Birtingur - 01.12.1955, Blaðsíða 37

Birtingur - 01.12.1955, Blaðsíða 37
leikinn á neinum öðrum tíma en hann gerði. Má af þvi marka, að ýmislegt í viðburðarrás síðustu ára hafi orðið honum sérstök hvöt til að hefjast handa. Barnalegt kukl nokkurra ungmeyja úti í skógi og það, að púrítaninn séra l’arris skuli konia þar að þeim, verður til að hrinda skriðunni af stað. Og áður en varir vex htin svo, að enginn cr lengur óhultur, jafnvel ekki gæðakonan Rehekka Nurse. Það hcfur lengi þótt einkenni á myrkra- höfðingjanum að vera ekki við cina fjölina felldur. Hann er allstaðar að finna, og ef menn ekki finna hann á ein- hverjum stað, er ástæðan aðeins sú, að ekki hefur verið leitað nógu vel. Fólk cr unnvörpum fangelsað og ákært fyrir galdra, og þeir sem ckki gcra játningu cru hengdir. Sannanir eru engar á þetta fólk (og geta heldur ekki verið) aðrar cn vitnishurður hinna hýsterísku ungmcyja sem verða ]>vi dýrðlegri og óvéfengjanlegri sein þær koma fleirum í gálgann. Leikurinn endar á því, að lióndinn Jón Proetor er leiddur út til aftöku eftir að hafa tekið játningu sína aftur Proctor og kona hans eru, skv. því sem scgir í leikskrá, einti persónurnar í leiknum sem ekki eru sannsögulegar, enda standa þau sem samnefnari allra þeirra cr fyrir of- sóknunum verða. Um sýningu Þjóðlcikhússins á leik þessum er ]jað skemmst að segja, að hún cr afburða góð, og á leikstjór- inn þar mikinn hlut að máli. Stjörnuleikur er enginn, cn samleikur með ágietum og heildaráhrif sýningarinnar mjög sterk. Nokkrir ungir, lítt þekktir leikarar koma þarna fram, og virðast þeir allir mjög efnilegir. Eitt við þessa sýningu scm er óvanalegt hérlendis er stemningin sem tekizt hefur að skapa á sviðinu, stemning sem er svo sterk, að hún grfpur allan salinn og maður lifir og hrærist í andrúmslofti leiksins. Þar sein þessa stemningu vantar vill oft rísa ósýnilegur veggur milli sviðsins og áhorfenda, og maður horfir á það sem fram l'er á sviðinu eins og maður sé að horfa inn um búðarglugga á spankúlerandi og gestikúlerandi gínur. En ekkert slíkt verður uin þessa leiksýningu sagt. Hún mundi sóma sér vel í beztu leikhúsum úti í hinum stóra heimi. Þar sem Þjóðleikhúsið hefur nývcrið minnst fimm ára starfsemi sinnar með útgáfu einskonar afmalisrits væri ekki úr vegi að nota tækifærið til að minnast lítillega á þessa starfsemi. Ég held, að ekki vcrði með ncinni sann- girni annað sagt en það hafi að öllu samanlögðu rækt hlutverk sitt með prýði. Það er ungt og komið hefur fyrir að það hefur sýnt meiri dirfsku í efnisvali en maður á að venjast af hliðstæðum stofnunum. Má í því sambandi minna á sýningu leikritsins „Lokaðar dyr“. Það hefur alltaf staðið töluverður styrr um það, og oft hefur verið á það deilt sem er bæði gott og nauðsynlegt, þótt sumt af ádeilunni hafi óneilanlcga virzt sprottið af hvötum alls óskyldum umhyggju fyrir fögrum listum. G' K. f---------------------------------------------------- BIRTINGUR Ritstjórn: Einar Bragi (áb.), Suðurgötu 8, Geir Kristjánsson, Tjarnargötu 10A, Hörður Ágústsson, Laugavegi 135, Jón Óskar, Blönduhlíð 4, Thoi Vilhjálmsson, Karfavogi 40. * Kemur út fjórum sinnum á ári. Árgangur til áskrif- cnda kr. 60.00. Lausasöluverð kr. 20.00 heftið. Efni í ritið sendist einhverjum úr ritncfndinni. Hörður Ágústsson gerði kápuna — Birgir Eydal prentaði ritið. Afgreiðsla: Veghúsastíg 7 — sími 6837. Myndamót: Litróf h.f. PrentsmiÖja 1‘jóðviljans h.f. «.___________________________________________________> 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.