Vera - 01.12.1989, Síða 26

Vera - 01.12.1989, Síða 26
VIÐ ÞURFUM TÖFRA OG NÝJAN SEIÐ ar en fótunum að Kvennalistinn væri á réttri braut hvað endurnýjunarregluna varðar, ,,Við eigum svo mikið af hæfum konum sem springa út og blómstra í höndum okkar ef rétt er á hald- ið og við berum gæfu til að styrkja hver aðra. Við viljum dreifa ábyrgðinni. Við sýnum fleiri fleti á Kvennalistanum með því að koma fleiri fram. Við gefum fleiri konum möguleika á að leggja til málanna og spreyta sig og þess utan hrellum við og ruglum kerfið og það er hið besta mál.“ Allt sem prýða má eina konu Það kom almennt fram í máli kvenna á fund- inum að Kvennalistakonur væru mjög kröfu- harðar í garð hver annarar. Um þetta sagði Elín m.a.:, ,Það sem mér hefur fundist erfiðast að yf- irvinna af öllu í starfi mínu fyrir Kvennalistann er,,fullkomnunaráráttan“ sem er svo rík í okk- ur konum. Við gerum svo miskunnarlausar kröfur til sjálfra okkar. Við höfum jú sannarlega orðið að vera, ,ofurkonur‘ ‘, fundist við þurfa að standa okkur svo ,,hræðilega“ vel og standa jafnframt sólarhringsvaktina heima. Engin vökulög þar. Það eitt að vera fulltrúi Kvenna- listans er slíkt álag að það hálfa væri nóg. Full- trúi Kvennalistans þarf helst að hafa til að bera allt það sem prýða má eina konu og meira til. Kvennalistinn gerir geysilegar kröfur til „mál- pípa' ‘ sinna en baklandið þarf að standa sig bet- ur en nú.“ Þá lýsti Elín því sem sinni skoðun að hún hafi staðið betur að vígi að koma inn á miðju kjör- tímabili miðað við innkomu f upphafi kjör- tímabilsins. Þetta hafi tryggt henni undirbún- ings- og aðlögunartíma. Hún ræddi um sam- starfið við aðra fulltrúa minnihlutans í borgar- stjórn og taldi það hafa gefist vel þó ýmsir sem að baki þeim stæðu reyndu að þegja Kvennalist- ann í hel. Síðan sagði hún-. „Því er það ekki að ófyrirsynju að við veltum fyrir okkur hvort ákvörðun, sem tekin var um samstarf minni- hlutans og sameiginlegan tillöguflutning um stefnumarkandi málefni, hafi orðið okkur Kvennalistakonum frekar fjötur um fót en hitt. Við og Kvennalistaröddin höfum e.t.v. kafnað í hópnum, sérkennin orðið ógreinilegri en ella.“ Elín var ákveðið þeirrar skoðunar að konur ættu erindi inn í sveitarstjórnir og sagði: „Við höfum allt að vinna. Við erum á heimavelli, við vitum hvað við viljum, hvað þarf að gera til að skapa samfélagið í okkar mynd. Við þurfum einungis að ræða hvernig." Valgerður Bjarnadóttir, félagsráðgjafi og bæjar- fulltrúi Kvennaframboðsins á Akureyri 1982- ’86, ræddi um reynsluna af starfinu í bæjar- stjórn, áhrif þess að ekki var boðið fram aftur árið 1986 og hugsanlegt framboð árið 1990. Lagði hún áherslu á að hún væri ekki hlutlaus áhorfandi og gæti ekki horft raunsæisaugum á þessa tíma. „Allt sem tengist þessum málum er of tengt tilfinningum mínum, tárum og gleði til að það sé hægt." í ræðu sinni sagði hún frá meirihlutasam- starfinu, innra starfi Kvennaframboðsins og þeim áhrifum sem eftir sitja hjá þeim sem komu þarna nærri. Síðan sagði hún: „Kvennaframboð á Akureyri 1981/2 var tím- anna tákn. Það var þriðjuvíddar bylgja sem skall á þessum góða bæ í upphafi Vatnsberaald- ar. 1981 skrifar Marilyn Ferguson bókina Sam- særi Vatnsberanna, The Aquarian Conspiracy. Þar talarhún um hið nýja afl, samsæri Vatnsber- anna, sem ’68-byltingin fóstraði, aflið sem nú brýtur sér leið inn í valdastofnanir heimsins. Það fer ekki endilega hátt, það síast inn með því fólki sem fékk sína félagsmótun við kertaljós og hugleiðslu, tónlist og heimspeki hippa- menningar og stúdentabyltingar. Vatnsbera- konurnar innblásnar baráttugleði, svífandi á vængjum hugsjónarinnar, hrifu með sér eldri konur, því þær höfðu beðið lengi. Við náðum að flétta saman glóandi baráttuviljann, loft- kenndar hugsjónirnar og magnaða reynslu mæðranna í eina fléttu. Kvennaframboðið er eina stjórnmálaaflið á íslandi sem hefur haft möguleika á að færa þessa nýju vídd inn í afdankað og forpokað kerfi karlanna. Ekki vegna þess að konur séu betri en karlar heldur vegna þess að við konur höfúm engin völd í þessu kerfi, og erum ekki gjaldgengar í því. Allir karlar, fyrrverandi hipp- ar jafnt og þeir sem aldrei hafa heyrt um Joan Baez og Bob Dylan eru gjaldgengari en við í þessu kerfi. Því starfar þeim í raun meiri hætta af kerfinu, sem hefur tilhneigingu til að éta þá sem inn í j:>að koma. Karlar eru rétt fæða fyrir kerfið, það meltir þá og séreinkenni þeirra hverfa við það. Konur eru illmeltanleg fæða fyr- ir karlkerfið og því hafnar lfkami kerfisins kon- unum og skilar þeim, ofurlítið velktum og súr- um en tiltölulega heilum. Könnun jafnréttisráðs sýnir að 43% kvenna í sveitarstjórnum ætla ekki að gefa kost á sér aft- ur. Það er í samræmi við stefnu Kvennalista og Kvennaframboðs. Konur eiga ekki að sitja lengi í maga kerfisins. Þá missa þær séreinkenni sín. Samt þykir sumum þessar niðurstöður ógnvekj- andi. Mér finnst þær fullkomlega eðlilegar. Ég var búin að fá nóg eftir eitt kjörtímabil, og þó þurfti ég ekki að berjast fyrir tilveru minni í mínum eigin hópi. Ég býst að vísu við að konur í kvennahópi séu gagnrýnni en flest fólk á sjálf- ar sig og kynsystur sínar og því var auðvitað ekki alltaf auðvelt að vera fulltrúi Kvennafram- boðs í meirihluta í karlabæjarstjórn. En frekar vildi ég það en að vera kvenfulltrúi karlaflokks í karlakerfi. Þá held ég að ég fengi fyrr nóg. Auk þess verðum við að gæta þess að álykta ekki of hratt í eina átt. Hver segir að þess- ar konur séu að hætta? Hver segir að þær séu að gefast upp? Hver segir að dauft starf Kvennalist- ans í flestum öngum sé uppgjöf, úrræðaleysi? Veturinn 1985-86 hittumst við samviskusam- lega sjö konur á hverju mánudagskvöldi til að ræðabæjarmálin. „Þessarandskotanssjö" köll- uðum við okkur. Nú skilst mér að um allt landi sitji hópar hinna andskotans sjö, jiessar sem jirauka og finnst jafnvel að aðrar hafi brugðist. En kannski eru þessar sjö enn að reyna að höggva sér leið gegnum þyrnirunnana, með blóðrisa hendur og öxi sem bítur ekki eins vel og forðum. Þyrnirunnarnir vaxa á ný að baki þeim og ná kannski að lokast aftur. Hinar, þess- ar sem hurfu úr hópnum, eru e.t.v. bara að láta sár handanna gróa fyrir næsta áhlaup, en e.t.v. eru þær að sauma sér skikkju til að freista j)ess að fljúga yfir runnana. En til að skikkja verði konuvængir þurfa að koma til töfrar. Kvenna- framboðið 1982-86 var nornagaldur sem eng- inn gat séð við... en nú eru þeir á góðri leið með að finna upp móteitrið. Mér segir svo hugur að nú þurfi nornir að brugga sér nýjan seið, breytt- an seiö, jtví sá gamli yrði máttvana uppvakning- ur.“ HÆFIIVGARSTÖÐIIV BJARKARÁS STJÖRNUGRÓF Atvinnurekendur — Fyrirtœki Tökum aö okkur ýmiss konar frágangs- og pökkunarstörf. Á saumastofu okkar er framleitt m.a. bleiur, sœngurfatnaður o.fl. Sendum í póstkröfu. Leitiö upplýsingar í síma 91-685330. 26

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.