Líf og list - 01.04.1951, Blaðsíða 8

Líf og list - 01.04.1951, Blaðsíða 8
SVEINN SKORRI: Þegar ég var skáld SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri síðast- liðið vor og stundar nú norræn fræði hér í Há- skólanum. Það mun vera einsdæmi nú, að íslenzkir há- skólastúdentar fáist við jafnháskalega iðju eins og smásagnagerð. Þegar ég var lítill, hugsaði ég oft um, hvað ég ætlaði að verða, þegar ég væri orðinn stór. Fyrst ætlaði ég að verða ráðherra. Þá var ég ekki nema fimm ára gamall, og ég hugsaði oft um, hvað lítil f jögurra ára telpa á næsta bæ yrði myndarleg ráðherrafrú. Það var nú þá. Ég varð átta ára, þá fór þessi telpa, fluttist langt burtu. Ég man, þegar hún fór. Hún sat innan um bú- slóð foreldra sinna í litlum vélbát. Vatnsflötur- inn var lygn og þoka allt um hverfis. Ég get ennþá heyrt vélarskellina, og ef ég loka augunum, sé ég ennþá öldusveigana afturundan bátnum. Þegar báturinn hvarf, fann ég, að ég gæti aldrei orðið ráðherra. Ég fann, hvernig mér var að blæða út. Það blæddi inn í mig. Það var stórt opið sár einhvers staðar inni í mér, og blóðið streymdi viðstöðu- laust. Stundum sitraði það hægt og hægt og hljóð- lega, draup úr undinni hljóðlaust eins og vatn- ið í gilinu, þegar það var frosið, og ég sá það renna undir ísnum. Stundum flæddi það í stór- um gusum, svo að flaumurinn hvæsti og sogaði. Ég fann, hvemig lífið var að fjara út úr mér. Og meðan máttinn dró þannig úr líkamanum, bergmáluðu vélarskellimir í sál mér. Vélin var sjálf komin inn í höfuðið á mér, og hún hamað- ist þar mitt í þokunni. Ég varð stundum sorgmæddur þessa daga. Ég var þá orðinn læs fyrir nokkru, og ég las allt, sem ég komst höndum yfir. Ég las allar fs- lendingasögumar. Mér var það mikil fró þessa daga að lesa um Gunnlaug ormstungu og Hall- freð vandræðaskáld. Alltaf vildi ég heldur vera Hallfreður, og ég fór í huganum marga selsför- ina til ráðherrafrúarinnar minnar fyrrverandi. Og ég las Frey og fyrstu árgangana af Bún- aðamitinu, sem langafi minn hafði átt. Ég las Davíð, Kristmann og Kiljan og gamlar Byrons- þýðingar eftir Steingrím. Auk þess las ég bæði Tímann og ísafold. Þá var ég framsóknarmaður. Ég las og las. Stundum las ég svo lengi fram- eftir nóttunni, að ég varð að liggja með höfuð- verk daginn eftir. Og það var þá, að ég ákvað það einu sinni. Ég var slæmur af höfuðverk og var sagt að fara að moka flórinn. Sólskinið var heitt. Ég fór, tók rekuna og stóð fyrst lengi hjá haugnum og horfði á gular mykju- flugumar og framdi öðruhvoru fjöldamorð á þeim með rekublaðinu. Svo fór ég inn í fjósið og byrjaði að moka. Flór- inn var hellulagður, og rekan sat öðruhvoru föst mílli einhverra hellnanna. Mér fannst höfuðið ætla að springa. Það hefir, ef til vill, verið fyrir höfuðverkinn, að ég tók þá heimskulegu ákvörðun að verða skáld. Ég man, hvemig ég stóð og studdi mig við reku- skaftið og horfði á mynd mína í lygnum hland- polli í flómum. Þá kom það. Ég skil ekkert, hvemig mér datt þetta í hug, en það er sama. Ég ákvað að verða skáld. Þetta bergmálaði um alla sál mína, skáld, skáld, stórskáld. Meira skáld en Hallfreður, meira en Davíð, 8 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.