Líf og list - 01.04.1951, Blaðsíða 16

Líf og list - 01.04.1951, Blaðsíða 16
á bak, þegar liann sú mig liggja þarna- Svo gekk hann til mín og lyfti undir hök- una á mér. — Meiddirðu þig, tátan mín? spurði hann. — Nei, nei. — Hvers vegna græturðu þá svona mik- ið? — Ég veit það ekki. — Þú ert laglegasta hnyðra, sagði hann. Komdu heiro til min og þvoðu þér í fram- an. Svo reisti hann mig á fætur og tók undir haudlegginn á mér SVona eru menn- irnir góðir. ÉK var allt í einu komin inn i afskap- lega fína stofu, búin að þvo mér í frnman og greiða mér. Fyrir framan mig var kryst- alsstaup fullt af kampavini og stórt fat með smurðu brauði. lfuggariun var kominn úr frakkanum og og ég tók nú fyrst eftir hve feitur liann var. Hann brosti föðurlega til min og það brakaði heimilislega i hægindastólnum, ]Kgar hann settist. Svo kveikti hann í geypistórum vindli og pírði á mig augun- um. — Það er eitthvað við þig, sagði hann. Þú ert sjaldgref týpa, dúfan min. Hann hamraði með fingrunum á borð- plötuna. Það var eins og hann ætlaði að fara að lesa fyrir verzlunarbréf. — Hvar hefurðu fengið þessi augu? Ég hef aldrei séð svona falleg augu. Hann blés út úr sér stórum reykjar- strók og horfði á mig frá hvirfli til ilja. — Hvernig eru augun í þ»-r á litinn? F.rtu skyggn? Eg gat engu svarnð, en grúfði mig yfir kmnpavínssaupið. Það \arð þögn nokkra stund. Hann ræskti sig. — Hvað gerirðu, tátan min? spurði hunn. — Ég er módel, sagði ég hressilega. — Ha, módel? Hvað er það nú aftur? s])Urði hann dálítið hissn. — Ég sit fyrir hjá fólki, sem teiknar. sit svona allsber á stól eða á gólfi, sagði ég og stillti mér upp. — Jaá, alveg rétt, sagði hann. — Eg mála og teikna slundum. Hann benti upp á veggina. — Þarna sérðu inyndir eftir mig, sagði hann dálítið hrevkinn. Það eru aðallega hugmypdir. Eg leit upp og sá stiira mvnd í afar skrautlegum ramma. Hún var af stúlku í mjög efnislitlum sundbol með voða stór hrjóst og mittið var ekki gildara en háls- inu. Ilún hélt á veiðistöng. A bak við hana var fjólublátt fjall og lygnt stöðu- vatn með kappsiglingabátum. Það var fullt af rósum í kringum hana. Myndin var fremur viðvaningslega gerð. Þarna voru nokkrar aðrar myndir með sama handbragði og svipuð motiv, en held- ur minni. Ég lirökk við, þegar liann sagði allt í einu: Viltu fara úr, svo að ég geti sá'ð hvernig þú ert vaxin? Kannske verðurðu módel hjá mér. — Já-já, sagði ég, allshugar fegin að geta verið honum dálítið innan handar. Hann var búinn að gera svo mikið fyrir mig. Eg heyrði, að hann greip andann á lofti. — Flýttu þér svolítið, tútan tnín, sagði hann. Ég lauk úr kampavínsstauiiinu og gekk inn í baðið til að fara úr. Kjóllinn minn var allur riFmn, tók ég eftir, pilsið næstum uppúr, ermin frá og liálsmálið gengið af saumunum. Þetta liafði verið sparikjóllinn minn. Ég var sein að greiða spjarirnar utan af mér. ég kenndi' svo til i hendinni, sem dómararnir liöfðu rifið sundur. — Ixiks stóð ég nakin á flísalögðu gólfinu og strauk höndunum eftir líkamanum. Það var ekki iaust við. að ég fyndi til blygðunar gagn- vart mvndinni af stúlkunni frammi. Ég var svo sver. brjóstin á mér of lítil og ekki smart og hárin á lífbeininu mynduðu ekki jafnhliða þríhyrning----------- Þá stóð h*nn allt í einu frammi fvrir mér allsber. Þessi góðlegi maður var orð- inn blárauður og þrútinn í framan. Auguu ranghvolfdust og skjálfandi hendurnar fálmuðu í áttina til mín. Islran liékk niður undir hné, brjóstin löfðu slyttislega utané kafloðinni bringunni og titruðu af hjart- slættinum. Ég hörfaði óttaslegin og mig klígjaði al viðbjóði. Ég hafði litið á hann sem huggara, — föðurlegan engil, og nú ætlaði liann að nauðga mér. Hann þreif aftan undir annað lærið á mér og ég missti fótfestuna og féll á flughálu gólfinu. Hann datt líka og vó salt á ístrunni milli fótanna á mér. Svo fór hann að mjaka sér ofan á mig og froðufelldi af ákafa. Ég trylltist alveg, — beit hann, lsfcsti í harin nöglunum og reif út úr, tætti grátt hárstrýið af hálfsköllóttum hausnum é lionuni. Það lagði úl úr honum laukfýlu megna andremmu, svo mér lá við köfnun. En ég barðist eins og villiiköttur fyrir lifi sínu. Hann náði taki á höndunum á mér. Mig sárverkjaði í veiku höndina, sem hann sneri niður i gólfið. Hann glennti í sundur fæturna á mér og lagðist ofan á mig af öllum þunga. Ég fann, að mér var ekki lengur und- ankomu auðið, og mér varð hugsað til þeirra karlmanna, sem ég hafið elskað, vafið fótunum utan um og gefið mig alla. Likami minn féll máttlaus niður á ís- kalt gólfið og gafst upp. Það brauzt hljóð upp úr hálsinum á mér, hækkaði og varð að skerandi veini. sem bergmálaði langdregið í sölum hús6- ins. Ég hafði aldrei heyrt slíkt hljóð. Það fór um mig kippur og ég fór að kjökra. Hann hrökk við og ég sá að það rann af honum. Feita andlitið komst í skorður. og honuro fór að svipa til huggara á ný. Það brá fyrir hræðslu í kringlóttum aug- unum. Ilann rambaði á fætur og settist á baðkersbarminn, — ístran og rassinn sigu niður sitt hvorum megin. Eg var búin að fá ekka á ný. Ilva-hvað ætlarðu að gera — ætiarðu að ge-gera við mig? É-ég hélt þú ætloðir að vera góður eins og pa-pa-bbi! Tárin streymdu niður kinnarnar á mér. Hann skildi varla það, sem ég sagði, en hann bærði froðugar varirnar og það kom einkennilegur svipur á lmnn — vottaði fýrir skeifu í spikinu umhverfis munninn. Ég vorkenndi lionum svo sárt, — svo innilega, nð ég gleymdi minni eigin ej"md. Hann hlaut að eiga dóttur. kannske stúlku á aldur við mig. Hann saug upp í nefið og sneri, niður- lútur, demantshringunum á fingrum sér. Eg fór að klæða mig og flýtti mér svo mikið. að kjóllinn rifnaði meira. Alb staðar varð ... mér varð hugsað til þeirra karl- manna, sem ég hafði elskað. 16 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.