Svart á hvítu - 01.10.1978, Page 8

Svart á hvítu - 01.10.1978, Page 8
Leikhús Dario Fo Jórunn Siguróardóttir Nú þegar þrjú musteri íslenskrar leiklistar, Iðnó, Þjóöleikhúsiö og Leikfélag Akureyrar, hefja starf- semi sína aö loknum sumarleyfum er kannski ekki úr vegi aö víkja nokkrum orðum aö leiklistarstarf- semi utan þessa skers. Það er von mín aö þessi pistill megi koma örlítilli hreyfingu á umræðuna um stööu íslenskrar leiklistar um þessar mundir, en sú umræöa virðist í ládeyöu mikilli. Aö vísu guma menn af leiklistarstarfi í hverju krummaskuði og betri aösókn að leikhúsunum en víðast hvar úti í heimi. Menn láta sér hins vegar í léttu rúmi liggja hvernig starfseminni hér er háttaö, hvaöa verk eru sett upp, í hvaóa tilgangi og hver þróun þessa starfs er. Ögn af klassík, ögn af ungum erlendum höfundum, eitt barnaleikrit og nú undanfariö væn- an slatta af nýjum íslenskum höfundum — og súp- an er tilbúin. Ekki of sterk, ekki of þunn. Eitthvað fyrir alla! En hverjir eru þessir allir? Aö hve miklu leyti láta leikhúsin brauöstrit áhorfenda sig ein- hverju skipta? Og aö hve miklu leyti miöast starf þeirra viö aö fullnægja einungis menningarlegum þörfum góöborgarans? Ríkisleiklistarskóli er starfræktur hér á landi, en hver er tilgangur hans? Aö því er virðist er hann sá aö mennta hæfa leikara, meövitaða um stööu sína og möguleika sem listamenn í þjóðfélaginu. Mögu- leikar ungra leikara á íslandi nú á dögum er.u engir, hversu góörar menntunar sem þeir hafa notiö í Ríkisleiklistarskóla íslands eöa annars staöar. Leikhúsin þrjú velja sér þá stærstu og sterklegustu úr þeim hópi, sem í upphafi ætlaði sér annað og betra hlutskipti en aö fara í Ugla sat á kvisti viö leikhúsin. Frjáls leiklistarstarfsemi er bundin í báöa skó af lagabókstaf sem kveður svo á aö ekki skuli annarri leiklistarstarfsemi en þeirri sem fram fer í leikhúsunum þremur veittur fjárhagsstuöningur. Þó hefur frjáls leiklistarstarfsemi margsinnis sýnt fram á ágæti sitt og mikilvægt tillag til þróunar ís- lenskrar leiklistar. Stööugt er hún kæfö í fæðingu. Jafnvel Alþýöuleikhúsiö sem sýnt hefur hvaö best úthald í þessari baráttu og verið raunhæfasti eöa réttara sagt eini valkosturinn utan ókleifra muster- isveggja ríkisstyrktu leikhúsanna er nú aö tærast upp vegna fjárskorts. Þessi afstaða er skilj- anleg í Ijósi þess aö slíkir leikhóþar eru oft og tíðum lítt auðsveipir ráöamönnum og beturmegandi borgurum þjóðfélagsins. Myndirnar tók Erika Rabau a' sýningu Fo í Berlín í september fyrir tímaritiö Svart á hvítu. Þróun íslenskrar alþýðuleiklistar, hefö hennar og saga hefur ekki verið rannsökuó hér að neinu marki miöaö viö önnur lönd. En jafnvel þó hefð alþýðu- leiklistar meöal þjóóa heims sé mismunandi og ætíö samofin sögu sérhverrar þjóðar, eru alltaf hliðstæður fyrir hendi. Sem og í baráttu lítilmagn- ans fyrir betri lífskjörum alls staöar í veröldinni. Sá sem einna mest hefur látiö þessi mál til sín taka í heimalandi sínu, bæöi fræðilega og í verki, er ítal- inn Dario Fo, íslendingum aö góöu kunnur fyrir létta og satíríska farsa eins og „Þjófar, lík og falar konur“ og ,,Sá sem stelur fæti er heppinn í ástum“. Þau verk eru þó aóeins léttvæg sýnishorn af þeim fjölmörgu verkum sem eftir hann liggja, á langri og starfsamri ævi. Dario Fo fæddist áriö 1926 í San Giano á Norö- ur-ítalíu, en ólst upp í litlu plássi í nágrenni Lago Maggiore rétt viö svissnesku landamærin meðal fiskimanna og smyglara. Hann hélt ungur aö árum til Milano til náms í arkitektúr. 1952 gaf hann arki- tektúrinn upp á bátinn og snéri sér aö ritstörfum og leiklist. Fyrsta kastið starfaöi hann viö ítalska út- varpiö þar sem hann vann upp gamlar alþýðu- sagnir af Sesari, Hamlet, Kain og Abel, Samson og Dalíu o. s. frv. Hann talaði til áheyrenda sinna í gervi Poer Nano, fátæks dvergs, og segir þeim ýmsar furöusögur af fyrrgreindum persónum. Þessar sögur hans eru hins vegar vart þekkjanleg- ar í sinni upprunalegu mynd, svo mjög hafa þær verió afskræmdar í borgaralegu samfélagi. í Poer Nano, alþýóudverginum sem feröast um borg og bý og fílósóferar um góöa siði, má þegar greina fyrir- rennara „Giullare", loddarans í Misterio Buffo, sem er lang vinsælasta persóna Fo fram til þessa, en aö honum verður vikiö nánar síöar í þessum pistli. Sögulega þróun beggja þessara persóna má rekja aftur til farandleikaranna á 15. og 16. öld. Fo hefur unniö merkilegt starf í því aö grafa upp þessa gömlu hefö og sýna fram á gildi hennar enn þann dag í dag. Um þetta leyti stofnaði Fo fyrsta leikhús sitt ásamt leikurunum og leikstjórunum Franco Parenti og Giustino Durano, Teatro Odeon di Mil- ano, en þaö féll fljótlega fyrir ritskoóunarhendi hins illræmda innanríkisráöherra Scelba. 1954 kynntist Fo svo konu sinni, Franca Rame, sem er af ítölsku leikhúsfólki komin og 1958 stofn- 6 SVART Á HViTU

x

Svart á hvítu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.