Vera - 01.12.1989, Side 34

Vera - 01.12.1989, Side 34
Sigríöur Hagalín í hlut- verki Bernhöröu Alba hjó Leikfélagi Akureyr- ar HVÍTU MÚRAR Sígaunaborg! Hver hefur séð þig og getað gleymt þér! Það er svo aftur óvenjumikið list- fengi og djúpur, harmrænn lífsskiln- ingur sem ljær ljóðum Lorca og leik- ritum slfka töfra sem raun ber vitni. Ef til vill varþað þess vegna að Lorca gat ekki skipað sér í neinn ákveðinn stjórnmálaflokk, sú eina hugmynda- fræði sem hann skildi var að hann yrði að fylkja liði með þeim fátæku og auðmýktu, þeim sem höfðu hlotið í arf hina „hreinu og ætíð einmana sorg“. Og það er auðvelt að lesa úr verkum Lorca þau skilaboð að mann- legt líf er viðkvæmt og fær ekki þrifist án ástar, þessi sígildu sannindi sem eru kjarninn í verkum hinna bestu höfunda. í ljóðunum um konurnar sem höfðu snúið baki við heiminum og gerst nunnur birtist þessi sami harm- ræni skilningur sem engan dæmir, hæðir engan. „Vitað er að það sem oftast nær hefur fengið þessar heilögu konur til að loka sig inni eru tilfinningamál sem þær hafa ekki ver- ið færar um að leysa án þess að beita hörðu,“ segir hann í skrifum sínum um þetta efni. „Klaustrið er eins og risastórt, kalt hjarta sem geymir í faðmi sínum þær sálir sem urðu að flýja höfuðsyndir heimsins.“ í sígaunaljóðunum persónugerir hann kvölina í mynd konu, harmur hennar er tvöfaldur, hún er kona og af ofsóttum kynstofni. Þessa mynd hef- ur Lorca í æðra veldi í ástríðufullum óði til að sýna fram á stafróf hins andalúsíska veruleika, reisnina og 34 SVARTA NAUT Margir hafa undrast það hversu næm- ur spænska skáldið Federico Garcia Lorca var í verkum sínum á konur og tilfinningar þeirra. Og stafar eflaust af óvenjusterku næmi fyrir því veika og bágstadda í samfélagi sem í upp- hafi aldarinnar var að mörgu leyti reyrt í viðjar siðalögmála og hefða þar sem harkan réð oft úrslitum í samskiptum manna. Hápunkt slíkrar grimmdar mátti sjá í borgarastríðinu þar sem Lorca sjálfur lét lífið, blóra- böggull blindra hatursafla, fórnar- lamb þess sama dauðaritúals sem honum stóð svo mikil ógn af í lifanda lífi. En þeir sem leituðu fastast á skáld- ið voru ekki einungis konur heldur líka börnin og sígaunarnir. Og raunar allir þeir sem urðu að bíða lægri hlut í baráttu milli karla og kvenna, alþýðu og yfirvalds, einstaklings og samfélags. Harkan sem þá gat ráðið úrslitum vekur raunar efasemdir um það hver hafi í raun sigrað og hver Ingunn Jensdóttir í hlut- tapað, en á hinn bóginn er ljóst hverj- verki Ágústu elstu dótt- ir það voru sem þjáðust mest, á hverj- ur Bernhöröu Alba um skipan mála bitnaði sárast. niðurlæginguna, sem er jafnframt sannleiki alls heimsins. I leikritum Lorca er dramatískur þungi sem sver sig í ætt við forngríska harmleiki. Má þar til nefna þríleikinn Blóðbrúðkaup, Yermu og Hús Bern- örðu Alba. Þar fjallar Lorca um dapurleg örlög kvenna. Konur sem þráðu eitt en fengu annað, konur í baráttu milli heitrar ástríðu sinnar og kaldrar hlýðni við ríkjandi hefðir. Ástríðurn- ar byltast um í blóði mannsins í þess- um heimi, ekkert megnar að slökkva þær, hvorki veggir heimilisins né lög- mál samfélagsins: „allir verða að lúta vilja blóðsins“. En sú sem fylgir ástríðu sinni á vísa útskúfun eða dauða í þessu innilokaða og bælda samfélagi. Kvöl kvennanna er því að fá ekki að lifa með ástríðu sinni og það veldur þeim ævarandi harmi eða ófrjósemi en kyndir undir uppreisn hjá sumum. Yerma sem þráir að eignast barn til að svara kröfum líkamans og jarðarinnar og til að bæta sér upp ástlaust hjóna- band, en getur það ekki, segir: „Eitt er að vilja með höfðinu og annað með líkamanum — bölvaður sé líkaminn sem svarar ekki“. Og unn- ustan í Blóðbrúðkaupi ber fyrir sig seiðmagn mannsins sem hún elskar í orðræðu við tengdamóðurina, eftir að hafa hlaupið frá eiginmanni sín- um: „Ég flýði með hinum, ég flýði. Þú hefðir gert það líka! Ég var kona sem brann í eldi ... og sonur þinn var mér lúka vatns ... en hinn var myrkt fljót, fullt af trjásprotum og það seiddi mig til sín með niðandi sefi og söng milli tannanna." (Þýð.: Hannes Sigfússon.) En stolt og heiður hins andalúsíska samfélags á sér einnig sterk ítök hjá sumum kvennanna og á sinn hlut í niðurlagi þeirra. Yermu kemur til að mynda ekki til hugar að fara frá manni sínum til þess sem löngun hennar leitar. Innri barátta hennar er heiftarleg, skyldurækni og trú Yermu á siði og lögmál samfélagsins valda því að hún hafnar að stíga hliðarspor til að bjarga ástríðu sinni og stefnir því beina leið til tortímingar. Hún segir að síðustu: „Ég hef deytt barnið mitt.“ Grimmari er Bernarða Alba sem kúgar dætur sínar undir yfirskini siðareglna af fyllstu hörku. Þegar skelfilegar afleiðingar þess birtast herðist hún enn meir og fyrirskipar eftirlifandi dætrum sínum þögn graf- arinnar, múrar þær inn í myrkrið. „Þögn, sagði ég, þögn! Heyrðuð þið ekki hvað ég sagði! Þögn! Á þennan hátt sýndi Lorca skýrt meinsemdir spænsks samfélags og því eignaði spænsk alþýða sér verk hans fremur en nokkurs annars af hans kynslóð. Berglind Gunnarsdóttir

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.