Íslenzk tunga - 01.01.1965, Page 108

Íslenzk tunga - 01.01.1965, Page 108
106 ÚR FÓRUM ORÐABÓKARINNAR V Loks er á það að líta hversu elztu dæmin um orðið dóni koma heim við þá kenningu að orðið sé runnið frá skólapiltum í Skál- holti, eins og Jón frá Grunnavík segir. Elzta dæmið í söfnum Orða- hókar Háskólans er úr Ekkjurímu, sem eignuð er Bjarna Jónssyni Borgfirðingaskáldi og ætti því að vera ort á fyrri helmingi 17. ald- ar. Þar stendur í 63. erindi: „Geta skal um frænings fróna / foldu, einn sem tældi dóna.“9 Orðið er hér notað um biðil sem var meira en í meðallagi grunnhygginn, enda fékk hann makleg málagjöld eftir því. Annað dæmi frá 17. öld er í Hornfirðingakvœði Stefáns Ólafs- sonar: „Á laugardaginn að liðnu nóni / leit eg bæ hjá sjávarlóni, / þar kom út einn digur dóni / dulum vafinn allur grá.“10 Orðið láknar hér ómenntaðan bóndadurg. Þriðja dæmið frá 17. öld er í Olgeirsrímum Guðmundar Berg- þórssonar (XLV 62), sem ortar voru 1680: „Bezt mér lízt að bænir dóni / banginn syngi,“13 en þar er orðið notað sem skammaryrði um einn kappa sögunnar, og hefur því þegar fengið víðtækari merk- ingu en um ómenntaðan mann. Fjölda dæma mætti tilfæra frá 18. og 19. öld, en eins og áður er sagt er merkingin oftast ‘óskólageng- inn, ósiðaður maður’, t. d. í Skipafregn (ortri 1734): „Vorið langt / verður oft dónunum / heldur strangt“; og frá 19. öld má nefna til- svar Rósu við Guðmund Hölluson: „Hvaða rustíkus eða dónsi ertu.“12 En í þessu tilsvari er augljóst samhengið við Vergil-tilvitn- unina, þar sem báðar einkunnirnar koma heim við hana. Um höfunda elztu dæmanna er það skemmst að segja að Stefán Ólafsson gekk í Skálholtsskóla, en um Bjarna BorgfirÖingaskáld er ekki vitað hvort hann var skólagenginn. Þó er margt í kveðskap hans 8 Stakar rímur jrá 16., 17., 18. og 19. öld. Finnur Sigmundsson bjó til prent- unar (Rit Rímnafélagsins IX; Reykjavík 1960), 18. 10 Kvœði eftir Stefán Ólafsson. I (Kaupmannahöfn 1885), 190. 11 Olgeirsrímur danska eftir Guðmund Bergþórsson. Björn K. Þórólfsson og Finnur Sigmundsson bjuggu til prentunar (Reykjavík 1947), II 534. 12 Jón Þ. Thoroddsen, Piltur og stúlka (2. útg.; Reykjavík 1867), 180.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Íslenzk tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.