Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2005, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2005, Blaðsíða 27
DV Lesendur ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 27 Úr bloggheimum Hljómsveit kvöldsins „Fjandakornið, nýr ís- lenskur þáttur í RÚV sem er að virka. Þetta þarfekkertað vera flókið, Þara ekkiyfir- máta pínlegt þannig að gestirnir fái að njóta sín án þess að skammast sfn.Auðvitað komu líka stundum fín bönd í Gísla Martein. En aumingjahrollurinn sem fylgdi litla borgarstjórawannabe dvergnum varp- aði alltafskugga á mómentið." Asgeir Ingólfsson - asgeirhi.blogspot.com Endurkoman „Mitt ástkæra fólk hef- ur aðhafst margt mis- jafnt I fjarveru minni. Áberandi eru fæðing- ar og skírnir, en einnig venjuleg íslensk deleríum tremens sum- arstemmning. Maður bara skellir sér I pakkann með liðinu eins og ekkert sé, klappar börnum og lemur I barinn." Þórhildur Ólafsdóttir - isdrottningin.blogspot.com (talskar kjötbollur „Ég var að komast að því að efmaður googlarjtalskar kjötbollur" þá kemur siðan mín númer tvö, rétt á eftir Subway! Ég er að spá i að vera ánægð með þetta enda eru ítalskar kjötbollur einn afsérréttunum mínum... eða sko einn afþeim réttum sem mér tekst ein- staklega vel að elda (þó ég segi sjálf frá). Mmmmmm ítalskar kjötbollur... *slef* *." Kristin Gróa Þorvaldsdóttir - sadpunk.com Pabbi syngur „Annars fannstmér ótrúlega fyndið um daginn þegar að pabbi var að sækja mig í skólann, vorum að keyra bara svo kom þarnajook whatyou've done með Jet" Og þá byrjaði pabbi að syngja það, ótrúlega fyndið.. ég bara: pabbi af- hverju kanntþú þetta lag?hahahha." BoðiLogason - bodi.mis.is Cannes-hátíðin haldin í fyrsta sinn Kvikmyndahátíðin í Cannes var haldin í fyrsta skiptið á þessum degi árið 1946. Reyndar hafði átt að halda fyrstu hátíðina sjö árum áður en fresta þurfti henni vegna síðari heimsstyrjaldarinnar. Fyrsta kvikmyndahátíðin í heim- inum var haldin í Feneyjum árið 1932. Fljótlega varð hún þó að áróð- urstæki fyrir Hitler og Mussolini sem völdu sjálfir hvaða myndir yrðu sýnd- ar og skiptu svo verðlaununum bróð- urlega á miili sín. Frakkar hneyksluð- ust á þessu og ákváðu að halda sína eigin kvikmyndahátíð. í júm' 1939 var ákveðið að hún yrði í Cannes dagana fyrsta til tuttugasta september. Kvik- myndir voru valdar á hátíðina og stjömumar fóm að streyma að um miðjan ágúst. En að morgni fyrsta september réðust Þjóðverjar inn í Póliand og Frakkar settu her sirrn í viðbragðsstöðu. Kvikmyndahátíðinni í Cannes var því frestað eftir að aðeins ein mynd hafði verið sýnd, en það var kvikmynd þýsk-ameríska leikstjórans Williams Dieterle, Hringjarinn frá Notre Dame. Tveimur dögum síðar lýstu Frakkar og Bretar yfir stríði við Þjóðvexja. sína Fahrenheit 9/1 í. I Eftir að ------------- ---------1 heimsstyrj- öldinni lauk ákváðu frönsk stjóm- I dag árið 1900 fórust meira en þrjátíu manns í ofsa- veðri. Kirkjurnar á Urð- um og Upsum í Svarf- aðardal fuku og brotn- uðu í spón. völd að koma kvikmyndahátíðinni í Cannes aftur á laggirnar í því skyni að laða ferðamenn aftur til Iandsins. Myndir ffá átján þjóðum vom sýnd- ar og vom Frakkar mjög gjafmildirrf verðlaun; alls fengu níu myndir fyrstu verðlaun. Kvikmyndahátíðin í Cannes er í dag ein virtasta kvik- myndahátíð í heimi. Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sinar á málefnum líðandi stundar. Gleymið ekki forvörnum Grjóthrun og skriðuföll Fylgjastþarfbeturmeðokkarsíbreytilegu náttúru. Bjami Valdimarsson skrifar. Þögnin fyrir snjóflóðin á Flateyri, Hnífsdal og í Súðavík var minnis- stæð. Eins var með New Orleans, þar var heldur ekki gert ráð fyrir að neitt færi úrskeiðis þrátt fyrir viðvaranir um annað. Spmngan sem DV sýndi fyrir nokkrum ámm í Óshymu hefur greinilega víkkað og em nú komnar kolsvartar gjótur í hmn. Málið snýst Lesendur ekki um grjóthmn á veginn eða eilíf- ar rannsóknir, heldur flóðbylgjuna sem kemur þegar Óshyrnan hleypur fram. Til samanburðar má minna á Alaska og þegar að Hrafnafjallið í Noregi hljóp fram tvisvar með gífur- legu manntjóni í bæði skiptin. Þar eins og annars staðar fóm allir aðilar sem að málinu komu eins og köttur í kringum heitan graut. Mér skilst að á austurströnd Bandaríkjanna hafi menn áhyggjur af því þegar eld- fjallaeyjan Las Palmas á Kanaríeyj- um hleypur fram. Það er ekki mikið sem við ís- lendingar getum gert í því sem að öðrum löndum snýr en við ættum að líta okkur nær og skoða betur hvernig forvörnum í okkar heima- landi er háttað. Óshlíðin hefur ver- ið hættuleg í mörg ár og lítið verið að gert. Við sem búum í landi þar sem allra veðra er von með skriðu- föllum og tilheyrandi hættu ættum að gera kröfu til þess að fylgst sé með svæðum þar sem hætta er á snjóflóðum svo og grjóthruni úr hlíðum. Allt of hröð umferð VUhjálmur hringdi: Það er furðulegt hvað fólk er pirrað í umferðinni núorðið. Það má minnstu muna að manni sé réttur fingurinn í hvert einasta skipti sem maður skiptir um ak- grein eða tekur beygju, þótt stefnu- ljós sé gefið. Stressið og kapp- hlaupið er hlaupið í stýrið hjá fólk- inu og þetta bitnar á hinum í um- ferðinni sem ætla sér bara að kom- ast heim til sín, heilu og höldnu. Um daginn var ég á ferðinni þar sem bíll fyrir aftan mig blikkar mig á fuliu og tekur svo fram úr, bíl- stjórinn með „góða fingurinn" uppi, bara til að lenda á sömu ljós- um og ég, en reyndar nokkrum sentimetrum á undan mér. Það skortir töluvert á þolinmæði og manngæsku í umferðinni og því verðugt að vekja athygli á þessari óeðlilegu hegðun fólks. Þetta er áreiðanlega miklu algengara er- lendis en hérna, en eigi að síður þurfum við að stöðva þessa þróun áður en of seint er í rassinn gripið. Það væri kannski ráð að menn leit- uðu að innri styrk eða bæðu litla bæn áður en sest er undir stýri til að geta róað sig aðeins niður áður en ætt er af stað. Hallgrímur Kúld veltir fyrir sér misskipt ingu lifsgæða. Sundlaugarvörðurinn segir Ömurlegt í Afganistan Ég var að gera mér vonir um að ég geti farið að keyra bílinn minn í vikunni því ég var að losna úr gifsi. En í staðinn var ég settur í göngugifs og ég verð að vera í því í fjórar vikur og má ekkert keyra. Þannig ég verð að vera háður kellingunni ennþá við að komast frá A til ö, það er alveg hræðilegt. Konur eiga ekki að vera með bílpróf, ég er alveg búinn að sjá það. Svona úr einu í annað því ég var að horfa á sjónvarpsþátt í gær um líf- ið í Afganistan. Mér fannst það merkilegt að sjá ömurleikann sem þetta fólk býr við og það fær mann til að hugsa um hvað við höfum það þokkalega gott héma. Þau höfðu ekkert vatn og það var ryk út um allt; ömurleikinn í hnotskum. Og hvað get- um við gert til að hjálpa, þaðeralltaf j spuming? | ömurlegt Meðan Ogsvovar || jr Wmálverkerukeyptá ég að fletta tvo og hálfan millj- blöðunum um arð er ástandið öm- helgina. Það var | urlegt I Afganistan. uppboð á einhveiju málverki eftir Rembrandt og það J kostaði tvo og hálfan milljarð. Bíddu, er ekki allt í lagi? Tvo og hálfan millj- arð fyrir eitt málverk? Og svo getum við horft upp á fólk sem hefur ekki einu sinni aðgang að vatni, mat, fatnaði eða húsaskjóli. öll húsin þama í Afganistan vom meira og minna bombuð. Það er því í huga mér í dag hversu lífsgæðunum er misskipt. Maður eða kona sem getur keypt málverk á tvo og hálfan millj- arð hlýtur að geta lagt eitthvað til þeirra sem minna mega sfn. Maður dagsins ■ Markaður fyrir list á íslandi hefur batnað Sigurður Ámi Sigurðsson er ný- fluttur heim til íslands eftir 12 ára fjaiveru. „Já, ég bjö lengi í Frakk- landi en bý héma núna, þótt ég sé með annan fótinn úti. Ég kom mér upp vinnustofú héma, en fer tvisvar, þrisvar á ári til Frakklands til að kenna myndlist í listaháskól- anum í Montpellier. Það er stór- munur á menningarlífi Reykjavíkur og París, en ekkert síðri kraftur héma, þannig séð. París er sérstak- ur suðupunktur af menningar- straumum alls staðar að og rík af menningu Vestur- og Suður-Evr- ópu fyrir utan alla innflytjenduma sem em þar. Það em fáar borgir sem státa af þeim ægilega graut sem þar er. Framboð á list hérlend- is hefur hins vegar breyst stórkost- lega á undanförnum árum, bara svona eins og nýliðin bókmennta- hátíð ber vitni.‘' Sýning Sigurðar er fyrsta sýning hans í mörg ár hérlendis. En er ís- land góður markaður fyrir mynd- Ust? „Ég kvarta ekki. Fyrirtæki em að kaupa mjög mikið af list núorð- ið. Það er hiklaust að verða meiri fagmennska í þessum bransa líka. Eftir því sem við eignumst fleiri góð gallerí og fólk verður betur upplýst, gerir það meiri kröfur og fylgist bet- ur með. Maður sér fleira yngra fólk en áður að kaupa myndlist sem er líklega vegna þess að margir fara utan í nám og kynnast þar söfnum „Við sem listamenn erum að skrá lista- söguna og galleríum og koma svó'með þá menningarheima til íslands aftur," segir Sigurður. Stjómvöld og fyrir- tæki hafa gert mildð til að efla list- ina í samfélaginu, en betur má ef duga skal samkvæmt Sigurði því honum finnst fjárfiamlög ríkis og bæja til listasafna vera of lág. „Við sem listamenn erum að skrá lista- söguna en söfnin fá skammarlega Iitlar upphæðir til afnota til kaupa á þessari sögu fyrir komandi kyn- slóðir.“ röur Árni Sigurðsson myndlistarmaöu^r þessadaganameðsýningu í Brf 101. Þetta er fyrsta sýning hans hér á landi slðan 2001 en hann hefur ial annars haldið sýningar I Frakklandi, Sviss, Japan og Þyskalan .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.