Líf og list - 01.04.1951, Blaðsíða 4

Líf og list - 01.04.1951, Blaðsíða 4
M YNDLIST Nýjustu myndir Braques, Picassos og Matisses Eftir Patrick Heron FYRRI GREIN. FYRIR TÆPUM tveim árum (1949) átti ég því láni að fagna að koma í vinnustofu Braques í París og dvelja þar góða stund. I>etta er stórt og mikið herbergi með' víðfeðmum glugga, sem veit í suður, og ég man, að þegar ég gekk inn í stofuna, tók ég fyrst eftir svartri krukku, sem kom mér kunnuglega fyrir sjónir. Þessi krús hékk ein- hvers staðar í miðju lofti fyrir framan rjómalitað gluggatjald, sem hjúpaði gluggann eins og gagnsæ Nljleg mynd af vinnuatofu Braques slæða. Gluggablæjan braut sólarljósið þannig, að geislarnir dreifðust jafnt yfir herbergið. Gegnt hennr var hin kröftuga, svarta krukka heillandi hliðarmynd, voldug táknmynd. Krúsin var aðeins þunnt koparstykki eða pjátursplata, sem hafði verið skorin eða klippt eins og skuggamynd (sil- houette) af krús; hún hékk á næstum ósýnilegum þræði og snerist öðru hverju. Sern fnimleg hug- mynd var hún þrungin undraverðum, en kyrrlát- um krafti. Hún var gædd þeim lífrænu eiginleik- um, sem einkenna myndir Braques af ólífrænum og dauðum hlutum, að minnsta kosti þeim eigin- leikum, sem koma fram í myndlist hans síðan 1940. Þessi sérstaka lífsangan, þessi hæfileiki að vera lifandi — þessi hæfileiki hlutanna að vera lifandi — er eínnig táknræn fyrir myndsköpun Picassos. En af krúsinni, sem ég gat um áðan, stafaði sann- færandi glæsifágun (elegansi) og kvrrð, sem vó upp á móti hinu róraskandi andrúmslofti, er skap- ast af sjálfstæðu, annarlegu Hfi. Slík ró og slík glæsifágun —- og þá ekki sízt tilfinning á ákveðnu lokamarki formsins — er nokkuð', sem Braque hefir fram yfir hinn mikla samtíðarmann sinn, Picasso. Picasso er snillingur í að finna upp, mynd- ir hans eru eins og uppdrættir af sifelldum nýjum tilraunavélum; en Braque skilur aldrei við neitt a tilraunastiginu; hann framkvæmir ávallt áætlun- ina, hugmyndina, þar til hann kemur að síðustu pensilförunum, sem oft eru hreinar skreytingar. Hinar einföldu svipmyndir (skissur) hans eru jafn- vel gæddar þeim auðuga hæfileika, að vera eitt- hvað, sem er algerlega fullgert og unnið: í hinum einföldustu smáteikningum hans er fylling, mað- ur hefir það á tjlfjnningunni, að hugmynd lista- mannsins hafj verið gerð rækileg skil með náttúru- fræðilegri fullkomnun. Braque forðast uppdrættn jafnveM skissum sínum, en Picasso heffe- jafnvel LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.