Svart á hvítu - 01.10.1978, Side 3

Svart á hvítu - 01.10.1978, Side 3
Svart á hvitu 3. tbl. 2. árg. 1978 — Haust Útgefandi: Gallerí Suöurgata 7 101 Reykjavík Auglýsingasími: 2 92 93 Áskriftasími: 1 54 42 Ritstjórn: Árni Óskarsson Friðrik Þ. Friðriksson Steingrímur E. Kristmundsson Örn Jónsson Örnólfur Thorsson Ábyrgðarmaður: ÞórleifurV. Friöriksson Uppsetning og frágangur: Þórleifur V. Friðriksson Árni Óskarsson Ljóssetning: Prentsmiðjan Oddi hf. Prentun: Prentsmiöjan Oddi hf. Filmuvinna: Korpus hf. Bókband: Sveinabókbandið Forsíðumyndin er eftir Peter Schmidt. Til lesenda Með þessu tölublaði hefjum við öfluga útbreiðslu- herferð. Raunar kemst útgáfa tímaritsins ekki á fastan fjárhagslegan fót fyrr en áskriftir standa undir kostnaði og ekki þarf að treysta á guð og gæfuna í lausasölu. Að því er stefnt með þeirri út- breiðsluherferð sem nú stendur yfir og við heitum á alla þá sem hugsa hlýlega til tímaritsins að bregð- ast snarlega við og leiða vinum og vandamönnum ritið fyrir sjónir og hvetja þá til að gerast áskrifend- ur. Þar má enginn liggja á liði sínu. Ekki hefur enn reynst unnt að greiða ritlaun fyrir það efni sem berst og þeir sem vinna við útgáfuna hljóta enga umbun síns erfiðis í veraldlegum gæðum þessa heims. Meðal nýmæla í þessu hefti má telja efni sem varðar leiklist — grein um ítalska leikskáldið Dario Fo og viðtal við tvo félaga Alþýðuleikhússins. Nú ættu áhugamenn á þessu sviði að sletta bleki á blað og senda okkur efni. Efnisyf irlit Erna Indriðadóttir: Enn lifir Alþýðuleikhúsið .................. 2 Guðbrandur Siglaugsson: Tvö Ijóð ..................................... 5 Jórunn Sigurðardóttir: Leikhús Dario Fo ............................. 6 Þórarinn Eldjárn: Þrennt úr fórum höxa (Ijóð) .................. 12 Megas: Plaisir d’amour 2 (smásaga) .................. 15 Gallerí tímaritsins .......................... 23 B.S. Johnson: Bókhald Krissa Malry ......................... 31 Pete Brown: Ljóð ......................................... 37 Jan Zumbrink: Sólarathugunarstöð Robert Morris ............. 38 Roger McGough: Ljóð ......................................... 40 Gestur Grímsson: „Hundingsspott" .............................. 41 Böövar Björnsson: Amicitia (Ijóð)............................... 49 Walter Benjamin: Listaverkið á tíma fjöldaframleiðslu sinnar .. 50 Margvísleg starfsemi er fyrirhuguð á vegum gallerísins í vetur. Af listamönnum sem sýna á næstunni má nefna Endre Tót, ,,Strauma ’68“ (Freddy & the Fighters), Guðrúnu Erlu, Kristin Guðbrand Harðarson og Svölu Sigurleifsdóttur. Ennfremur setur galleríið upp samsýningu í Lundi í Svíþjóð í desembermánuði. Þá hefur kvenna- hljómsveitinni The Feminist Improvising Group verið boðið hingað og heldur hún tvenna tónleika í Reykjavík í nóvembermánuði. Takist vel til með þá hljómleika er fullur hugur í mönnum að bjóða hingað fleiri tónlistarmönnum. Að lokum viljum við geta þess að áskrifendur erlendis verða nú að greiða kr. 5000 í áskriftargjald (fyrir 4 tbl.) vegna mikils sendingarkostnaðar. Skorum við á alla áskrifendur að greiða áskriftar- gjöld sín hið snarasta. Ritstjórn.

x

Svart á hvítu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.