Vera - 01.12.1989, Blaðsíða 12

Vera - 01.12.1989, Blaðsíða 12
„Skrýöingin - öll þessi rituöl fyrir jólin tjd. - ef til vill eru þetta bœnir kvenna,, tungumól þeirra sem ekki iöka hefö- bundiö kirkjulíf.“ Jólin koma. Þessi mikla hátíð, sem við erum vikum saman að opna dyrn- ar fyrir með húsverkum, innkaupum, bakstri og skreytingum. Og hvað með boðskap jólanna — opnast hjörtun fyrir inntaki þeirra líkt og dyrnar fyr- ir umbúðunum? Hvað hugsar prestur, sem jafnframt er móðir, þessa daga þegar jólin nálgast? Getur kvenna- guðfræðingur sagt okkur eitthvað nýtt, túlkar hún boðskap jólanna á annan hátt en við eigum að venjast? Slíkar spurningar ráku VERU austur í Skálholt til að ræða við séra Hönnu Maríu Pétursdóttur. Hvaöa hug berö þú til jólanna, Hanna María? Jólin eru mjög mikilsverð í mínum huga. Ég er mikil jólakona, byrja snemma að undirbúa þau, hugsa til þeirra o.s.fr. Og ég held að við kon- urnar gerum þetta lang flestar — í rauninni erum það við sem höldum jólin, ekki satt! Það er heldur ekkert skrýtið þótt þessi mikla hátíð höfði sterkt til kvenna. Atburðarrásin, þessi saga um það hvernig Jesús Krist- ur kom í heiminn, ber með sér mjög mikla nálægð guðs. Jólin eru líka mjög tilfinningaríkur tími, boðskap- ur þeirra er svo tilfinningaríkur og þetta held ég höfði líka til okkar. Kon- ur eru tilfinningaverur og jafnvel ,,mystiskar“ í eðli sínu. Þetta fær að njóta sín um jólin og við þá á vissan hátt líka. Eða e.t.v. ekki beint við, heldur öllu fremur okkar sýn og reynsla. Ég hef velt því fyrir mér, þessu með hvað konur leggja mikið upp úr jól- unum og hvernig við högum okkur. Þetta byrjaði með að ég tók eftir því hjá sjálfri mér, hvað minn undirbún- ingur var formfastur og hefðbund- inn, — þú veist eflaust hvað ég á við; ég vil hafa sérstaka liti, baka alveg sér- stakar kökur, gera sömu hlutina alveg eins ár eftir ár. Fyrst hélt ég nú bara þetta væri bundið við mig eina en sá auðvitað að svo var alls ekki, við er- um svona allar! Það er eins og við sé- um að framkvæma helgisiði. Mér hefur dottið í hug að þetta geti verið vegna þess að konur séu meiri ,,ritual“ manneskjur en karlmenn og það sé þessi þörf fyrir helgisiði sem fær útrás um jólin. Það er eins og við séum frammi fyrir altarinu... eins og þetta sé skrýðing. Skrýðing er mjög dulræn athöfn. Kannski á þetta sér hliðstæðu í náttúrunni... tré sem laufgast má líka hugsa sér sem skrýð- ingu frammi fyrir guðdómnum. Og þessi athöfn, undirbúningur hátíðar- innar — alveg eins og tiltektin yfir- leitt — hún er mjög einræn, við erum einar að þessu og um leið einar með hugsunum okkar. Ég er ekki viss um aö mér líki alveg þessi sýn á húsverkin! Ekki skilja mig þannig, að ég sé að réttlæta þau eða mæla með því að konur sjái einar um þau — auðvitað segi ég þetta með alla vasa fulla af var- nöglum! Sagan hefur komið því þannig fyrir að húsverk eru kven- mannsverk en það er ekki nauðsyn- legt að skoða það alltaf í neikvæðu ljósi. Mér er þetta ein vísbending um heildstæða veruleikaskynjun kvenna — allt annars konar skynjun en karlar hafa og reynt hefur verið að kenna okkur. Skrýðingin — öll þessi rituöl fyrir jólin t.d. — e.t.v. eru þetta bænir kvenna, tungumál þeirra sem ekki iðka hefðbundið kirkjulíf. Hugsaðu um annað: Konur eiga mjög erfitt með að skapa án þess að hafa skrýtt sig, þ.e.a.s. getum við sest nið- ur og unnið, segjum skrifað eða saumað, án þess að hafa tekið til í kringum okkur fyrst? Þetta þekkjum við allar. Mennirnir okkar geta sest niður og unnið... maðurinn minn get- ur sest við skrifborðið sitt og sökkt sér á kaf í vinnu þó svo allt sé á öðrum endanum allt í kringum hann. Þetta er öfundsvert en hitt er líka umhugs- unarvert og í rauninni mikilsvert, að geta ekki lokað augunum fyrir öllu til að einbeita sér að einhverju einu — ber það ekki merki þess að geta eða kunna ekki að hólfa tilveruna niður? Það er eiginlega stórkostlegt, að við skulum hafa varðveitt þennan hæfi- leika — hvernig okkur tekst að varð- veita heildarsýnina. Þó við hjónin sé- um bæði á bólakafi í vinnu, þá er það ég sem hugsa um það hvort ekki sé nóg til í ískápnum. Skilurðu? Það er- um við sem höfum yfirlitið, skynjum það sem þarf að gera. Það er skynjunin, reynslan og menn- ingarrætur okkar, sem eru hluti af trú- arþörf okkar, og hvernig hún fær að brjótast fram, sem kvennaguðfræðin er að kljást við — eins og reyndar öll frelsunarguðfræði gerir. Þar er reynsla alltaf lykilatriði. Snúum okkur aftur aö jólunum í þessu samhengi. Því sem þú stakkst upp ó aö vœri bœna- gjörö kvenna. Já. Sjáðu til, okkur hefur verið kennt að óttast guð á himnum og að sá veru- leiki sem fer fram innan kirkna hljóti að vera allt annar en sá sem fer fram utan þeirra. Og við konur kunnum ekki að nefna — það hefur allt verið orðað fyrir okkur, jafnvel það hvað við erum sjálfar. Orðunin, orðin sjálf, hafa alltaf sprottið af reynslu annarra, af reynslu karla, en ekki okkar kvenna. Kirkjan, kennimenn hennar og prestar hafa verið að takast á við dýpstu rök tilverunnar, tilgang lífs- ins, dauðann. Allarþessar spurningar sem gera okkur mennsk. Og jafn- framt hefur kirkjan komið sér upp helgisiðum og táknum — formi utan um innihald. Allt þetta hefur verið gert án þess að reynsla okkar fengi að taka þátt í mótuninni. Táknin og helgisiðirnir verða okkur ekki leiðir til að svara spurningum á borð við: hvernig upplifum við okkur sem manneskjur, hvernig er okkar veru- leikaskynjun? Svörin hafa verið orð- uð fyrir okkur og mennskan tekin frá okkur. E.t.v. er það þess vegna sem við skoðum ekki tilfinningarnar sem við berum til jólanna sem hlut af trú- arlífi okkar, sem tilbeiðslu. Eins og ég sagði áðan, okkur hefur jú verið kennt aðguð sé ,,annað“ — standi of- ar og alla vega utan okkar sjálfra. Felst andstœöa þessa, þ.e. aö guö sé í okkur, í jólaboöskapnum og er þaö þess vegna sem konur nálgast svo sterkt? Já. Ég held jólin höfði sterkt til okkar 12

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.