Vera - 01.12.1989, Side 4

Vera - 01.12.1989, Side 4
Ljóð eftir Dísu: Sorgin og sælan Himininn grætur tárum sínum ofan í tjörnina sem stækkar og dýpkar og blánar, og sólin nýtur sín enn betur í spegilmyndinni næst þegar rofar til. Skjaldbakan finnur haustið nálgast skríður langt ofan í blómabeð og dreymir sumarið vetrarlangt, kemur síðan upp með vorlaukunum til að láta drauma sína rætast. Litli bróðir Heil vika heil eilífð börnum bannaður aðgangur að börnum. Leigubíll mamma og böggull stórt sköllótt höfuð svo mjúkt svo mjúkt, hvenær kemur röðin að mér að strjúka? Sumir eiga ekki afturkvæmt úr moldinni. Húsráð Til þess að lifa af Ekki hugsa um það ekki hugsa borðaðu borðaðu skyr sem stíflar allar leiðir hugsana þinna til sársaukans; sannleikans. Hjarta fullt af skyri finnur ekki til gleðst ekki bara slær slær og slettir skyri. Brauð handa hungruðum heimi 6-8 sneiðar á dag. Þegar hugsanirnar vaxa yfir höfuðið er gott að taka kúfinn og raða honum snyrtilega á hvítan pappír. NÁMSKEIÐ UM KONUR OG KERFIÐ Næsta sumar mun Lýðháskólinn í Kungálv í Svíþjóð standa fyrir námskeiði um konur og kerfið með sérstöku tilliti til þess sem hefur verið að gerast í kvenna- baráttu á íslandi. Heiti námskeiðs- ins er ,,Mand-inde eller kvinde- lighed?“ sem í beinni þýðingu hljóðar: „Karl-ynja eða kvenna- jafnrétti?“ Verður námskeiðið haldið 4.-10. júní á íslandi ef til þess fæst fjárstuðningur, annars í Kungálv. Sú sem skipuleggur námskeiðið er Eva Skærbæk en hún er guð- fræðingur og danskur lektor við skólann. í samtali við VERU sagði 4 hún að hugmyndin að baki nám- skeiðinu væri sú, að skoða hvort konur verði eins og karlar þegar þær fara inn í kerfið og ef svo er, hvort það sé nauðsynlegt. Mark- miðið væri svo að reyna að greina hversu langt á veg við erum komn- ar í kvennabaráttunni og þar kem- ur til sögunnar sú sérstaka leið sem skilað hefur árangri á íslandi, þ.e. kvennaframboðin. Kastljósi kvenna verður beint að hagfræð- inni, valdinu, fjölmiðlunum, tungumálinu, menntuninni og kynferðinu. Fyrirlesarar verða frá öllum Norðurlöndunum en frá íslandi verða m.a. Guðný Guð- björnsdóttir lektor, Lilja Móses- dóttir hagfræöingur og Valgerður Bjarnadóttir verkefnisfreyja hjá BRYT. Sjálfsagt þekkja fremur fáar konur Lýðháskólann í Kungálv. Það er mjög miður því þetta er hin merkasta stofnun sem heldur á ári hverju fjölmörg áhugaverð nám- skeið sem eru opin fólki af öllum Norðurlöndunum. Skólinn er rek- inn af norrænu ráðherranefndinni og geta fslendingar sótt um styrk til skólans til að mæta þeim kostn- aði sem þeir hafa af Jtví að sækja hann um svo langan veg. Skólinn leggur höfuðáherslu á fullorðins- fræðslu af ýmsu tagi og lykilhug- tökin f Jteirri fræðslu eru nýsköp- un og þróun. Það liggur í orðanna hljóðan að skólinn þarf að fylgjast með nýjum hugmyndum og ftað virðist hann gera. Nýjar hug- myndir kvenna hafa t.d. átt greið- an aðgang að honum. Þeim, sem vilja fá nánari upplýsingar um skólann og það sem hann hefur upp á að bjóða, er bent á Reyni Karlsson í Menntamálaráðuneyt- inu en hann á sæti í stjórn skólans fyrir íslands hönd. -isg

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.