Vera - 01.12.1989, Síða 37

Vera - 01.12.1989, Síða 37
byggja á því að byrja á því smáa, friðlýsa svæðin þangað til öll löndin væru orðin kjarnorkulaust svæði. Þegar þær voru búnar að ákveða og und- irbúa allt kölluðu J?ær á hina. Öllum fannst hug- myndin góð, en vildu eiga þátt í henni, vildu fá að skapa hana, og ekkert varð úr þessu. Ég held að við verðum að stefna að því að vinna saman frá grunni. Birna: Auðvitað verðum við að vinna á þennan hátt ef við ætlum að vinna saman. Enginn er sáttur við að koma inní þegar búið er að ákveða allt. Hins vegar verður maður að liafa mögu- leika á að vinna að sínum sérstöku áherslum, að geta komið þeim fram. Þá er lfka allt í lagi fyrir aðra aðila að lýsa yfir stuðningi eða gera eitt- hvað útfrá sínum forsendum. KB: Hvað með aðgerðirnar sem friðar- hreyfingar beita. Þurfa þær að vera frið- samlegar? Ég heyrði því t.d. fleygt fram að það væri ekki friðsamleg aðgerð að fara inn á svæði hermanna og lenda í rysking- um? Birna: Mér finnst það jafn friðsamlegt og það t.d. að konurnar í Greenham Common fara inn fyrir einhverjar girðingar. Þær hafa allan rétt. Bandaríski herinn hefur engan rétt til að vera hér, en við íslendingar höfum rétt til að fara um landið okkar. Hanna Maja: Þetta er afskaplega erfitt því þú mætir allsstaðar ofbeldi Jtar sem her er annars vegar. Hernaður er ekkert annað í eðli sínu en ofbeldi og það er erfitt að stilla sig Jtegar maður er beittur ofbeldi. Þar sem ,,non violent sam- tök“ (samtök án ofbeldis) eru mjög virk þá gengur fólk hreinlega í gegnum þjálfun í að beita ekki ofbeldi þó það verði sjálft fyrir því. En auðvitað, ef maður fer út í friðarbaráttu í hennar dýpsta eðli, þá er hún að sjálfsögðu andstaðan við ohbeldi, en um leið erum við ógn. Það er ógn ' íð allt þetta vald J->egar þús- undir manna — konur og karlar — streyma frarn og neita að lúta yfirstjórn og forræðis- hyggju. Ég er ekki í vafa urn að Gorbasjov hafi áttað sig á þessari breyttu lífssýn, og fylgi í kjöl- farið eða ríði á bylgjutopp friðarhreyfinga í austri og vestri og út um allan heim. Birna: Ég er sammála því að það skiptir miklu máli hvaða aðferðum er beitt, því útkoman mótast af því. Þú skapar ekki fagurt mannlíf með því að byrja á morðum. Munurinn á frið- samlegum og ófriðsamlegum aðgeröum er kannski hvort þú gengur út frá því í upphafi að Jiú ætlir að beita ofbeldi eða ekki. Og þó að þú ætlir ekki að beita valdi geturðu samt verið reiðubúin að forða því að aðrir geti valdið skaða á þér eða öðrum. Þáþarf kannski að grípa til einhverra ráða til Jsess, en Jsú gerir Jiað með öðru hugarfari. KB.: Getur þessi aðferð friðarbaráttunn- ar, sem Hanna Maja var að lýsa og sem þú kallar flóttastefnu í grein þinni Birna, dregið úr virkni fólks. Því finnist það allt í lagi að vera ekki einmitt að tala um það sem fyrir hendi er hér? Hanna Maja: Guð hjálpi mér. Það gengur auö- vitað ekki að við sitjum og höldum að rnálin leysist bara með þvf að mala um hlutina, en það kemur sjálfsagt fram í ffeiru en að ganga ein- hverjar göngur. Birna: Já, |5Ó það nú. En ég ætla aftur að koma að þessu með að láta sig varða það sem er manni næst. Ég á þá kannski ekki við það al- smæsta — að við verðum að byrja á því að breyta okkur sjálfum, mér finnst margir hafa týnt sjálfum sér dálítið rnikið með því að horfa bara á eigin nafla... Hanna Maja: Mér finnst nefnilega margir merkja sér friðarbaráttuna, þeir eigi hana bara og J:>að er hættulegt. Þetta er sambærilegt við kvennabaráttuna. Hún fer fram í mjög ólíkum myndum og ég hef kannski aðrar áherslur en Jxi, en við erum ábyggilega sammála í grund- vallaratriðum um að konur hafi alltof lítil völd, alltof lítið frumkvæði í lífinu o.s.fr., en Jiað er sjálfsagt útfrá því sem við verðum að vinna. Birna: Lítum þá á eitt dæmi: Fyrir nokkrum ár- um var samj^ykkt tillaga á Alþingi, og rnenn sögðu að þetta skipti höfuðmáli, kjarnorku- vopnalaust ísland og ég veit ekki hvað og hvað. Síöan, Jiegar menn fóru að rýna í tillöguna, þá kont í Ijós að þetta var bara það sem alltaf hafði verið í raun. Ég man ekki betur en að Kvenna- listinn sæi þá ástæðu til að flytja sérstaka tillögu á eftir um stuðning við tillögu um frystingu kjarnorkuvopna og Jvá kom strax upp allskonar túlkunaratriði vegna þess að menn eru ekki til- búnir að nefna hlutina sínum réttu nöfnum. Þá var sagt í umræðunni: — Allt í lagi við viljum frið og getum stutt kjarnorkuvopnalaus svæði frá Úralfjölium til Grænlands. En ekki var hægt að styðja tillöguna um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd, vegna þess að það er hlutur sem við ráðum við að gera, J^að er eitthvað sem við getum gert sjálf og lagt Jsannig okkar lóð á vog- arskálina. Hanna Maja-. Þá erum við komnar að því aftur að J^að eru ekki eingöngu vopnaframleiðendur sem hagnast á vígbúnaði. Lítum bara á ísland — Jsar sjáum við hvernig herinn nærir hina ólík- legustu hagsmunaaðila. Ef nokkur skilur hvað það er hættulegt sjálfstæði íslendinga, þá ættu konur að skilja Jtað vegna þess að þær eru efna- hagslega ósjálfstæðar upp til hópa og þær ættu að geta sett þetta í samhengi. Það þarf t.d. að af- hjúpa hvar þessi efnahagslegu ítök eru í okkar atvinnulífi og hvar þau tengjast stjórnmálaöfl- unum. Þetta er einn stór flötur á veru hersins hér sem verður ekki leystur með því t.d. að ganga og afhenda blóm eða mótmæla í ein- hverri mynd, heldur þarf andstaðan að fara frarn á víðara sviði og ég er þá ekki að tala um að flýja frá því sem að okkur snýr. Birna: En ef það er alltaf sett fram almennt — við viljum frið, við erum á móti hernaðar- bandalögum — og ef fólk allt að því passar sig á því að segja aldrei — við erum á móti því að ísland sé í NATÓ — eða það kemur aldrei fram, einungis þetta almenna, J?á finnst mér J:>að í raun vera flótti frá raunveruleikanum, alla vega eins og hann blasir við mér. KB.: Telur þú að slík stefna geti þá jafnvel haft öfug áhrif? Birna-. Það held ég ekki, það getur aldrei verið, vegna þess að það hlýtur alltaf að vera af því góða að fólk sé fylgjandi friði þó svo að mér finnist hin aðferðin leiða meira af sér. Hanna Maja: Mig langar að koma einu að í sambandi við herstöðina hér. Mér finnst nefni- lega andstaðan gegn henni stundum hafa verið í einhæfu fari. Sýnin hefur verið svo þröng að andstaðan gegn her í landi byrgði okkur sýn á þá hættu sem ógnar okkur vegna hernaðarupp- byggingar sem á sér stað í hafinu í kringum okk- ur, bæði úr austri og vestri, og sem að sjálfsögðu er tengd herstöðvum. Hér fyrir utan landið eru kafbátar í hundraða og Jiúsundatali á vegum beggja hernaðarbandalaganna og mér finnst íslendingar hafa verið ótrúlega andvaralausir gagnvart því. Eftir kjarnorkukafbátaslysin hef- ur svo umræðan farið að snúast í kringum þennan pól. Eitt kafbátaslys getur lagt atvinnu- líf okkar í rúst, ég tala nú ekki um að |vað gæti gert ísland óbyggilegt í einum vetvangi. En nú þegar umræðan er í þessuni farvegi þá megurn 37

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.