Birtingur - 01.12.1955, Blaðsíða 43

Birtingur - 01.12.1955, Blaðsíða 43
máli. Og allt í einu er maður eins og Hjalmar Gullberg staddur á meðal okkar — hann er með handrit að heilli ljóðabók í vasanum, á íslenzku. Og við vitum allt um ljóð hans sem við þurfum að vita. Sama máli gegnir um Nordahl Grieg. Þegar við heyrum minnzt á skáld sem heitir Auden, þá vitura við strax hvern við er átt. Og þcssi suðræni snillingur sem allt í einu tekur að lýsa eins og skær Betlehemssljarna í myrkrinu hér nyrðra, þannig að við fyllumst dapurlegri ástúð og ))rá eftir að sjá barnið eins og vitringarnir forðum — það er Garcla Lorca. Þann- ig mætti lcngi halda áfram. Það hefur verið sagt að Magnús Asgeirsson hafi haft sterkari og heilladrýgri áhrif á þróun íslenzkrar Ijóðlistar en nokkur annar maður á þessari öld. Eitt er víst; með snilldarþýðingum sínum gaf hann ungum íslenzkum höf- undum mið af því sem bezt var gert erlcndis af samtíma- skáldum. En hver er svo skerfur Helga Hálfdanarsonar? Hvaða frjómagn geta ung nútímaskáld sótt í þýðingar hans? Ljóðrænar smásetningar í gömlum stíl, sem er orðinn gljár af ofnotkun eins og sitjandi skrifstofumanns. Valið cr einkennandi: Frá Norðurlöndum þýðir hann á ellefu síður — 5 sfffur frá Noregi, 5 frá Danmörku, I — eina frá Svíþjóð. Eins og vitað er hefur sænsk ljóð- list að fornu og nýju staðið með töluvert meiri blóina en norsk og dönsk. Svo er cnn. Þótt dönsk og norsk ljóðskáld leggðu saman væru þau varla hálfdrættingar á við ná- granna sína, Svia. Karin Boye var að vfsu gott skáld, en kvæðið sem Helgi þýðir er varla með liennar betri ljóðum. Heppnari er hann með valið á cinu danska skáldinu: Kvæðið „Fölur morgunn" cftir Olc Sarvig er meðal ljósu blctta bókarinnar. Af þeim ellefu löndum sem eiga fulltrúa f bókinni er „lebensraum" Þýzkalands cinna rýmst: 19 siður — 12 skáld. Og cr jafnframt sá kaflinn sem minnst erindi á við ís- lenzkar nútfmabókmenntir — að undanskildum Rilke. Þýzk rósarómantfk orkar ekki lengur sefandi á taugar nútfma- mannsins. Þessi cinföldu sannindi voru þegar á strfðs- árunuin orðin Ijós Þjóðverjum sjálfum, enda beittu þeir henni sálvísindalega til pyndingar fanga í hinum alræmdu fanpabúðum sfnum. Ein aðferðin var sú að láta fangana tnarséra tímunum saman í snæþöktum fangelsisgarðinum <>g syngja Röslein. Rösleinl Höfuðgallinn á ljóðaþýðingum Helga Hálfdanarsonar er að mínu viti sá, að smekkur lians er bundinn horfnum sjónarmiðum. Þessvegna velur liann kvæffi sem ckki kom- ast f Iffrænt samband við fslenzkar nútfmabókmenntir — °g bók lians fer erindisleysu. Af verkum erlendra stór- nieistara nútfmans vclur hann einkuin rfmuö smáljóð, þótt höfuðeinkenni þessara höfunda liggi yfirleitt á öðrum sviðum. Annaðhvort er þýðandinn hræddur við rfmleysur, eða hann hefur ekki betra vit. Mér er sagt að hann liafi þýtt Rubayat upp að nýju J annarri bók — til hvers? Ef til vill til að mæla snilld sína með Magnús Ásgeirsson sem mælistiku? Nema honum hafi ekki fundizt Magnús þýffa nógu vel? Ég veit ekki. En hitt grunar mig, aff Hclgi Hálfdanarson velji einkum rfmuð kvæði til þýðingar til aff geta notað rfmið sem mælistiku á leikni sína (þótt slíkt viðhorf minni frcmur á iðnaðarmann en alvarlcgan túlkanda skáldskapar). En hver er þá leikni hans, t. d. í notkun stuðla? Hér er sýnishorn: „Ef menn frétta mitt lát þá stund sem við dyrnar stara þcir upp í stjörnu-hiininsins blikandi vetrarskart . . . .“ Og hér er annað: „Þar finn ég ró og hvíldin sem hnígur mild og góð seytlar hægt úr morgunþokunnar dögg og hreiðurkvaki; þar glitrar næturkyrrð, og meðan kulnar dagsins glóð cr kvöldið fullt af smáu vængjablaki." Þessi tvö sýnishom cru úr sömu opnu. Og hér er hið þriðja: „Lát það vera gleymt eins og löngu fölnuð blóm eins og loga sem eitt sinn sló gullnum blæ; lát það vera gleymt um aldur og ár undir ellinnar silfursnæ." Þýðandi sem lcggur metnað sinn í að nota rím og stuðla, ætti að vanda sig betur. Nú hef ég lengi og óvægilega deilt á þessa saklausu hók Helga Hálfdanarsonar. Ég vil taka það frarn að mér hefði aldrei dottið í hug að beita sleggjunni, ef fleipur Helga Sæmundssonar hefði ekki eggjað mig til þess. Þessi umsögn cr fremur hugsuff sem andmæli við fullyrðingu en ciginlegur ritdómur. Ef þetta er ritdómur, þá er það lielzt ritdómur um ritdóm Helga Sæm. Og væri ckki van- þörf á að fleiri íslenzkir blaffadómarar yrðu tcknir til bæna jafnóðum og þeir villa um miff í íslenzkum bók- mcnntum. Að frádregnum öllum mannjöfnuði er bók Helga Hálf- danarsonar það sem kallað er þokkalegt, þýðandinn er lag- Uekur :i stemningar og gerir margt fallega. Handbragðið á þýffingunum er yfirlcitt viðfelldiff, og öðru hvcrju rekst maður á ljóð sem maÖur gctur lesið sér til yndis. Mér þykir líklegt að Helgi sé fær um að gera allmiklu betur, ef hann setur markið hærra og vinnur markvissar að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.