Birtingur - 01.12.1955, Blaðsíða 9

Birtingur - 01.12.1955, Blaðsíða 9
T H O R VILHJÁLMSSON: Talað við Ma Shao-po Ma Shao-po er varaforseti Pekingóperunn- ar og gengur næstur forsetanum Mei Lan- fang sem Kínverjar kalla höfuðsnilling. Auk þess er hann víðkunnur leikritahöfundur og talinn merkur heimildarmaður um þau fræði er lúta að fornum sjónleikjum í Kína. Hann er einstaklega heillandi maður í við- kynningu og látlaus tigin framkoma hans hlýtur að afla honum virðingar þess sem á tal við hann. Hann er meðalmaður á hæð grannur, andlitssvipurinn hreinn og mildur, enginn harður eða hrjúfur dráttur í því held- ur allt viðkvæmt og mjúkt og vitnar um mik- inn næmleik og ljósar gáfur. Það sem hér fer á eftir er byggt á upp- lýsingum sem Ma Shao-po veitti mér í við- ræðum af mikilli þolinmæði og ljúfmennsku. Ég lét í ljós áhuga að vita um afstöðu alþýðu manna í Kína til Pekingsöngleikjanna. Ma Shao-po sagði að þeir væru ómissandi þáttur í lífi alþýðunnar, án þeirra gæti hún ekki verið. Menningarvilji er mjög ríkur með- al kínversku þjóðarinnar allrar sem nýtur listar og iðkar hajna í margbreytilegustu myndum. Það eru til 130 mismunandi form leiklistar sem öll þrífast vel. Auk þeirrar list- ar sem stendur á gömlum merg er iðkuð nýtízku leiklist með Vesturlandasniði, kvik- myndir, tónlist, dans: flest það sem einkenn- ir nútímalíf. Gamalt og nýtt dafnar hlið við hlið og lifir frjóu lífi. Allir þurfa á list að halda í lífi sínu. Áhorfendur sitja á leiksýn- ingum heillaðir. En alþýðan getur líka skipu- lagt sjálf sýningar á hinum fornu söngleikj- um: skólar, verksmiðjur, þorp hve smá sem þau eru: allir hafa sinn eigin leikflokk. Þannig er allt menningarlífið mjög auðugt, segir Ma. Listin er enginn munaður í Kína heldur lífsnauðsyn. Ma Hung-ling i hlutverki apakonungsins. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.