Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2010 HHHH 1/ 2/HHHHH DV.IS HHHHH/ HHHHH S.V-MBL SÝND Í ÁLFABAKKA 7 SÝND Í ÁLFABAKKA STEVE CARELL MEÐ ÍSLENSKU TALI HHHH SÆBJÖRN VALDIMARSSON, MORGUNBLAÐIÐ HHHH T.V. – KVIKMYNDIR.IS HHHH - H.H. - MBL SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! STÆRSTA ÍSLENSKA 3D MYNDIN FYRR OG SÍÐAR HHH - S.V. – MORGUNBLAÐIÐ HHHH - K.I. – PRESSAN.IS Frábær mynd sem kemur skemmtilega á óvart Ein besta rómantíska grínmynd ársins! HHHH - T.V. - KVIKMYNDIR.IS BESTA DANSMYND SEM GERÐ HEFUR VERIÐ SÍÐAN DIRTY DANCING VAR OG HÉT... SÝND Í KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI „FRÁBÆR“ - Chris Tilly ign.com „GEÐVEIK“ - joblo.com Frá höfundi CONAN the BARBARIAN HHH EMPIRE – „EF ÞÚ VILT HAFA MYNDIRNAR ÞÍNAR DÖKKAR OG BLÓÐUGAR, ÞÁ ER SOLOMON KANE FYRIR ÞIG.“ – DAVID HUGHES HÖRKUSPENNANDI ÆVINTÝRAMYND SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA „GEÐVEIKISLEGA FYNDIN“ - SHAWN EDWARDS, FOX-TV Frábær gamanmynd frá þeim sömu og færðu okkur “4 Year old Virgin” og “Anchorman” FRÁ LEIKSTJÓRA MEET THE PARENTS 7 Steve Carrell og Paul Rudd fara á kostum ásamt Zach Galifianakis sem sló eftirminnilega í gegn í “The Hangover” SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI BESTA SKEMMTUNIN THEGHOSTWRITER kl.8 12 REMEMBERME kl. 8 L / KEFLAVÍK EAT PRAY LOVE kl.8-10:30 L THE OTHER GUYS kl. 8 12 RESIDENT EVIL 4 kl. 10:20 16 / SELFOSSI ALGJÖRSVEPPIOG... kl.63D L DINNERFORSCHMUCKS kl.8-10:10 L STEP UP 3 kl. 6 7 GOINGTHEDISTANCE kl.8-10:10 L / AKUREYRI DINNER FOR SCHMUCKS kl.5:50-8-10:30 7 REMEMBER ME kl.10:30 L DINNER FOR SCHMUCKS kl.8-10:30 VIP AULINN ÉG m. ísl. tali kl.6 L SOLOMON KANE kl.8:10-10:30 16 THE GHOST WRITER kl.8 -10:10 12 SOLOMON KANE kl.5:50 VIP HUNDAROGKETTIR2-3D kl.63D m.ísl.tali L GOINGTHEDISTANCE kl.8-10:10 L LETTERS TO JULIET kl.5:50 L ALGJÖRSVEPPIOG... kl.63D -83D L / ÁLFABAKKA SOLOMON KANE kl.5:50-8-10:10 16 GOINGTHEDISTANCE kl.5:50-8-10:10 L ALGJÖRSVEPPIOG... kl.63D L STEP UP 3 - 3D kl.83D 7 INCEPTION kl. 10:10 12 / KRINGLUNNI Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Það má segja að engin tónlistarteg- und sé kónginum Bubba Morthens óviðkomandi. Nú er hann með sál- arplötu í smíðum í Stúdíó Sýrlandi og keyrir þar allt í botn með blás- urum, bakröddum og öllu tilheyr- andi, í samstarfi við Bensínbræð- urna Daða og Börk Hrafn Birgis- syni. „Ég er búinn með fimm lög og er að fara að taka upp tvö á morgun. Ég vinn þetta í skömmtum, reyni að taka upp tvö lög í viku, síðan skrifar Samúel Jagúar-maður út allt blásaradótið,“ segir Bubbi. „Þetta er bara músík í anda Sam Cook, Otis Redding og Marvin Ga- ye. Þetta er hrein og tær sálarplata og þá kannski dálítil vísun í þennan gullaldartíma. Ég hlustaði gríð- arlega mikið á Otis Redding, „Sitt- ing on the Dock of the Bay“ auðvit- að, fyrir það er hann bara heilagur. Sam Cook hefur verið minn uppá- haldssöngvari alla mína ævi, sem söngvari. Svo var hann líka dálítill spámaður,“ segir Bubbi um plötuna og nefnir sem dæmi sígild lög Co- ok, „Change is gonna Come“ og „Wonderful World“. Shaft, barðastórir hattar og útvíðar buxur Bubbi segir einvalalið blásturs- hljóðfæraleikara spila á plötunni og stúlkur syngja bakraddir. „Þetta er háa C,“ segir Bubbi um söng sinn á plötunni og hlær. Sálarsöngur sé á köflum dálítið hátt uppi. „Þegar ég var ungur maður og vissi ekki að ég væri alkóhólisti og reykti hass al- veg eins og mér væri borgað fyrir það, þá hlustaði ég á tímabili á Sam Cook, Otis Redding, Marvin Gaye, Curtis Mayfield, Isaac Hayes, þetta voru mínar hetjur í ákveðinn tíma. Svo voru bíómyndir sem höfðu dá- lítil áhrif á mig, Shaft, og þar var alveg svaðaleg tónlist,“ rifjar Bubbi upp. Og tískan hafi ekki verið verri, barðastórir hattar og útvíðar buxur. „Þetta þótti mér rosa gaman og okkur strákunum, ég hef verið svona 15-16 ára þá. Síðan hef ég reynt öðru hvoru, í gegnum árin, að koma sálarhliðinni minni að og það hefur gengið erfiðlega, þó er lag sem heitir „Sumar konur“, sem ég gerði, sálartónlistarlag og á Fjórum nöglum má heyra þessi áhrif. Svo langar mig líka að geta beitt rödd- inni áður en ég verð gamall,“ segir Bubbi. Það sé ekki á færi sjötugra manna að syngja á háa C-inu. Bubbi semur öll lögin á plötunni, nema hvað, segir að „annars væri þetta ekkert gaman“. Ekki lengur óhamin, kókuð orka – Finnst þér söngurinn á þessari plötu reyna meira á en á seinustu plötum þínum? „Ég þurfti dálítið að beita röddinni með Egó-inu. Kannski þarf ég að syngja meira með hjartanu þarna, gefa meira og láta dálítið hlutina flæða, þora.“ – Þú þandir röddina nú mikið á þínum yngri árum … „Segðu, en það var hins vegar meira svona óhamin, kókuð orka,“ segir Bubbi og skellihlær. – Það var annað bensín á tank- inum hjá þér þá? „Já, það var annað bensín og ekki 30 ára uppsöfnuð reynsla og tækni. En mér finnst einhvern veg- inn líka, í tónlistarheimi dagsins í dag, voða lítið um það að menn labbi inn í stúdíó og allt sé lífrænt, spilað og sungið. Í dag eru mask- ínur, ef þú ferð inn í stúdíó og syngur getur þú verið með auto tu- ner sem lagar röddina í þér,“ segir Bubbi. Hann noti ekki slíkar lag- færingamaskínur. „Ég bara syng. Ég hef trú á þessu, að tónlistin eigi að vera þessi galdur og þetta augnablik, þegar þú hittir á þetta augnablik. Það er nú oftast þannig að ef þú t.d. færð gæsahúð, þá veistu að þú ert að gera eitthvað sem þú munt ekki geta gert aftur. Það er þetta sem ég er að leita að núna í þessu samstarfi með þessum strákum, ég er að leita að þessum galdri.“ Bubbi hefur verið iðinn í sam- starfi við unga, hæfileikaríka tón- listarmenn og upptökustjóra og segir nauðsynlegt að vera leitandi til að staðna ekki sem tónlist- armaður. „Mig langar að hrærast og teygja landamærin, ögra sjálfum mér, fara yfir þröskulda og það gerist ekki nema maður þori að vinna með þessu unga liði sem hef- ur aðra sýn. Ég t.d. hafði ekki hug- mynd um það að Daði og Börkur væru alfræðiorðabók um soul- tónlist, þessir strákar eru gríð- arlega vel að sér. Fyrir utan hvað þeir eru flinkir.“ Bubbi segir lögin á plötunni verða að lágmarki tólf, hugsanlega fjórtán. Hann ætli ekki að flýta sér með hana og stefni að vorútgáfu en Sena gefur plötuna út. Þannig geti hann legið yfir lögunum og fínpúss- að verkið. Eitt lag af plötunni er komið í spilun í útvarpi, „Sól“, og segir Bubbi það mögulegan plötutitil. Í því sameinist tónlistarheitið og sól- in á himninum, tákn birtu, vonar og fegurðar. Og umslagið vill Bubbi hafa í anda umslagahönnunar gull- aldartíma sálartónlistarinnar. Morgunblaðið/Golli Sál Bubbi með Bensín-bræðrunum Berki og Daða í Stúdíó Sýrlandi í gær. Hann segir þá alfræðiorðabók um sálartónlist og afar flinka. Hrein og tær sálarplata  Bubbi Morthens sendir frá sér plötu með sálartónlist næsta vor  Vísun í gullaldartíma sálartón- listar, Sam Cook, Otis Redding og Marvin Gaye  Fer upp á háa C-ið og syngur með hjartanu Bubbi, Bensínbandið, blásarar og bakraddir koma fram á styrktartónleikum forvarna- og fræðslusjóðsins Þú getur! á morgun í Vídalínskirkju, Garða- bæ, og hefjast tónleikarnir kl. 20. Sjóðurinn styrkir til náms þá sem orðið hafa fyrir áföllum eða hafa átt við geðræn vanda- mál að stríða auk þess að efla þjónustu við geðsjúka á sviði fræðslu og forvarna og stuðla að umræðu og að- gerðum sem draga úr for- dómum í samfélaginu. Auk Bubba og félaga koma m.a. fram Páll Rósinkranz, Raggi Bjarna, Haffi Haff, Geir Ólafs- son, Jupiters og Gissur Páll Gissurarson. Þú getur! í Vídalínskirkju STYRKTARTÓNLEIKAR Raggi Bjarna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.