Svart á hvítu - 01.10.1978, Side 24

Svart á hvítu - 01.10.1978, Side 24
staðarbúa. Hún notaði þó jafnframt töfra sína á enn & æ fleiri karlmenn vegna metnaðar & svo kannske íþróttarinnar & lykilaðstöðu að vissu marki en einskis annars & hún var orðin heimavön í plássinu undir sláturlok. Þá var það einn dag aö hún kynntist M. Hann vann viö járnsmíðar & var logsuðumaður járnamaður & ófaglæröur vélvirki en handlaginn & furðu naskur á vélar af ýmsu tagi. Hann var hak- langur vangasvangur beinastór & loðinbrýndur nefljótur eineygður & ósymmetrískur með ein- dæmum. Hann var lágur vexti meö herðakistil & klumbufót & átti einkar auövelt með aö komast yfir það kvenfólk er hann kæröi sig um. Það var mál manna & sagnir um sagðar hann léti tattóvera psí á vissan viökvæman stað líkama síns fyrir hverja konu & mey er hann forfærði en þetta þótti benda til astrónómískrar stærðar. Lítið orð fór af almennri greind hans & varð það honum ekki til allósmárra trafala í hverju tilviki sjá að ofan en iðinn & laginn við smíðar sínar það var hann & lipur við útvegun heimatilbúins áfengis. Sá sem þyrstur er hann komi. Hver sem vill hann taki vægu verði lífsvatnið. Sjá nú er hagstæð tíð sjá nú er hjálpræðisdagur. Komið því allt er þegar tilbúið. Ef nokkurn þyrstir þá komi hann til mín & drekki. M. var maður vinsæll í plássinu & raunar útum nærlægar sveitir vegna vélvirkni sinnar & vökvans sem margan munaöi í. Hann hafði horn í síðu menntafólks honum var beinlínis illa við það: þessir skýjaglópar sem sést ekki í fyrir ryki sitja & rýna í einskisnýtar skræöur skrifaðar í fornöld í tuttugu ár & koma svo út sjá ekkert í kringum sig því stafirnir standa fastir í glyrnunum á þeim fannst það hreykja sér yfir hann & líka setja sig á háan hest & reigja sig: svo þykjast þeir þekkja betur lífið en við sem höfum lifað því sætu & súru meðan þeir hafa setið í gluggalausum byrgjum sínum byggðum úr bókum & aftur bókum & enn bókum fullum af þvættingi þeir þekkja ekkert né vita né skilja það erum við sem ættum að hreykja okkur hann fór ekki dult með meiningar sínar & heimsmynd hans & lífsskoðun var hómógen & þegar hann fékk bíl K. til viðgerðar þá gerði hann honum marga & ýmislega leynda skráveifu en gerói samvizkusamlega & vel við þaö sem undan var kvartaö. Stundum læddist hann út að næturþeli til þess að fikta eitthvað við bílinn honum til skað- ræðis. Oft kom það fyrir er K. var í mat eða af öðrum sökum ekki nálægur að M. leyndist til bílsins & læddi einhverjum fjáranum í vélarhúsið sem eng- anveginn átti þar heima & vildi ekki hlíta settum reglum heimilisfastra fjölskyldumeðlima. Væru á hann borin hermdarverkin gerði hann ekki minnstu tilraun til að þræta fyrir þau á nokkurn hátt en svaraði með útúrsnúningi af fíflalegasta tagi & eyöilagði þannig hina rökstuddu ákæru málflytj- andans sem venjulegast var K. sjálfur & byggðist algjörlega á alvörunni & fór slíkur málarekstur ævinlega á einn veg: útum þúfur. Kút fullan af bruggaðri ediksýru geymdi M. alltaf K. til handa kæmi hann & bæði um áfengi. L. varð ómótstæði- lega hrifin af M. júní ’69 Höfundur þessarar smásögu er þekktari fyrir söngva sína en smíö prósa. Sjálfur hefur hann kallað smásögur sínar, en þær eru um tuttugu og fimm, ritæfingar. Fæstar þessar smásögur hafa birst á prenti og er Svörtu á hvítu heiður af þeirri sem er hér aö ofan. Megas hóf feril sinn sem smásagnahöfundur og myndlistarmaður. Á árunum 1964 til 1971 vann Megas töluvert að smásagnagerð og birtist þá nokkuð af hugverkum hans, veigamest þeirra var Einsog kirkja. Að henni lokinni hóf hann smíði bálks um unaðssemdir ástarinnar og eru til meglndrög að þeim bálki — tuttugu sögur misjafnlega unnar í ýmsum gerðum i Handritasafni hans. Áætlun höfundar var að skrifa jafnmargar sögur um trega ástarinnar, en önnur verkefni voru meira að- kallandi og verkinu var ekki lokið. Plaisir d'amour er því yfirgefið verk og verður aldrei klárað. Samt má telja það víst að i bók- menntalegu yfirliti þessa tímaþils verði þessar sögur teknar með í reikninginn — sagan hér að ofan er vitnisbær um það. Páll Baldvinsson Ritskrá Megasar: Alexander mikli Fráfallið Sálin vaknar Skýið Einsog kirkja Plaisir d'amour 3. tbl. 39. ár Skólablað Menntaskólans í Reykjavík 3. tbl. 40. ár Skólablað Menntaskólans í Reykjavík óprentað handrit febr. 1967. Lesbók Morgunblaðsins 1. tbl. 1. árg. Núkynslóð 4. tbl. 1968 Neisti 4. (brot)júlí— ágúst 1978 Gamli Nói 1 — 20 handrit 22 SVART Á HVÍTU

x

Svart á hvítu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.