Vera - 01.12.1989, Blaðsíða 16

Vera - 01.12.1989, Blaðsíða 16
Takmörkun barneigna og fóstureyð- ingar eru mjög mikilvægar í þessu sambandi. Bændakonur hafa tíðkað hvort tveggja frá ómunatíð, óháð því sem bókstafurinn býður. Það sem er ólíkt nú á dögum er að núna höfum við heila kynslóð kvenna sem stóð fyrir framan þinghúsið með hendur á mjöðmum og sögðu, ,,Þetta er mitt leg og ég vil stjórna því.“ Það sem hefur gerst frá 1968 er að þær hafa byggt upp vissa tegund af anarkíi og ákveðið virðingarleysi — sem löng- um hefur viðgengist meðal bænda — gagnvart áhrifavaldi, hvort sem það er áhrifavald kirkjunnar eða ríkisins. Jafnvel á tímum fasismans, þegar ströng viðurlög voru við takmörkun barneigna og fóstureyðingum, fjölg- aði fóstureyðingum. Mussolini vildi aukna frjósemi en ítalskar konur drógu úr henni. Konur sýndu and- stöðu sína við fasismann á ýmsa vegu og hluti af henni birtist í því viðhorfi að þetta væri þeirra líkami og þær vildu ráða honum sjálfar. Ertu meö þessu aö segja aö trúin hafi alls engin óhrif á kvenna- hreyfinguna? Jú, hún hefur það og það er einmitt mjög athyglisvert. Ég held að þær breytingar sem við getum náð fram á trúarlegum stofnunum skipti sköp- um fyrir femínismann. Það sem hefur verið að gerast á Ítalíu síðan á sjötta áratugnum, með Jóhannesi XXIII og nýju vinstri hreyfingunni, er að það hefur orðið til vinstri sinnaður kaþólismi sem er mjög vinsamlegur öllum femínískum hugmyndum. Það á sér stað einskonar endurtúlkun á allri kirkjusögunni sem nálgast mjög sýn mótmælenda á guðspjöllin. En það fólk sem fyrir þessu stendur er engu að síður kaþólikkar, það býr á Ítalíu og það er mjög róttækt. Þetta fólk segir hluti eins og, ,,við erum að byggja upp kommúnisma frá grunni." Þau eru mjög róttæk í menningarlegu tilliti og eiga ekki í neinum vandræðum með að bjóða byrginn fyrirmælum kirkjunnar um hvað sé rétt og hvað sé röng kynhegð- un. Það má segja að ítalskar konur hafi leitt hjá sér kenningarkerfi kaþólsku kirkjunnar í 2000 ár að því leyti að þær líta svo á að þú verðir að vera heil í þinni eigin trú; þær vilja vita hvort þú ert trúuð en ekki á hvað þú trúir. Þær kalla sjálfar sig ,,hinn helming kirkjunnar". Lidia Menapace, sem er mjög virt fyrir þátttöku sína í kvennapólitísku starfi, lýsti því yfir á sjöunda áratugn- um að ,,kirkjuleg yfirvöld hefðu svikið boðskap guðspjallanna" með því að krefjast hlýðni, auð- sveipni, aðlögunar og tilslökunar við ríkjandi ástand í stjórnmálum og efnahagsmálum. Kirkjan tengir synd og kynferði; á fáránlegan hátt tengir 16 hún syndina við konur og hún þröngvar sínum gildum upp á samfé- lagið (sbr. afstöðu hennar til skilnað- ar og fóstureyðinga). Kvennaguð- fræði tengist aftur á móti róttækri sýn á Biblíuna, frelsunarguðfræðinni og nýju vinstri hreyfingunni á Ítalíu. Það sem femínistar kalla ,,guðspjöll án ritstýringar“ hafa ítalir ástundað frá ómunatíð. Þeir hafa aldrei litið svo á að pápískt kenningarkerfi eigi að ákvarða líf þeirra, og þetta á sérstak- lega við um konur vegna þess að þetta kerfi hefur alla tíð verið konum fjandsamlegt. Konur hafa einfaldlega gert það sem þær hafa orðið að gera; þær hafa kannski átt í brösum með samvisku sína en þær hafa vissulega notfært sér getnaðarvarnir og fóstur- eyðingar. Það sem aðskilur Ítalíu frá — við skulum segja Bandaríkunum — er að vinstri sinnuð túlkun á stjórnmálum og samfélagi á svo sterk ítök í fólki að það lætur sér ekki detta í hug að ræða fóstureyðingar án þess að taka tillit til aðstæðna þeirrar konu sem í hlut á; hvort nýtt barn myndi auka fátækt hennar og erfiðleika við að ala upp þau börn sem hún á fyrir. Það er rík hefð fyrir því meðal ítala að líta á lífið út frá efnahagslegum þátt- um en á sama tíma eru þeir mjög and- lega þenkjandi. En trú þeirra er ekki yfirskilvitleg, hún er raunsæ og Madonnan er táknmynd allra mæðra. Það sem mér finnst svo heillandi er að konur á Ítalíu eru að móta guð- fræði þar sem þær leggja áherslu á ,,kirkju“ kvenna, hugmyndir frum- kristninnar um konur sem kirkjuna áður en þessar hugmyndir voru skrumskældar af kirkjufeðrunum. Þetta er alveg ný aðferð við að skoða frumkristnina út frá sjónarhóli kvenna. Það eru jafnvel til femínískar nunnur eins og Adriana Zarri sem barðist fyrir því að réttur til skilnaöar og fóstureyðinga væri lögleiddur og með baráttu sinni vonaðist hún til að hafa áhrif á kirkjuna. Hún er klaustur- nunna og það er ekki hægt að reka hana úr kirkjunni. Manstu hvernig páfinn fór með þessar vesalings amerísku nunnur sem reyndu að láta í ljós álit sitt á fóstureyðingum? Að ýmsu leyti geta ítalskar nunnur verið mun meira ögrandi vegna þess að páf- inn er ekki mjög guðumlík vera í þeirra augum. Þær hafa haft sinn páfa í 2000 ár. Þær samsama sig ekki á nokkurn máta þeim páfa sem nú situr. Þær eru mjög lausar við alla lotningu. Adriana Zarri sagði, ,,konur hafa öðlast styrk til að segja, ,,ég á mig sjálf og ég svara fyrir sjálfa mig“.“ Með þessu tekur hún aðal kjörorð ítalskra femínista, Io sono mia, (ég er ég sjálf) og setur það í guðfræðilegt samhengi. Hún segir: ,,íaugum þess trúaða tilheyrir sérhver mannvera Guði, en á eftir Guði tilheyrir sér- hver manneskja sjálfri eða sjálfum sér.“ Þetta er mjög mikilvæg forsenda fyrir allri andstöðu við vald. Og það eru margar eins og hún. Það er mjög athyglisvert að nunnur skuli hafa þennan styrk til að bera og þær auka mjög stuðninginn við femínista á Ítalíu. Mergur máisins er að þarna er á ferðinni nútímalegur, þróaður femín- ismi sem setur markið á frjálslyndan sósíalisma, en um leið er hann forn vegna þess að hann byggir á kven- lægri heimsmynd sem á rót sína að rekja til tímabilsins fyrir kristni. „Kirkjan tengir synd og kynferöi, á fárán- legan hátt tengir hún syndina við kon- ur og hún þröngvar sínum gildum upp á samfélagiö" En hvernig er þaö meö þœr kven- frelsiskonur sem aöhyllast þenn- an femínisma, ástunda þœr ein- hvers konar trúariökanir? Þær eru að endurmeta hefðbundna kaþólska trú sem gefur stórkostlega og róttæka vísbendingu. Þær líta á sjálfar sig sem kirkjuna. Þær segja: ,,Við erum kirkjan." Páfinn hefur engan rétt til að segja þeim hver sé hin löglega kirkja. Og þær túlka guð- spjöllin með skírskotun til þess sem er að gerast einmitt nú t.d. í Nicaragua, og með skírskotun til þess sem sá sem telur sig trúaðan ætti að gera. Þær eru virkar í stjórnmálum en samt standa þær á andlegum grunni

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.