Ný saga - 01.01.1998, Page 40

Ný saga - 01.01.1998, Page 40
Mynd 1. Stoltir smiðir og verkamenn framan við nýbyggingu barnaskólans, sem þeir hafa nýlokið við að reisa. ú f haust eru rétt 100 ár liðin frá því I að lokið var byggingu þess húss, sem JL undangengna áratugi hefur heitið Miðbæjarskólinn í munni Reykvíkinga, en nefndist upphaflega Barnaskóli Reykjvíkur. Húsið reis á sínum tíma í túnbrekku austan við norðausturenda Tjarnarinnar, en ber nú götunúmerið Fríkirkjuvegur 1. Þegar nýbygg- ing Barnaskóla Reykjavíkur komst í gagnið, leysti hún af hólmi eldra skólahús úr steini, sem byggt var árið 1882 og enn stendur á horni Hafnarstrætis og Pósthússtrætis. Eftir flutning barnaskólans var því húsi breytt í pósthús, síðan í landsímastöð, og loks var lög- reglustöð Reykvíkinga þar til húsa um ára- tuga skeið. Seinustu árin hefur húsið verið notað sem viðbót við pósthúsið. Uppdrættir að húsi barnaskólans voru gerðir úti í Danmörku. Þar var að verki C. Brandstrup, en honum til aðstoðar hér heima var Jón Sveinsson, sem byggði fyrri áfangana, þ.e. norður- og vesturálmu hússins. Pétur Ingimundarson byggði suðurálmuna árið 1907, en uppdrættir Einars Sveinssonar, húsa- meistara Reykjavíkurborgar, að hækkun íþróttahúss í norðurálmu voru samþykktir haustið 1944. Eftirtektarvert er, að byggingin var reist úr timbri, en ekki steini. Virðist tvennt hafa ráð- ið mestu um það: Annars vegar sú skoðun, að hollusta væri meiri í timburhúsum (öfugt við ríkjandi álit árið 1882), en ekki síður hitt, að jarðskjálftarnir miklu á Suðurlandi árið 1896 voru ráðamönnum bæjarins enn í of fersku minni til að þeir teldu hættandi á að reisa steinhús handa skólanum. Upphaflega var gert ráð fyrir, að byggingin rúmaði 300 nemendur. En Reykjavík var í örum vexti, og því var nýi skólinn fullsetinn þegar á fyrsta ári. Viðbyggingin frá 1907, sem áður er getið, kom til vegna áframhaldandi örrar fjölgunar bæjarbúa og tilkomu skóla- skyldu frá árinu 1908. Eftir stækkunina átti skólinn að geta rúmað 600 nemendur. Barna- skóli Reykjavíkur var eini almenni barnaskól- inn í bænum, uns Austurbæjarskólinn tók til starfa árið 1930, en upp frá því var hann jafn- an kallaður Miðbæjarskólinn. Við hlið Barna- skólans störfuðu framan af öldinni tveir barnaskólar í Reykjavík, Landakotsskólinn og barnaskóli Ásgríms Magnússonar að Berg- staðastræti 3. Árið 1969 var barnaskólahaldi hætt í hús- inu, en það tekið til afnota fyrir nýjan fram- haldsskóla, sem stofnaður var þá um sumarið til að mæta sívaxandi aðsókn í nám á mennta- skólastigi. Hér var á ferð Menntaskólinn við 38
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.