Svart á hvítu - 01.10.1978, Qupperneq 17

Svart á hvítu - 01.10.1978, Qupperneq 17
Plaisir d’amour # 2 Megas Fell Fell & fell úr firðinni endalausri órafirðinni einsog loftsteinn óeyðandi smýg & klýf tómið blámyrkvað geiminn hvolfið stirnt hvolfið sem lýsist smátt & smátt gufuhvolfið óeyðandi sofandi svefni títana fell & stöðvast & vakna & opna augun útfjólublá rafmögnuð röntgenaugu gægist gegnum mjóar rifur víkka & sé með augunum augnsteinunum krystalskúlum sé ég er í hlíðinni hátt brattri & lífið lifir í dauóanum á dauðanum eftir kröfum & lög- málum dauðans hlýðir svo boói sem banni það líður framhjá mér nakið hægt hægt & hreyf- inguna ég skynja hana ekki & hægara hægara myndirnar frjósa eða hratt hratt & allt verður grátt grátt & hálfgagnsætt & myndlaust svo hratt það sýnist líða einsog reykur áfram í hægð einsog í logni einsog í blæjalogni & hjá hraðara hraðara & nýjar myndir nýr sannleikur jafnrétthár verður til & skapast útúr grámanum í víóu sjónmáli í panórama við sjóndeildarhring sem er bjartur upplýstur niðri við jörð óséðum Ijósvörpum óskynjanlegs Ijósa- meistara mín? & myrkvast er ofar dregur & ég horfi í fullkominni kyrrð ró jafnvægi sjáandi haf & heyr- andi & strönd sanda & þverhnýptra kletta & sjófugla mávanna & land skriðið & þorp & líf & menn iðandi maurana & sjáandi kjarnsjáandi panem circenses &. Á haustin er mikið um dýrðir í sláturhúsi stað- arins staðiö viö bekki & borð að starfinu stúlkur konur í kappi karlar frammá kvöld alltfrá morgni verkandi misgeófelld líffæri fénaðarins daglangt drjúgir hringsnúast viövikapiltar í virkri gleðinni um & klæmast svosem þekking & hugmyndaflug framst leyfa ávarpa konur klámyrðunum sem valda vöngum roða ellegar stórum sérfræðilegri svörum á hraðbergi þeir hlæjandi hátt takandi þátt í öllu því sem fram fer á iði allt er á iði hávaðinn er kunn- áttusamlega kontrapúnktískt samansettur & slunginn er loftið endurómar skrækina hann klípur hann þuklar hann strýkur hlátra hlegna hátt & lengi klámið & allt & allt. Einsog í stórborg það er einsog í stórborg & allt iðandi kvikt af lífi skriðið lífi í þessum embættisbústað dauðans réttum hvítum að utan & fimmhyrndum þótt eitt sé með öllu ósýnilegt. & í sveitinni í kring er ekki síður mikið um að vera allir sem vettlingi geta valdið ömmuprjónuðum afa- þæfðum vinna að smölun fjárins réttun & rekstri en lausafólk & aðrir sem heimangengt eiga fá sér vinnu í miðpunkti dýrtíðarinnar sláturhúsinu en þangað eiga allir sín erindi. Bændur með fé sitt til slátrunar & að líta eftir vigt kjötsins flokkun & frá- gangi & að finna til sín húsmæður úr sveitinni & þorpinu sækja sér í slátur afkvæmi þorpsbúa fróð- leik í sarpinn fólk í vinnuleit. Menn kjósa vinnu í sláturhúsi þennan stutta tíma sem slátrun stendur jafnvel fremur annarri vinnu til langbúðar. Henni fylgir visst andrúmsloft & eftirsóknarvert sérstakt & mettað lífi fjöri spennu þar er ys & þys & þys & ys & vinnan hún fer fram líktog á færibandi sjálfvirk hver hefur sitt vissa verk að vinna án umhugsunar alltfrá því kindurnar eru komnar í réttina þartil að lyktum kjötmetinu hefur verið komið fyrir í frystinum. Menn finna á sjaldgæfan hátt til máttar síns eigin máttar enginn hlekkur keðjunnar má bresta þá stöðvast allur gangur sigurverksins. & hver maður er hlekk- ur & keðjan af holdi & blóði. í fjárréttinni sem gengur útaf vinstri hlið sláturhússins er fyrsti hlekkur keðjunnar konungur í ríki sínu smá en stóru nýtur frama embættisins í ríkum mæli enda standa hópar kring & hringinn & gæða hann tigninni. Hann velur úr ær & gimbralömb les mörkin klæmist við smástórbændurna himinhátt uppi í vímunni eig- endur hráefnisins auðsins í skítugum rifnum blá- göllum sínum æðsprungnir órakaðir brúnir taumar úr nösum húfur á höfðum skásettar meðan hann dregur í klofinu kindurnar til mannsins í hliðar- dyrum sláturhússins mannsins með helgrímuna & loftriffilinn. & hefst sá endasprettur áa & gimbra- lamba gegnum laghendur líksnyrtaranna sem fram fer í vinstri álmu hússins & lýkur í frostrósabeðinu forðabúri móðurjarðar & ísmeygilegra ormanna væddra hnífapörum & pentudúk með fullkomnum sigri kjötkaupmannsins. Börn þorpsbúa getin svo með sögulegum umræddum hætti uppvið frysti- húsveggi í hríð & blindum bil & afsíðis & á salernum & að húsabaki & á öðrum afviknum stööum í mið- depli hringferils þúsund stilkstæðra augna & við misvíxlun hjóna ellegar bara en passant einsog gerist & enginn veit hver hvar hvenær sem með öldungis ómerkum hætti innan vébanda hjónaher- bergis af samvígðum þau standa við dyr hússins opineyg & fylgjast með af frjóum & sönnum áhuga & þekkingarfýsn í virkri gleðivímu & af & til skreppa SVART Á HVÍTU 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Svart á hvítu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.