Birtingur - 01.12.1955, Blaðsíða 25

Birtingur - 01.12.1955, Blaðsíða 25
Þó að sprengjur og eldur hafi ekki dunið á ís- lenzkum æskulýð þá slítur hann barnsskón sínum mitt í öryggisleysi því sem fylgir dyn herflugvéla, fallbyssuskotum og sýrenuvæli, íslendingar hann hrærist á barnsaldri í um- ærast hverfi sem plantað er sandpokavígj- um, gaddavír og útlendum mönnum með alvæpni. Skapgerð hans mótast á því tímabili í sögu landsins þegar allt flýtur í peningum og ís- lendingar sleppa svo fullkomlega fram af sér beizl- inu í ólifnaði og bruðli að lengra verður vart komizt í þeim efnum. Og þótt stríðinu sé lokið fyrir all- löngu, þá hefur ekkert lát orðið á bruðlinu og segja má að enn ríki ófriðarástand að nokkru leyti; blöðin voru til skamms tíma dag hvern full af stríðskjafthætti og frásögnum um atómsprengjutil- raunir og vofeiflegar afleiðingar þeirra, auk þess sem enn hvílir bölvun erlendrar hersetu eins og mara á landinu og eitrar þjóðlífið. Til viðbótar hinum almennu spillingaráhrifum, sem af hersetunni leiddi á stríðsárunum gerist svo það, að einangrun landsins er rofin strax í striðs- byrjun, landið kemst fyrirvaralaust í þjóðbraut og þá byrja unglingarnir að glata þjóðerni sínu. Er auðvelt að gera sér í hugarlund með hverjum hætti það verður. Yfir landið rignir kvikmyndum úr bandarísku þjóðlífi, og þær eru skaðlegar á tvennan hátt, í fyrsta lagi eru þær heimskandi að níu tí’indu hlutum, í öðru lagi er bakgrunnur þeirra óvenju fagurt land og auðugt og velmegun þar slík sem gerist mest á jarðarkringlunni. Þegar svo illa upplýstur æskumaður ber saman þessi tvö lönd, þá er ekki von á góðu, annars vegar er auð- ugasta þjóð veraldar, hins vegar fá- Örlagaríkuv tæk smáþjóð á hjara heims. Ung- saman- lingurinn Htur skiljanlega í kring- burður um sig í leit að einhverju sem vegið getur upp á móti glæsileik stórþjóð- arinnar, sem sífellt blasir við honum á kvikmynda- tjaldinu, en hann kemur ekki auga á neitt þjóð- legt, engin sýnileg tákn um afrek og manngildi forfeðranna, ekkert sem vakið getur þjóðernis- kennd hans. Það sem hann sér er útlend stein- steypa, járn og gler, en ekki einu sinni svo mikið af þessu að það komist í neinn samjöfnuð við svo mikið sem minnstu bæi í Bandaríkjunum. Forn- bókmenntir lands síns, svo til eina afrek forfeðra hans, en að sama skapi stórt, þekkir hann ýmist ekki eða kann ekki að meta, og er því enginn styrk- Æshau veitir lijsglefíi sinni útrás. ur í þeim; hann gerir sér ekki heldur ljóst að land hans er að rísa upp úr sjö alda áþján. Hann glatar þjóðerni sínu, hættir að vera íslendingur, vill vera Ameríkani, en verður ekkert. Og svipuð er saga þeirrar æsku sem nú er að vaxa úr grasi og fjöl- margra fullvaxta manna líka. Síðan lýkur stríðinu, og hinar ýmsu pestir sem upp gusu í íslenzku menningarlífi á slríðsárunum eru heldur í rénun, þ. á. m. ófögnuðurinn sem fylgdi kvikmyndunum frá Bandaríkjunum; kvik- myndahússeigendur eru farnir að leita sér fanga á evrópskum kvikmyndamarkaði, ýmislegt stendur til bóta þótt hægt fari, og menn eru farnir að líta ögn bjartari augum til framtíðarinnar. En þá þyng- ir snögglega í lofti þoka dimm, nú Þyngir í af völdum íslendinga sjálfra, og upp lofti gýs í landinu ómengaður menning- arlegur svarti dauði. Svo kölluð has- arblöð, bandarísk að uppruna, þar sem menn eru skotnir, kyrktir og hengdir, konum nauðgað og Hk étin, komast í umferð og ganga kaupum og söl- um milli barna. Um síðir er snúizt gegn þessari viðurstyggð og hún kveðin niður; er þá kyrrt um hríð, en skyndilega byrja púkarnir aftur að dansa. Útgáfa glæpatímarita í stórum stíl hefst, í þetta sinn fyrir fullorðna, og upphefst nú hátíð mikil hjá útgefendum, prentsmiðjum og bóksölum og stendur sú fiesta enn; hvert ritið rekur annað, þau eru prentuð í risaupplögum, tugþús- Hátíð undir eintaka, en markaður er óþrot- djöflanna legur — og ritunum fjölgar enn, upplögin ná lýgilegri tölu og út- 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.