Vera - 01.12.1989, Síða 32

Vera - 01.12.1989, Síða 32
VIÐ FERÐUMST ÖLL MEÐ Viötal viö Kristínu Ómarsdóttur um nýja bók hennar „i teröalagi hjó þér“, sem kemur út fyrir jólin. Kristín Ómarsdóttir er ungt skáld, sem sendir nú frá sér sína fyrstu sögu- bók, eins og hún kýs sjálf að nefna bókina. Þetta er reyndar ekki frum- raun Kristínar á ritvellinum, því árið 1987 hlaut hún verðlaun í leikrita- samkeppni í tilefni af lokum kvenna- áratugar. Leikritið „Draumar á hvolfi“ var sýnt á Litla sviði Þjóðleik- hússins sama ár. Síðan fylgdi ljóða- bókin ,,í húsinu okkar er þoka“, sem hún gaf út sjálf. Ljóð eftir Kristínu hafa auk þess birst í tímaritum og blöðum. Bókin er sögubók. Af hverju er þetta ekki smósagnasafn? Mér finnst ekki hægt að kalla bókina smásagnasafn, jtví ekki er um safn smásagna frá ólíkum tíma að ræða, heldur eru sögurnar fimm skrifaðar sem viss heild. Sögurnar eru nokkuö framandi og bera keim af suörœnum til- finningahita og -ótökum. Eru þetta íslenskar sögur? Mér finnst þœr eitthvaö svo suður-amerísk- ar? Það kemur mér á óvart að þú skulir segja þetta. Kannski gætu sögurnar gerst í Suður-Ameríku en aðallega þá fjalla þær um fólk, ekki lönd. Sögurnar fjalla um konur, er þefta kvennabók? Bók um fólk. Það er kannski hægt að telja persónurnar, þá eru líklega fleiri konur þar en karlar. Þá má kalla bók- ina konubók, konusögubók eða sögukonubók. Fyrsta sagan „Margar konur“ fjallar um konur sem umkringja lítiö barn. Hvaöa konur eru þetta? Sagan er tileinkuð konum sem ég ímynda mér að hafi verið til en eru dánar. Konur í gamla daga, kannski amma mín sem dó rétt eftir að ég fæddist. Mér þykir eftirsjá í þessum konum. Samt gerist sagan ekkert endilega í gömlum tíma, það eru konur í kring- um börn á barnaheimilum, konur í skólum, konur um allt. Hvaöa gildum í Iffi þessara kvenna ertu svona hrifin af? Eru þetta ekki kúgaðar konur fortíö- arinnar? Auðvitað voru þær kúgaðar á sinn hátt en karlar eru ekki síður kúgaðir en konur, þeir bera þyngsli lífsins á annan hátt. Við erum öll svo hlaðin farangri í lífinu og konur bregðast öðruvísi við þeim þunga en karlar, þeim tekst betur að fljúga með allan burðinn, en karlar þurfa aftur á móti flugvélar. Nœstu þrjór sögur mynda eins konar heild og fjalla um sam- skipti kynjanna, persónurnar eru ón nafna, aldurs, sföðu og ón tengsla viö daglegt líf. Skiptir daglegt amstur e.t.v. litlu móli fyrir þig sem höfund? Ég set sögurnar á svið eins og í leik- riti, þetta eru raddir fólks í þrenging- um. Persónurnar segja sögu sína — svona — án þess að segja hvar þær séu að vinna. Ég vil ekki rjúfa trúnað per- sóna minna með því að fylla upp í þagnir þeirra. Sagan „Ein kona“ er mjög sér- stök, mér finnst framandlegur blœr yfir henni, eins og hún ger- ist í heitu landi? Þetta er rammíslensk saga, skrifuð á Laugarvatni og á að gerast á íslandi. íslenskt fólk er þagnarfólk. Konan í sögunni segir frá og það eru þagnir í hennar frásögn. Að hafa þagnir í sög- um gerir meiri kröfur til lesandans og leyfir honum að geta í eyðurnar. f öll- um sögum er þögnin mikilvæg, eins ogt.d. hjágömlusagnaþulunum, sem höfðu í kringum sig hóp áheyrenda. En nú erum við öll komin inn í sér- herbergi og það verður að tala við fólk í gegnum veggi, með öðrum miðlum. Sögurnar „Sofandi nótt“ og „Önnur kona" fjalla um óstina en jafnframt mikiö sambands- leysi og sórsauka. Er óstin svona erfiö? Ástin er erfiðasti skóli sem maður fer í, maður útskrifast aldrei úr þeim skóla. „Sofandi nótt“ fjallar reyndar um þrána eftir ást, það er kannski skilgreiningaratriði, en ást og þrá eru ekki sami hluturinn. „Önnur kona“ fjallar um eftirsjána, sorgina, missinn og þögn hennar og taska á ferðalagi lífsins er mjög þung. Þaö kveður viö nýjan og léffari tón í síöustu sögu bókarinnar, sem er jafnframt sú lengsta. Þar er lýst óstarsambandi tveggja kvenna. Þetta er saga sem ein- kennist af léttleika, gerist í fram- andi en vinalegu umhverfi, hvaö er öðruvísi hér? Þetta er eina sagan sem gerist í út- löndum og þarna mætast tvær mann- eskjur úr óliTcum heimurn. Önnur konan er ekki heima hjá sér og mig langaði til að búa til smá paradís í kringum þær. Þær eru langt í burtu frá öllu en hafa samt töskurnar sínar meðferðis, en kannski eru þeirra þyngsli annars konar af því að þær bera ekki hefðina. Halldóra Jónsdóttir. 32

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.