Svart á hvítu - 01.10.1978, Síða 37

Svart á hvítu - 01.10.1978, Síða 37
hreyst syrgjendur. Krissi mundi allt í einu eftir greiðslunni til hans, þ.e. honum flaug í hug að í kostnaðaráætlun útfararstjórans var innifalin þóknun til guðsmannsins. Krissi glotti með sjálfum sér við umhugsunina um þrestinn sem taldi sig eiga von á umbun. Prestur, sem að sjálfsögðu hélt slíkt hið sama, brosti á móti og lagði í kveðjuskyni bækling í hendur Krissa. Þegar mín stund rennur upp, hugsaði Krissi, ef af því verður. . . Krissi gaf síðan útfararstjóranum fyrirmæli um að kransinn skyldi gefinn, ekki á sjúkrahús, heldur á næsta hæli fyrir sjúk dýr og þar skyldi hann gefinn holdsveikri geit til átu, ef mögulegt væri. Útfarar- stjórinn tók þetta verkefni að sér virðulegur í fasi, en móðir Krissa hafði haft ofurást á geitum. Bæklingurinn frá prestinum var Fréttabréf til allra þeirra (þeggja? hugsaði Krissi) sem sóttu messu reglulega í Sankti Júda kirkjunni í Hammersmith prestakalli. Krissi las hann frá upphafi til enda þar sem hann lá á sófanum heima, sem nú var hans eign. Hann hjó eftir því hve ógætinn presturinn var í notkun upphrópunarmerkis sem auk þess var Ijótt í laginu, feitt strik yfir punkti. Auk þess var þarna að finna þýsn af stafsetningar- og málfræðivillum, en þær fyrirgaf Krissi prestinum allranáðarsamlegast. Síðan settist hann við skrifborðið sem nú var hans eign og skrifaði eftirfarandi bréf á lillablátt bréfsefni til Verðlags- og Vigtareftirlitsnefndar Hammersmith hverfis: Tilv.: Sankti Júda kirkjan Mall Rd. 28, London W. 6 Virðulegu embættismerm, Yður mun vera Ijóst af þessum pésa að samtök þau sem standa að prentun hans telja sig hafa á reiðum höndum „svör við öllum vanda, persónulegum, pólitískum og alþjóðlegumÉg væri yður afar þakk- látur ef þér vilduð rannsaka hvort þessi yfirlýsing hefur við einhver rök að styðjast og verði raunin sú að þarna sé fals og ýkjur á ferðinni, þá treysti ég yður til að höfða mál á hendur útgefendum, með tilvísun í viðkomandi klásúlur auglýsingalaganna. Virðingarfyllst, Krissi Malry Fimmti kafli — Einvígi orðhákanna Skaters og Wagners og uppljóstrun auk- nefnis þess síðarnefnda. Nú ætla ég að reyna að setja saman stuttar við- ræður milli Krissa og Skrifstofustjórans, eins og þær hefðu átt sér stað í raun og sannleika. Skrifstofustjóri: Malry, ég er þegar búinn að segja yður... Krissi: Hr. Malry, verið svo góður. Eða bara Krissi. Sama er mér. Sem yður þóknast. Skrifstofustjóri: Hver er það sem stjórnar þessu samtali? Krissi: Þér töluðuð um „vinsamlegt rabb“. Skrifstofustjóri: Maður tekur svona til orða. Malry, ég get varla . . . Krissi: Herra Malry, — ég verð að vera harður á þessu. Eða Krissi. Frá örófi alda hefur fólk fylgt ströngum reglum varðandi nafngiftir. Þér gerið á hlut minn með því að uþþnefna mig. Ég minni yður á undanfarnar styrjaldir. Notið nafn mitt rétt. Þögn sló á viðmælendur. Valdajafnvægi ríkti, — annar gat rekið en hinn sagt upp. Skrifstofustjórinn taldi að nú væri ekki rétti tíminn til hins fyrrnefnda. Hann afréð því að ræða við Krissa án þess að nafngreina hann. Skrifstofustjóri: Hvar voru þér eftir hádegi í gær? Krissi: Við jarðarför móður minnar. Skrifstofustjóri: Því báðuð þér ekki um leyfi? Krissi: Hún dó með litlum fyrirvara. Engum fyrir- vara reyndar, í fyrrakvöld. Skrifstofustjóri: En þér höfðuð samt tíma til þess að skipuleggja jarðarför hennar næsta dag? Krissi: Ég hafði ekki meiri tíma. Þetta er stutt skáldsaga. Síðan yppti Krissi öxlum og gekk á dyr, þar eð hann vissi að þeirri staðreynd var ekki hægt að svara. Á leiðinni yfir í sína deild, svall Krissa móður í brjósti yfir því að skrifstofustjórinn skuli hafa verið svona kaldranalegur varðandi andlát móður hans. Skrifstofustjórinn hafði eflaust talið sig vera harðan af sér, lausan við vífilengjur og alla óþarfa tilfinn- ingasemi. Þetta er Debít, hugsaði Krissi með sér og nú verður að finna eitthvað fyrir Kredít hliðina. Tvöfalda bókhaldið gilti. Það var ekki fyrr en síðar um morguninn að Krissi gat bókfært sér Kredít í staðinn. Eitt af óvirðulegri skyldum hans var að opna bréf til sinnar deildar á morgnana og þetta gerði hann nú samkvæmt venju og raðaði bréfunum niður í pantanir, reikninga og fyrirspurnir eða kvartanir. Mesta ánægju hafði hann af því að lesa kvartanirnar. Þennan dag kom eitt af mörgum bréfum frá veitingamanni sem hafði verið óheppinn í þeirri rússnesku rúllettu sem vörutilfærsla fyrirtækisins var. Kökur þær sem SVART Á HVlTU 35

x

Svart á hvítu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.