjöldans á Austurvelli. „Lýð- urinn“ á að ráðast svona að sjálfstæðismönnum en ekki vinum alþýðunnar. Það sagði í gömlu pólitísku forskrift- arbókinni hans frá æskudög- um í Alþýðubandalaginu. Og nú sá Steingrímur eftir að hafa sagt þegar næsta stjórn á undan var komin að fótum fram, „að sú ríkisstjórn sem þyrfti að læðast bakdyra- megin inn í Alþingishúsið ætti að segja af sér“. Og það sem meira var, þetta voru öðru vísi mótmæli en áður. Nú hafði enginn stjórn- málaflokkur skipulagt og ýtt undir mótmælin. Kröfu- spjöldin voru einföld enda ekki smíðuð af fólki á vegum Vinstri grænna og greitt fyrir með fjármunum ríkisins til flokksins og ekki geymd á milli uppþota á skrifstofum flokksins. Auðhringur hafði ekki borgað fyrir sviðsvagn og hið dýra hátalarakerfi og annan útlagðan kostnað. Rík- isútvarpið hafði ekki pantað pönnur og boðað beinar út- sendingar sínar á öllu því níði sem menn gætu út úr sér lát- ið. Nú verður ekkert svoleið- is. Nú eiga aðrir í hlut. Nei, það voru fáeinar kon- ur „á Facebook“ sem boðuðu til eldfimustu mót- mæla í síðari tíma sögu. Og fyrstu við- brögð Steingríms J. Sigfús- sonar við eigin taugaáfalli voru að segja ósatt. Það er ekki búið að lofa því við AGS að nú skuli uppboðum ekki frestað lengur, kom hann út um munninn á sér. Hrein ósannindi. Þau undirrituðu það loforð bæði Steingrímur og Jóhanna og minni spá- menn að auki og sjóðurinn birti skjalið sama daginn og fólkið blés til sóknar gegn hinni „vanhæfu“ ríkisstjórn. Þar er ekkert um að villast og ekki hægt að ljúga sig frá því. Og þá er næsti leikurinn og kannski sá eini sem eftir er, að kalla stjórnarandstöðuna til ábyrgðar. Þessi ríkisstjórn hefur frá fyrsta degi sínum og til hins síðasta rofið öll grið við stjórnarandstöðuna. Og hafa verður í huga að þegar Jó- hanna stendur aumkunarverð og úrræðalaus í ræðustól Al- þingis og „eggjar“ stjórn- arandstöðuna um að koma til bjargar, þá er hún ekki að krefjast þess að stjórnarand- staðan komi þjóðinni til bjargar heldur sér og rík- isstjórninni. Það var ekki það sem fólkið fyrir utan var að biðja um. Fyrirlitningin á rík- isstjórninni var í forgrunni mótmælanna. Núverandi stjórnarandstaða hefur stundum verið eins og leik- brúða í höndum forsvars- manna ríkisstjórnarinnar, svo furðulegt sem það er. Von- andi er sá tími liðinn eins og tími Jóhönnu Sigurðardóttur. Ósannindi eru ekki leið ríkisstjórn- arinnar út úr vand- anum. En hún hefur hingað til ekki kunn- að aðra } Vanhæfari ríkisstjórn Nú hefur veriðupplýst að eitt af trygginga- félögum almenn- ings stendur á bak við fjölmiðilinn „Pressuna“. Pressan hefur þá sérstöðu að þar hafa sér- stakan heiðursvettvang tveir menn sem vitað er að fá há laun til að skrifa samfellt níð og óhróður um ímyndaða „óvini“ mannanna sem settu Ísland á höfuðið. Breytir engu þótt annar þessara tveggja selji nafnið sitt háu verði fyrir þá iðju en skrifi lítt sjálf- ur. Nú er vitað að þeir sem áttu tryggingafélagið VÍS svifust einskis. En spurningin sem þetta almenn- ingsfélag hlýtur að svara er þessi: Hvers vegna þykir VÍS akkur í að láta viðskiptamenn sína greiða hærri iðgjöld en þeir þyrftu til þess að gefa ritsóðum og mannorðs- skemmdarverkamönnum aukið svigrúm? Afhjúpað er hverjir eru látnir styðja níðskrifin} Spurning til VÍS Á bloggsíðum kennir margra grasa; þar þrífst þjóðfélagsumræða um- búða- og hömlulaus. Mesta fjörið er á vefsetrinu blog.is, sem er í eigu sömu aðila og gefa út þetta blað. Þar blossa upp heitar umræður í takt við það sem er efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. Sú var tíðin að opinber þjóðfélagsumræða fór að mestu leyti fram í aðsendum greinum á síðum Morgunblaðsins. Segja má að bloggið hafi tekið við sem umræðuvettvangur að miklu leyti og forvitnilegt að sjá hvernig umræður blossa þar og mikill hiti verður í mönnum og hnýfilyrðin fljúga á víxl, en síðan dettur allt í dúnalogn þar til næsta lota hefst, hálfu hat- rammari, með öðru umræðuefni. Alla jafna lifa slíkar deilur ekki lengi, það er með þær eins og eld í arni; ef bruninn verður of ör, hitinn of mikill, gengur hratt á eldsneytið. Að því sögðu þá er ein tiltekin umræða sem ekki klár- ast, eitt umræðuefni sem menn fá ekki nóg af að glíma við, og það er umræða um trúmál. Merkilegt reyndar í sjálfu sér að menn skuli deila svo hart um trú í landi þar sem þorri þjóðarinnar er trúlítill eða trúlaus (það hversu marg- ir eru skráðir í þjóðkirkjuna er marklaus mælikvarði eins og þeirri skráningu er hagað). Víst eru þetta iðulega sömu trúleysingjarnir að glíma við sömu trúmennina, og oft harður atgangur þótt maður fái stundum á tilfinninguna að menn séu að færa í stílinn með trúleysi sitt eða trúar- sannfæringu, svona rétt til að krydda spjallið. Þeir eru eflaust til sem telja það skyldu sína að sannfæra trúmenn um að láta af villu trúar sinnar ekki síður en að fjölmargir trúmenn vilja gjarnan frelsa þá sem vaða í villu og svíma. Þeir sem sækja að sanntrúuðum fara þó yfirleitt bónleiðir til búðar, því eins og margir vita þarf ekki staðreyndir til að trúa, það er nóg að trúa því að staðreyndirnar séu til. Þeg- ar trúleysinginn (eða trúmaður – oft eru illvíg- ustu deilurnar milli trúaðra) heldur því að hann sé búinn að mála viðmælandann út í horn með óhrekjandi rökum gleymir hann því að trúmaðurinn þarf ekki að vita svarið, það er nóg fyrir hann að trúa því að það sé til. Sumir sækja í trú í leit að tilgangi, því að þeir séu að lifa til einhvers, þó sé ekki til ann- ars en að fá að endurtaka leikinn; að fá að lifa eftir dauðann. Tilgangur trúarinnar er líka forvitnileg spurning, því trúarþörfin hefur verið snar þáttur í sögu mannkyns allt frá því menn tóku að rispa myndir á veggi fyrir 30.000 árum eða svo, og væntanlega mun lengur. Ég hitti eitt sinn að máli trúarbragðasagnfræðinginn Karen Armstrong, sem hefur skrifar afbragðsbækur um trúar- brögð, og spurði hana einmitt að því hvað skýrði trúarþörf mannkyns og hvaða gagn það hefði yfirleitt af trúnni í samhengi þróunarsögu mannkyns; væri ekki betra að leggja meiri áherslu á vísindi og minni á trú? Hún svaraði að bragði: „Vísindin hjálpa þér ef barnið þitt veikist, en þau hjálpa þér ekki ef það deyr.“ arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Til hvers að trúa? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Aðild að ESB er fyrst og fremst talin mundu hafa áhrif á kostn- að, aðallega aðkeypt aðföng og fjármagnsliði, í skýrslunni. Ólík- legt sé hins vegar að hún hefði veruleg áhrif á fastan kostnað, svo sem laun. „Ef vaxtamunur á milli Finn- lands og Íslands er skoðaður þá má ætla að fjármagnsliðir muni lækka verulega við aðild að ESB. Lækkun á vöxtum mun koma sér vel fyrir garðyrkjuna enda er hún afar skuldsett. Út frá áætlun á nafnvaxtamun, að teknu tilliti til verðbólgumunar milli Finnlands og Íslands undanfarin 10 ár, þá má ætla að fjármagnsliðir garð- yrkjunnar gætu lækkað um 35% til 40% við aðild. Í þessari greiningu er gert ráð fyrir að lækkunin verði 35,7%.“ Ódýrara fjármagn FJÁRMAGNSHLIÐIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.