Birtingur - 01.12.1955, Qupperneq 9

Birtingur - 01.12.1955, Qupperneq 9
T H O R VILHJÁLMSSON: Talað við Ma Shao-po Ma Shao-po er varaforseti Pekingóperunn- ar og gengur næstur forsetanum Mei Lan- fang sem Kínverjar kalla höfuðsnilling. Auk þess er hann víðkunnur leikritahöfundur og talinn merkur heimildarmaður um þau fræði er lúta að fornum sjónleikjum í Kína. Hann er einstaklega heillandi maður í við- kynningu og látlaus tigin framkoma hans hlýtur að afla honum virðingar þess sem á tal við hann. Hann er meðalmaður á hæð grannur, andlitssvipurinn hreinn og mildur, enginn harður eða hrjúfur dráttur í því held- ur allt viðkvæmt og mjúkt og vitnar um mik- inn næmleik og ljósar gáfur. Það sem hér fer á eftir er byggt á upp- lýsingum sem Ma Shao-po veitti mér í við- ræðum af mikilli þolinmæði og ljúfmennsku. Ég lét í ljós áhuga að vita um afstöðu alþýðu manna í Kína til Pekingsöngleikjanna. Ma Shao-po sagði að þeir væru ómissandi þáttur í lífi alþýðunnar, án þeirra gæti hún ekki verið. Menningarvilji er mjög ríkur með- al kínversku þjóðarinnar allrar sem nýtur listar og iðkar hajna í margbreytilegustu myndum. Það eru til 130 mismunandi form leiklistar sem öll þrífast vel. Auk þeirrar list- ar sem stendur á gömlum merg er iðkuð nýtízku leiklist með Vesturlandasniði, kvik- myndir, tónlist, dans: flest það sem einkenn- ir nútímalíf. Gamalt og nýtt dafnar hlið við hlið og lifir frjóu lífi. Allir þurfa á list að halda í lífi sínu. Áhorfendur sitja á leiksýn- ingum heillaðir. En alþýðan getur líka skipu- lagt sjálf sýningar á hinum fornu söngleikj- um: skólar, verksmiðjur, þorp hve smá sem þau eru: allir hafa sinn eigin leikflokk. Þannig er allt menningarlífið mjög auðugt, segir Ma. Listin er enginn munaður í Kína heldur lífsnauðsyn. Ma Hung-ling i hlutverki apakonungsins. 7

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.