Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2005, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2005, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 DV Fréttir Lukka enn ófundin Lukka, veika kisan úr Hafnarfirði sem verið var að flytja á milli húsa þegar hún slapp við hús númer 60 við Skúlagötu hefur ekki enn fundist. Eigandi hennar Hulda Haraldsdóttir og | maður hennar hafa leitað í grenndinni og augiýst hef- ur verið eftir henni í öllum blöðum, en án árangurs. Eins og fram kom í DV fyrir tveimur vikum var hún með § innan við þriggja vikna kett- j linga, sem þar urðu móður- ! lausir. Hulda segir að vel hafi gengið að fóðra kett- lingana fimm sem dafna vel. Óvíst er hins vegar hvernig kettlingar þroskast ef þeir hafa ekki mömmuna til að kenna sér þau grundvailaratriði sem lítil kisubörn verða að hafa með í farteskinu út í lífið. bergljot@dv.is Gísli Marteinn vill eignast hund Eins og lesendum DV er kunnugt er Gísli Marteinn Baldursson mikill hundavinur. Inn á heimsíðu sína í gær ritaði hann eftirfarandi pistill. „Ég átti einu sinni hund sem hét Máni. Ég átti hann í tæp 10 ár, en þá skildu leiðir. Hann var stórkostlegur hundur og vinur og ég hef alltaf saknað hans mikið. Mig hefur lengi vel langað í annan hund, en einhver virðing fyrir Mána hefur haldið aftur af mér með það. En nú erum við farin að tala um það af alvöru á heimiiinu að fá okkur hund. Við erum að hugsa um Golden Retri- Bergljót Davíðsdóttir skrifar um dýrin sln og annarra á þriðjudögum IDV ever, Labrador eða einhvern Collie (Máni var blanda af Collie og Border Collie). En það er heilmikið mál að fá sér hund, því maður þarf að bíða eftir goti, skoða for- eldrana og ýmislegt. Ef einhver lesandi þess- arar síðu hefur góðar ábendingar um þessi mái, mætti viðkomandi alveg láta mig vita.“ Hundaeigendur fagna því að fá Gísla Martein yfir í sínar raðir og ef einhver á góðan hund fyrir hánn, þá endilega sendið honum boð. Hundabúr - Hvolpagríndur Full búð af nýjum vörum. 30% afsláttur af öllu. Tokyo gæludýravörur Hjallahrauni 4 Hafnarfirði s. 565-8444 Opið: mán. til fös. 10-18 Lau. 10-16 Sun. 12-16 Hundavinirnir Hitler, Bush og Ceausescu í Rúmeníu eru George Bush, Adolf Hitler og Nicolae Ceausescu notaðir í áróðursher- ferð fyrir því að fólk taki að sér flækingshunda. Um allt land má sjá skilti sem á stendur: „Hundur- inn elskar þig eins og þú raun- verulega ert.“ Hitler var vel þekkt- 1 ur dýravinur og gat alls ekki þolað að illa væri farið með nokkurt dýr á meðan Ceausescu, sem ábyrgur var fyrir pyntingum og dauða þúsunda landa sinna, sást aldrei án kjölturakkanna sinna, þeirra Corbu og Saronu. George W. Bush er einnig vel þekktur fyrir að vera mikill hundavinur og sýnir sig oft með English Springerinn sinn, Spot, og Bamey sem er skoskur Terrier. Iona Casetti, forsvarsmaður rúmensku dýravemdunarsam- takanna sem standa fyrir herferð- inni, segir að með þessu sé verið að höfða til samvisku og við- kvæmni fólks því ef mestu harð- stjórar og morðingjar veraldar- innar em dýravinir þá er sú elska til í öllum mönnum. Allir ættu að geta bjargað hundi úr hunda- geymslunni þar sem ekkert bíður þeirra að öðmm kosti nema dauðinn. émm. Þessi óvenjulega mynd náð- ist af þessum tígur þar sem hann parar sig við ljónynju í þjóðgarði í Kína. Það kemur fyr- ir að þessar tvær dýrategundir pari sig saman en það er mjög sjaldgæft að það náist á mynd. A þessu ári hafa litið dagsins ljós í garðinum fimm afkvæmi þessara dýrategunda. Tigons er þau kölluð þegar faðirinn er tígrísdýr en móðirin ljónynja. Ligers hafa þau hins vegar verið nefnd þegar því er öfugt farið, það er að segja ljónið er faðir- inn en tígrisdýrið móðirin. Ekki fylgir sögunni hvort eitthvað annað skilur á milli ligers og tigons. Hundaskóli Hundaræktarfélagsins stendur fyrir íjölda námskeiða fyrir hundaeig- endur. Skólastjórinn Valgerður Júlíusdóttir segir að best sé að koma með hundana unga en með því er hægt að komast hjá því að þeir festist í hegðunarmynstri sem erfitt getur reynst að ná úr þeim síðar. Fara helm ánægðir og öruggir með kátari hund „Sumir koma niðurbronir á nám- skeið og eru við það að gefast upp. Því er svo gaman að sjá þetta sama fólk fara ánægt og glatt, fullt af öryggi með kátan hund að loknu námskeiði," segir Val- gerður Júlíusdóttir, skólastjóri Hunda- skóla Hundaræktarfélags íslands, en hún ásamt Guðrúnu Hafberg og Sigríði Bíldal sér um kennsku í skólanum. Unnið á jákvæðum nótum með hundana Vaigerður segir að vinsælust séu hvolpa- og gmnnnámskeiðin. Löng bið er eftir að komast að með hvolpana og því eins gott að hvolpaeigendur panti um leið og þeir hafa tryggt sér hvolp. „Best er að fá þá þriggja til fjögurra mánaða. Þá eru þeir mjög móttældlegir fyrir því að læra. En fyrst og ffemst er námskeiðið fyrir hundaeigandann sem lærir að fara rétt að hundinum sínum og vinna með hann,“ segir Valgerður. í Hundaskólanum er unnið á já- kvæðu nótunum og sú aðferð að refsa hundinum er ekki ástunduð. „Við byggjum á jákvæðninni og vinnum með augnsambandið. Að fá hundinn til að gera það sem hann er beðinn um þannig. Það hefur reynst best og löngu liðin tíð að refsa hundum. En fyrst og fremst er námskeiðið byggt þannig upp að eigandi og hundur nái að byggja upp samband, þannig að skiln- ingur ríki á milli þeirra," segir Valgerð- Hvetja menn til að koma með hundinn ungan Námskeiðið er í átta skiptí en kennt er á kvöldin. Það hefst og endar á bók- legum tíma. „Það er svo slæmt þegar fólk lætur hjá líða að sækja námskeið með hundinn sinn, en gefst svo upp því það ræður ekki við hegðunareinkenni sem svo einfalt hefði verið að með- höndla, bara ef tekið hefði verið á því strax. Þegar hundamir eru orðnir kyn- þroska er mun erfiðara við þá að eiga og því hvetjum við til þess að fólk fari á námskeið fyrir þann tíma." Valgerður segir að misjafnt sé hvenær hundar verði kynþroska, stærri hundar verði það síðar en þeir smærri en strax upp úr sex til átta mánaða aldri eru margir smáhundar kynþroska. Svo má ekki gleyma því að ef fólk sækir grunnnámskeið þá er helmingsafslátt- ur veittur á hundagjöldunum. Á vegum Hundaskólans em einnig fleiri námskeið, eins og fyrir veiði- hunda og vinnuhunda. Allar upplýs- ingar má finna á heimasíðu Hunda- ræktarfélgsins, www.hrfi.is en þar er einnig hægt að skrá sig á námskeið. Nýir hundaeigendur ættu ekki að láta hjá líða að sækj a um en í Hundaskól- anum læra þeir það sem þeir þurfa að vita til að geta alið upp hundinn sinn. bergljot@dv.is Vel alinn hundur er skemmtilegur hundur Þær ValgerðurJúlíusdóttir og Guð- rún Hafberg eru hundakellmg- ar ofguðs nóð og eiga sjálfar marga hunda. Meðal annars á Valgeröur fyrsta afganhund- inn sem kom til iandsins. Misjafn sauður í mörgu fé Ég hef lengi velt því fyrir mér, hver sé raunvemleg ástæða þess að sumir hafa svo á móti hundum. Hundaskíturinn sem stundum fyrir slysni vill sitja eftir í umhverf- inu er einasta eina ástæðan sem ég finn. Og get svo vel skilið að pirri bæði þá hundlausu og ekki síður okkur. í þau fáu skipti sem ég hef átt í útistöðum við fólk vegna minna hunda er þegar bor- ið er á þá að hundaskítur í hverf- inu sé þeirra vegna. Sjaldnast er það svo en ég neita því ekki að það hefur gerst fyrir slysni. Hundum er það nefnilega eiginlegt að gera ekki þarfir sínar í eigin garði, ef þeir komast hjá því. Hundaskítur á götunum og í görðum nágrannanna er út af fyrir sig meira en skiljanleg ástæða fyrir andúð þeirra hundlausu, en það em ekki aðeins þeir sem pirra sig út af hundaskítnum; öll viljum við geta gengið um göturnar án þess Skoðun Beggu að eiga á hættu að stíga í skít. En ég fullyrði að það er aðeins lítill hluti hundaeigenda sem gætir þess ekki að taka upp eftir hunda sína. Ég er ekki svo bjartsýn að ég geri mér það ekki ljóst að þessi vandi mun alltaf vera fyrir hendi, hversu mikið sem við gætum hunda okkar, þá verða slys. En ég veit hins vegar að betur má ef duga skal og því verður stöðugt að hamra á því að menn séu ábyrgir og láti ekki hunda sína ganga lausa. Því ekki vil ég trúa að menn horfi á þá gera þarfir sínar án þess að hreinsa upp eftir þá. Hvað sem öllum hundaskít líður þá er engin ástæða fyrir okkur hundaeigendur að fara með veggjum, hoknir í baki og finna til ósegjanlegrar sektar, aðeins vegna þess að við eigum þetta áhugamál að halda hund. Það er ákveðinn lífsstíll og við sem emm ábyrg eigum ekki að þurfa að finnast við undirmáls fyrir það eitt að vilja stunda okkar áhuga- mál. Rétt eins og hestamenn eða golfáhugamenn. Það er misjafn sauður í mörgu fé í hundaheimin- um, rétt eins og hvar annars stað- ar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.