Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2005, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2005, Blaðsíða 17
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 17 j Jens Stoltenberg, leiðtogi Arbeiderpartiet Verðurað öllum likindum næsti forsæt- isráðherra Norðmanna. Fullir sjómenn eða brennuvargar? „Hjálpardekkið hefur nú orðið stærra en reiðhjólið," sagði Stol- tenberg við Bergens Tidende þegar Fremskrittpartiet hafði farið fram úr Höyre í skoðanakönnunum." Við Dagbladet sagði hann: „Carl I. Hagen mun hafa hreðjatak á hvaða hægri ríkisstjóm sem er.“ Hagen hefur nefnilega aldrei verið jafn leiðitamur við Höyre og aðrir borgaraflokkar. Þeir komust fyrst í oddaaðstöðu árið 1986, og sprengdu þá möguleika á stjórnar- samstarfl þegar þeir neituðu að samþykkja hækkun á bensínverði. Varaformaður Sosialistiske Ven- stre, Öystein Djupedal, vakti at- hygli í fjölmiðlum þegar hann sagði Fremskrittspartiet hafa eytt peningum í kosningabaráttunni eins og fullur sjómaður. Sjómenn um allt land urðu æfir og hringdu Einvígi Stoltenbergs og Bondeviks Hart barist í norskum stjórnmálum. inn í sjónvarpsstöðina þar sem ummælin höfðu komið fram, og Djupedal dró þau til baka og sagði í staðinn að það að sleppa Jensen inn í ríkisfjárlög væri eins og að hleypa brennuvargi inn í flugelda- búð. Ekki fer sögum af því að norskir brennuvargar hafi mót- mælt þessum ummælum. Flokkur sem fór lítið fyrir í kosn- ingunum var Kystpartiet, sem berst fyrir hagsmunum sjómanna. Formaður hans Harald Kristoffer- sen segist geta rakið sjómannsætt- ir sínar aftur til 1649 og segir fram- bjóðendur flokksins afla hafa unn- ið heiðarlega vinnu um ævina. Um 20 manns mættu í kosningaveislu flokksins þar sem boðið var upp á hvalborgara. Sjálfstæðismenn eða f rjálsly ndir? En hafa kosningarnar í Noregi eitthvert fordæmi fyrir ísland? Hvort sigur Stoltenbergs bendi til sigurs Samfylkingarinnar árið 2007 skal ósagt látið. En hin mikla fylgis- aukning Fremskrittspartiet er áhugaverð. Sá flokkur sem gegnir helst tilsvarandi hlutverki á Islandi er Frjálslyndi flokkurinn. Sjálf- stæðisflokknum tókst undir for- ystu Davíðs Oddssonar að sameina bæði íhaldsmenn af gamla skólan- um og yngri frjálshyggjumenn. En Einar Már Guðmundsson rithöfundur Spurði norska rithöfundinn Lars Saaby Christiansen hvort Norðmenn hefðu ekki allir verið maóistar. undanfarið hefur borið á ókyrrð innan raða hans þar sem sumir vilja ganga lengra með einkavæð- inguna en aðrir vilja draga í land og virðast æ hlynntari afskiptum rík- isins. Spurning er hvort flokknum Jens Stoltenberg sigur- reifur Stendur á sviði frammi fyrir stuðningsmönnum sln- um eftir kosningarnar. takist undir nýrri forystu að sam- ræma þessi tvö öfl, eða hvort möguleiki sé á að hinir yngri kljúfi sig út úr flokknum og gangi jafnvel til liðs við Frjálslynda flokkinn. Því er hugsanlegt að á næsta áratug verði samsvarandi bylting innan borgaraaflanna hér og orðið hefur í Noregi. Sony innkall- ar millistykki Sony hefur ákveðið að innkalla millistykki sem fylgdu ákveðnum PlayStation Slimline leikjatölvum framleiddum á milli ágúst og des- ember 2004 vegna möguleika á of- hitnun og slysahættu í kjölfar þess. Búið er að setja upp sérstakt síma- númer fyrir viðskiptavini Sony, en það er 591-5199. Samkvæmt upp- lýsingum þaðan hefur ekki verið mikið um hringingar og þeir sem hafa hringt hafa ek verið í hópi' viðskiptavina sem innköllunin nær yfir. „Það er mikilvægt að líta á dagsetningar- kóða á millistykkinu en ekki fara með stykkin á sölustaði," segir Egill Sigurðsson hjá hjálparlínu Sony. Eins er hægt að líta á heimasíðuna www.ps2ac.com fyrir frekari upp- lýsingar. Stökk niður Hópur fólks fylgdist með þegar maðurinn mætti dauða sínum. Hann varnýlega greindur með alnæmi. Kínverskur maður greip til örþrifaráða Stökk niður 30 metra fbúar í borginni Xi’an í Kína horfðu skelkaðir á þegar maður framdi sjálfsmorð síðasdiðinn laugardag. Hann hafði nýlega verið greindur með alnæmi og sagðist ekki geta lifað með sjúkdómnum. Maðurinn klifraði upp í 30 metra háa rafmagnslínu og sat þar í dá- góða stund. Hópur fólks safnaðist saman í kring og lögregla og slökkvilið reyndu að gera varúðar- ráðstafanir. Það bjargaði mannin- um hins vegar ekki. Hann stökk niður og lést. Árlega fremja um 287 þúsund manns sjálfsmorð í Kína. Það er um tíu sinnum meira en til dæmis í Bandaríkjunum. Sérfræðingar segja lélegri heilsugæslu og kreppu í Kína um að kenna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.