Vera - 01.12.1989, Síða 15

Vera - 01.12.1989, Síða 15
Viðtal viö Lucia Chiavola Birnbaum, ítalskan sagnfrœöing Lucia Chiavola Birnbaum er ítalskur sagnfræðingur sem hefur stundað rannsóknir á sviði kvennasögu og menningarsögu. Áriö 1986 kom út eftir hana bók sem heitir „Liberazione della donna: Feminism in Italy“ (Frelsi konunnar: Femínismi á Ítalíu). Flún er nú að vinna að ann- arri bók um tengsl kvenna, ítalsks sósíalisma og alþýðlegra trúarhreyf- inga. Viðtalið við hana, sem hér fer á eftir, birtist nýlega í bandaríska tíma- ritinu Connexions. Hvaða hlutverki gegnir kirkjan í lífi kvenna á ítalíu? Það er viðtekið viðhorf á Vesturlönd- um að kaþólikkar láti stjórnast af pápískum kennisetningum. Þetta er ósönn mynd af kaþólskum löndum og hvað Ítalíu varðar þá hefur hún aldrei verið sönn. Kaþólikkar hafa alltaf túlkað guðspjöllin eins og þeim hentar. Að nafninu til eru þeir kaþólskir og þeir líta á sig sem slíka, þeir sækja kirkju en trú þeirra er veru- lega frábrugðin hefðbundnu kaþólsku kenningarkerfi. í fyrsta lagi er til staðar kvenlæg heimsmynd, kvenlægur átrúnaður sem á sér rætur frá því fyrir kristni. Svæðið umhverf- is Miðjarðarhafið var gegnsýrt hug- myndum um guðdómleika móður jarðar — fornleifauppgröftur víðs- vegar um Ítalíu ber þessu ótvírætt vitni — og henni var umbreytt í ýms- ar gerðir af madonnum, þar á meðal í Svörtu Madonnu. Málið er, að það er bæði til pápískur kaþólismi og alþýð- legur kaþólismi og sá alþýðlegi hefur konu sem miðpunkt. Hún tekur á sig mismunandi nöfn; öll svæði eiga sína madonnu. En þessi madonna á kannski ættir að rekja til villutrúar. Hún hefur ekki til að bera þá auð- mýkt sem kirkjan boðar, hún er ekki hin sjálfsfórnandi og fyrirgefandi móðir sem heldur á Kristi látnum né hin fórnfúsa móðir sem pápísk kenni- setning boðar og sem skipar óæðri sess í fjölskyldu og samfélagi. Þessar konur eru mjög sterkar og styrkur þeirra sést í sögunni allt til dagsins í dag. Þetta er ekki óskylt þeirri miklu þversögn sem í því felst að á Ítalíu, sem er að nafninu til kaþólskt land, hefur orðið til mjög sterk kvenna- hreyfing og þar er til staðar löggjöf, sem er einhver sú athyglisverðasta á Vesturlöndum fyrir það hvað hún er femínísk. Ástæðan er sú, að í heims- mynd og félagslegri sýn ítala er kona í miðpunkti. Það er greinilega í gegn- um átrúnaðinn sem fólk styður feminískar hugmyndir — öll svæði á Ítalíu, nerna þau sem eru þýskumæl- andi, greiddu atkvæði með því að lög- leiða réttinn til fóstureyðinga. En er ekki erfitt tyrir konu aö fá skilnaö á Ítalíu? Konur fengu rétt til að skilja árið 1970. Er raunveruleikinn ekki á annan veg? Raunveruleikinn er sá, að kona hefur réttinn til að sækja um skilnað en hún nýtir sér hann ekki nema tilefnið sé þeim mun meira. Hún er klofin í af- stöðu sinni til skilnaðar rétt eins og konur í öllum öðrum löndum heims- ins. En tíðni skilnaða í Bandaríkjun- um er tuttugu sinnum meiri en á Ítalíu. Sýnir þetta ekki aö þrátt fyrir að konur haf i rétt til aö skilja þá geti þœr í raun og veru ekki nýtt sér þennan rétt? Það eru margar ástæður fyrir því að konur nýta sér ekki þennan rétt. Saga kaþólskra landa á sinn þátt í því að konur stíga ekki þetta skref nema að- stæður séu mjög alvarlegar. Og auð- vitað höfum við líka séð að skilnaður er ekkert sérstaklega hagstæður fyrir konur. Þær missa mikið í efnalegu til- liti. Hvert er hlutverk kirkjunnar í fjöl- skyldulífinu? 15

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.