Íslenzk tunga - 01.01.1960, Side 20

Íslenzk tunga - 01.01.1960, Side 20
18 MALLDÓR HALLDÓRSSON danar xögu Brönujóstra er frásaga af hring, sem gerir kleift að sjá fyrir, hver dauðdagi mönnum er ætlaður.a(i Og í Þjalar Jóns sögu er gelið hrings, sem var með mörgum náttúrum, gat t. d. gert eigandann ósýnilegan og valdið því, að sá, er hafði, mátti eigi farast.37 Sum þessara söguefna kunna að vera af erlendum toga og svo seint komin til Norðurlanda, að vart er gerandi ráð fyrir, að þau hafi orðið tilefni orðtaks, sem allar líkur benda til, að sé fjörgamalt, eins og síðar verður vikið að. En hvað sem því líður, er öruggt, að trú á töframátt hringa er ævaforn á Norðurlöndum. Má í því sambandi minna á sagnirnar um Draupni'A8 og Andvaranaut,39 sem báðir höfðu þá náttúru að ala af sér nýja hringa. Þeir eru því báðir hreinir töjrahringar. Einhver merkasta heimildin um forna trú á töfrahringa á Norður- löndum — og sú, er bezt skýrir tilkomu orðtaksins — er Völundar- kviða, eins og Guðbrandur Vigfússon réttilega víkur að, þótt lauslega sé (sbr. bls. 13 hér að framan). Ég skal ekki ræða aldur kvæðisins, en hins má geta, að fræðimenn eru sammála um, að kvæðið geymi mjög forn minni. Það kann vel að vera, að kvæðið sé í því formi, sem við þekkjum það, að einhverju leyti úr lagi fært, og vafalaust eiga sum efnisatriði þess rætur að rekja til minna, sem eru miklu eldri en kvæðið i því gervi, sem það hefir varðveitzt í. Það liggur utan við svið þessarar ritgerðar að kryfja þessi mál til mergjar. Völundar- kviða, eins og hún hefir geymzt í Eddu, er nægilega ljós til þess, að enginn þarf að velkjast í vafa um, að hún geymir minni um sterka trú á töfrahring. Þó er aldrei sagt í kvæðinu berum orðum, hver náttúra hringsins sé, og það þarf engan veginn að vera, að höfundi kvæðisins hafi verið það fyllilega ljóst. Við höfum því miður ekki heimildirnar að þeim söguefnum, sem höfundurinn notaði sem uppistöðu í kvæði sitt, og getum því ekki fullyrt neitt afdráttarlaust um þetta atriði. 1 7. vísu Völundarkviðu segir frá því, að Völundur á sjö hundruð 36 Sama rit, III, 576—577. 37 Sagan af Þjalar-Jóni (útg. Gunnl. Þórðarson; Reykjavík 1857), 29. 38 Edda Snorra Sturlusonar, I, 176—178. 3n Sama rit, I, 352—356.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Íslenzk tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.