Vera - 01.12.1989, Blaðsíða 8

Vera - 01.12.1989, Blaðsíða 8
minnsta kosti svona sterkt, eins og ég upplifi listina sterkt. Ég var alltaf með barnið, , ,af því þú ert með það á brjósti," sagði hann. Þetta vatt upp á sig og loks gerði ég mér grein fyrir að ég varð að uppfylla allar þarfir stelpunnar. Hann skipti stundum á henni og tók til höndun- um, en yfirumsjónin var á minni hendi. Þetta urðu mér ofboðsleg vonbrigði og sennilega honum líka. Ég hélt ekki að þetta myndi gerast hjá okkur, hjá öllum hinum, en ekki okkur! Á end- anum var ég orðin eins og þessar óánægðu húsmæður sem mér fund- ust vera á kafi í barnagæslu og heimil- isstússi. Hann spurði mig aldrei hvort ég vildi passa fyrir hann en ég var far- in að þurfa að spyrja með góðum fyr- irvara hvort hann hefði kannski tíma Ég fór fremur en að leyfa sambandinu að deyja hægfara dauða. Síðan ég fór hefur margt gerst í okkar sambandi og hann viðurkennir og skilur aö þetta getur ekki gengið svona. Ég get ekki hugsað mér lífið án hans og hann ekki án mín, og ég trúi því að við séum komin yfir það versta núna. Við ætlum að vinna saman að því að breyta þessu. Ég held að ein- hvers konar skýr verkaskipting og samkennd sé það eina sem dugar til að kippa málunum í lag. Þetta hljóm- ar eins og gömul klissja, en ég er farin að skilja þetta ,,kvennakjaftæði“ núna. Maðurinn minn, Robert Becker, er óperusöngvari og hans vegna erum við bundin við að búa í stærra samfél- agi en er hér á landi, því þó að hann hafi fengið nokkur hlutverk hérna, eru möguleikar hans litlir, og þar að fyrir hana meðan ég skryppi í klukku- tíma út. Fyrir þremur mánuðum stóð ég upp og ,,fór heim“. Þegar aðstæð- ur okkar voru loksins orðnar ákjós- anlegar, ég með heilmikið vinnu- pláss, var ekki hægt að kenna ytri að- stæðum um, en hversu stóran þátt heimþráin átti í því veit ég ekki og mun aldrei vita. Það var enginn tími orðinn eftir fyrir mig, honum fannst svo sjálf- sagður hlutur að ég gerði allt sem gert var á heimilinu og hann hjálpaði MÉR svo eftir sinni hentisemi. Það var ekki fyrr en að ég fór í fjóra daga í heim- sókn til vinkonu minnar í New York og skildi hann eftir með Mónu, að hann gerði sér grein fyrir öllum þeim störfum sem á hann hlóðust. Ég var vön að vinna í skorpum, en það er ekki hægt, það er engin smáræðis ábyrgð sem fylgir því að annast barn. Sjálfsmynd eftlr auki ganga íslenskir söngvarar fyrir Guörúnu erlendum. Við erum búin að koma okkur vel fyrir í Cleveland Ohio, gerðum upp 200 fermetra húsnæði, gamla skólastofu og stigagang sem við nýtum að mestu sem opið rými með góðri vinnuaðstöðu, og í stiga- ganginum eru herbergi á þremur hæðum. Þetta er draumaíbúðin. Ég er bjartsýn á framtíðina en um leið sorg- bitin yfir því að búa ekki á íslandi. Það tók mig sex ár í námi erlendis að fá fyrstu heimþrána, en þá kom hún bæði með vöxtum og verkjum. Ég spilaöi íslenska tónlist í sífellu og tal- aði bara um ísland og hvað yndislegt það væri við alla, örugglega í óþökk þeirra. Ég endaði með því að flytjast um tíma heim til Islands. Þegar ég gekk með dóttur mína var ég ákveðin í að eiga hana heima, þar sem ég fæddist. Við vorum þá búsett í Berlín, og þótt ég kunni þýsku ágætlega 8 hefði ég ekki viljað eignast dóttur mína á þýsku, sú hugsun var mér óbærileg. Ég verð líka að koma til íslands öðru hverju til að sannfæra sjálfa mig og aðra um að ég sé ekki gleymd og að ég sé yfirleitt raunveruleg. Ég hef opnað allar mínar dyr sjálf, gengið á milli og minnt á mig og yfirleitt hafa aðrir ekki boðið mér að taka þátt í neinu. Enda vil ég vinna mína sigra sjálf, þótt ég geri mér grein fyrir að stoltið getur stundum verið veikleiki. Þegar maður er kominn með barn er það lfka óbærileg tilhugsun að barnið verði ekki íslenskt. Sumum stendur á sama, en ekki mér. Eg ætla mér ekki að verða innlyksa í Bandaríkjunum, en ég hef haft gott af því að vera J)ar; ég hafði mikla for- dóma gagnvart Bandaríkjunum og bandarísku samfélagi. Cleveland er dæmigerð smábæjarstórborg í mið- vesturríkjunum. Þar er landlæg íhaldssemi og sveitamennska og lítil menning, nema hljómsveitin Cleve- land Orchestra, sem er heimsfræg, og tvö eða þrjú almennileg gallerí. Eina listin sem menn þekkja er nytjalist. Allir alvarlegir myndlistarmenn taka stefnuna á New York, Chicago og San Fransisco og svelta frekar heilu hungri í New York en að verða um kyrrt í smærri borgum. En það má segja að það sé viss ögrun við að vera í þessari borg. Þarna var mikill stáliðnaður en eft- ir að hann fluttist til Japans er ástand- ið slæmt, mikil niðurníðsla, ogþarna er farið illa með svarta, sem eru um fjörutíú af hundraði borgarbúa og miklir kynþáttafordómar á báða bóga. Ég nýt þess að vera hér heima núna, þótt ég verði farin fyrir jól. Að geta skilið stelpuna mfna eftir óhrædd úti í vagni á meðan ég skrepp inn í búð. í Bandaríkjunum gæti ég það aldrei. Svona lítill, sætur, Ijós- hærður krakki er góð söluvara. Smá- stund í stórmarkaði nægir til að barni sé stolið og það selt. I framtíðinni dreymir mig um að geta verið á fslandi að minnsta kosti hluta úr ári, og að dóttir mín verði íslensk. Þótt Jtað sé ekki uppbyggilegt að koma til íslands núna, þegar ekki er einu sinni vinnu að hafa nema tak- markað, þá eru tengslin við landið mikilvæg og ég hef verið að búa í hag- inn og tryggja mér verkefni hér heima til framtíðarinnar. Ég hef alltaf getað unnið fyrir mér með höndunum. Ég er bjartsýn á framtíðina og að okkur takist að finna jafnvægi, bæði okkar á milli í fjölskyldunni og eins í búsetu, því mér er orðið það ljóst að ég get ekki afborið að vera ekki hér ein- hvern tíma á ári og má ekki til þess hugsa að missa tengslin við íslending- innímér“ A.Ól.B.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.