Líf og list - 01.04.1951, Blaðsíða 15

Líf og list - 01.04.1951, Blaðsíða 15
en horfði niður á teppið, þar sem brotnu glösin höfðu legið. Brotin höfðu fiest verið tínd upp, en vínblettirnir voru ekki þomaðir. Ég fann sárt til sektar minnar, fanu hvað ég Iiafði hagað mér margfalt verr en allir aðrir. Allt í einu fór ég að hágráta, af því allt var svo sorgiegt og átakanlegt, — glös- in mundu aldrei vorða heil aftur, vínið yrði aldrei drukkið, slitnu, flæktu streng- irnir á fingrum mér yrðu aldrei framar felldir í sína hörpu. Inni í mér var mér sagt að ég hefði átt skilið að sökkva í tjörudíkið og deyja með harinkvælum, ekki síður en vesalings litlu mjúku mýsnar, sem aldrei höfðu brotið neitt af sér. Ég, sem var morðingi, þjófur, skækja! Andspænis mér stóð fjöldi dómara. Þeir voru alvarlegir, strangir og ótrúlega vitrir. Ég stóð berskjölduð fyrir augnaráði þeirra, sem lýsti gegnnm mig. 011 mín afbrot voru þcim skráð á sál mína eins og opna bók. Ég hnipraði mig saman i angist og titr- aði af ekka. Ég vissi, að það var þýðing- urlaust að beiðast miskunnar, en það hvarflaði að mér sem síðasta von, að af- hrotamenn eru stundum náðaðir. Ég beið í ofvæni. Það komu tár i augu hennar bak við glerið. Skyndilega breyttist einn dómarinn í engil með gleraugu, sem kom og styrkti mig. Hún leiddi mig fram á klósett og strauk bliðlega hárið frá augunum á mér. — Ég fer að grnta, af því að þú græt- ur, sagði hún, og meðan húu þurrkaði tár- in af mér með handarbakinu, sá ég, að það komu tár í augu hennar bak við glerið. Ég hallaði mér að henni og heyrði, hvernig hjartað sló. Þá fann ég miklu sár- ar til synda minna, því að þetta var sv góð stúlka. Ég játaði nokkuð af þei fyrir henni og hún fyrirgaf mér og hugsa. ekkert um kjólinn sinn, og ég var ekk lengur ein; það var hjá mér einn af góðu englunum. Svona var gnð hugsunarsamur. AUt í einu var hún farin, og þégar ég fór kjökrandi að leita, mætti ég öðru’ breyttum dómara. Hann var orðinn a sjómanni. — Ertu að gráta, Ásta min, þú, sei' ert sterkust af okkur öllum? Hann strauk mér um kinnina með stó hendinni. — Hver hefur verið vondur við þ Ég skal lemja hann í plokkara, — ploki fisk, meina ég. — Það hefur engiiin verið vondur við mig, hvíslaði ég upp úr ekkanum. — Við stöndum allir með þér, Asta m'ín, sagði þessi stóri maður og klökknaði við. — Ekki fara ein út í myrkrið, ég ætla að koma með þér, bætti hann við, — það er leiðinlegt að vera einn á ferð. — Svo fór hann að sækja frakkann sinn. Ég beið úti nokkra stund og hlustaði eftir fótataki í stíganum. Þetta var langur og hættulegur stigi og varð að fara var- lega. Ég beið lengi, en enginn kom og ég hljóp af stað til að leita að þeim, sem á undan voru farnir. Göt.urnar voru auðar og undarlega þögult. Húsin höfðu lokað augunum og voru í fnstasvefni. Götuljósin stóðu einmana vörð í myrkrinu, án þess að depla auga. Alls staðar rikti geigvæn- leg þögn. Fótatak mitt bergmálaði dimmt í björgunum umhverfis. Ég staðnæmdist við gluggann á minja- gripabúðinni á horninu á Austurstræti og Aðalstræti. Þá varð mér skyndilega Ijóst, að göturnar voru snjólausar og hvergi spor- rækt. Ég gat enga slóð rakið, og enginn gat fundið mig; ég átti enga slóð að baki. Mér skildist, að heimurinn, sem ég leitaði að, var horfinn, gleðin á brott og hvergi fylgd að fá. Mér hafði verið kastað út í hin yztu myrkur vegna allra afbrota minna f.vrr og siðar. Guð ínyndi ekki fyj-irigefa mér. Ég Hljóðift bergmálaði út í endalausar fjarlægðir. skildi, hvernig Jesú leið á krossinum, þeg- ar hann kallaði og spurði guð, hví hann hefði skiiið hann eftir einan. Ég var al- ein, týnd, glötuð, jafnvel Jesú var búinn að gleyma, hvemig honum hafði liðið á krossinum og búirni að gleyma mér. Hon- um leið vd á himnum. Ég pat hvergi halluð höfði nrinu, hvergi nlustað á rólegan hjartslátt annarrar lif- veru og lokað augunum og sofnað. Ég var dæmd til eilífrar andvöku hjá þessum stjörfu, starandi götuljósum. Ég fór að gráta að nýju, hátt og ofsa- lepa, eins og dauðhrætt barn, sem hefur villzt frá mömmu sinni og sér að myrkrið er að koma. Hlióðið kastaðist frá einu sleinbákninu til um'ars og bergmálaði út í endalausar fjarlæpðir. Ég settist fliitum beinum á piituna, paf upp alla vöm og lokaði augunum svo að ég sæi ekki það sem skelfdi mig. Allt í einu skynjaði ég fólalak einhvers staðar hinum megin á horninn. Ég reyndi að halda niðri í mér andanum og hlusta. Guð hafði þá fyrirgefið mér og sent annan huggara. Það leið ekki á löngu, unz hann arkaði fyrir homið. Þetta var miðaldra maður, ákaflega góð- legur. Hann snarstanzaði og hopaði aftiir LÍF og LIST 15

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.