Birtingur - 01.12.1955, Blaðsíða 14

Birtingur - 01.12.1955, Blaðsíða 14
HEIMIR STEINSSON: Þegar hafaldan seglr Þrátt fyrir svæfandi veltu skipsins, öldu- gjálfrið við kinnungana og háttbundinn slátt keðjanna á þilfarinu ofan við höfuð hans, gat hann ekki sofið. Ljósa hárið og bláu, köldu augun frá sumrinu stóðu honum sífellt fyrir hugskotssjónum, þessi augu sem voru ýmist brosandi og opin eins og fyriheit eða hvöss og stingandi, rænandi hann allri sálarró. Hár- ið skolaðist í öldunum, sem skvettust uppá kýraugað við höfðalagið, lokkar þess vöfð- ust um fingur hans, kitluðu vangann, og rakar varirnar þornuðu í bylgjum þess. Og augun djúpu og bláu, augun sem starað höfðu á hann marga sumarnótt í þögulli spurn, augun sem hann hafði kafað til botns, leit- andi að gátu sumarsins og svarinu við henni, augun sem höfðu ýmist grátið blóði eða kysst hvítum perlum sóttu að honum spyrjandi, leit- andi, elskandi, ásakandi, ofsækjandi, brjáluð. Að lokum fann hann, að hugsanir tilveru hans leystust upp í æðisgenginn flótta og viti firrta skelfingu og allar ástríður hans runnu saman við fljótið, sem myndast í hug- skoti manns, þegar ógnin situr við upptökin. Og á flóttanum hafnaði hann uppi í litla salnum, en þar sat stúlkan, sem hafði verið honum samskipa það sem af var leiðinni, og horfði fjarrænum augum útí bláinn. Boglína hökunnar minnti hann á svarta gljáandi kisu, sem mann grunar að geti bitið, en er svo þægilega mjúk, að mann langar til að strjúka. Hann spurði, hvar skipið væri statt, af því að honum hugkvæmdist ekkert skemmtilegra í svipinn, en hún svaraði á sama hátt og á- vallt, eins og hún væri með hugann uppi í sveit: sagðist ekkert vita hvar skipið væri, ekki kæra sig um að vita hvar skipið væri, sagðist vera að fara til smáþorps á norðaust- urlandi. — Heimurinn er stór, sagði hann — kannski erum við að fara um allan heiminn. — Já ef til vill erum við á leið til gljúfurs- ins þar sem fossinn er að segja litlu blómi söguna um landið. Hann þóttist viss um, að hann hefði aldrei hitt jafn hreinskilna stúlku, og hann spurði hana, hvort hún vildi ekki koma niður og sjá bók, sem hann hefði meðferðis. Svona stúlka hlaut að hafa gott vit á bókum. En þegar hann var setztur við hlið hennar niðri i klefanum, rann upp fyrir honum, að bók hve athyglisverð sem hún er, jafnvel þó að hún geymi lausnina á því í hvaða tilgangi ókunnir járnhælar troði saklausa jörð, er ekki nálægt því eins merkileg og svona hrein- skilin stúlka. Og innan tíðar höfðu bylgjurnar ýtt því inní vitund hans, að þetta skip og þessi stúlka væru eitt, og brátt var hann einnig orðinn að þeim. Honum fannst það mjög skrítið, af því að hann hafði aldrei verið stúlka og þaðan af síður skip og hann fann eins og skipið finnur sjóinn, sem skellur á kinnungum þess og fiskarnir koma og hrækja á skipið og máninn glottir draugslega neðanúr djúpinu. Hann fann, að það var 1 raun og veru þetta sem hann hafði elskað allt sumarið, þessi ó- persónuleiki sem gefur allt og tekur allt án tillits og nafns, en er að fara til einhverrar hafnar á norðausturlandinu og kemur aldrei aftur. Og hann fann, að þetta var stúlkan í Ástralíu og stúlkan á Indlandi og Islandi, að þetta var stúlka heimsins um alla tíð. Morguninn eftir þegar hann vaknaði og kom upp á þilfar hafði hann það á tilfinning- unni, að hann væri kominn framhjá einhverju 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.