Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2005, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2005, Blaðsíða 33
Menning DV ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 33 Dauðateygjum skáldsögunnar var fagnað af nokkrum smáskáldum í upp- hafi Bókmenntahá- tíðar, en nú er henni lokið og þá skoðar Valur Gunnarsson eftir- tekjurnar af sjö daga sælu þeirra sem eru mest upp á rómanalesturinn Er skáldsagan dauð? í fyrstu virðist spumingunni fljótsvarað, hún jafnvel kjánaleg. Rétt eins og væri maður staddur í samkvæmi og einhver spyrði hvort Jónas væri lát- inn, og maður benti og segði nei, hann situr þarna. Vilji maður fá staðfestingu á því að skáldsagan sé lifandi ætti að vera nóg að fara á næsta kaffihús eða bar og segjast vera útgefandi í leit að höfundum. Líklega mun annar hver maður rétta upp hönd og segjast vera að skrifa bók. Samt heyrir maður þessa yfirlýsingu reglulega. Varhugaverðast er þó þegar það eru höfundamir sjálfir sem lýsa því yfir að skáidsagan sé dauð. Slíkt fælir mann frá því að taka upp bækur þeirra. Rétt eins og væri maður að fara í aðgerð og læknirinn lýsti því yfir að skurðlækningar væm dauðar, nú til dags væm nýaldarlækn- ingar miklu vinsælli. Ég myndi að minnsta kosti hugsa mig tvisvar um áður en ég legði mig í hendumar á slík- um manni. Bókmenntahátíðir eða jarðarfarir? Fregnir af andláti skáldsögunnar virðast enn ótímabærar. Rétt eins og flestir spáðu því að bíóhúsin myndu gera út af við leikhúsin og að sjónvarp- ið myndi gera út af við bíóið hafa ölf þessi fyrirbæra náð að komast af hlið við hiið, stundum í samkeppni, stund- um í samstarfi hvert við annað. Og ef finna þarf frekar staðfestingu á því að skáldsagan lifi góðu lífi má benda á hina mjög svo vel heppnuðu Bók- menntahátíð í Reykjavík sem nú er ný- lega yfirstaðinn. Á öUum þeim við- burðum sem ég fór á var nánast ómögulegt að fá sæti og yfirleitt komust færri að en vildu. Og U'tiU jarð- arfararbragur var yfir henni. Súperstjörnur bókmenntanna Stórstjömur hátíðarinnar vom þeir Paul Auster og Nick Homby. Þó að þekktustu höfundamir selji miUjónir bóka hefur markaðurinn ekki enn náð sömu tökum á bókaútgáfu og hann hefur gert í tónlistar- og kvikmynda- heiminum. Hvers vegna mun verða fjallað um sfðar. En hættumar leynast víða. Nick Homby hafði til að mynda áhyggjur af því í spjaUi sínu við Kristján B. Jónasson að nú væri staðan sú að sömu 20 höfundunum væri stanslaust otað að fólki, jafnvel þó að hann sjálfur væri einn af þessum 20 höfundum. Verður að teljast einstakalega hugraklct af höfundi að benda á óréttlæti mark- aðsaflana, jafnvel þó að þetta sama óréttlæti sé honum sjálfum í hag. Napóleon og NewYork Stærsta númer hátíðarinnar var hinsvegar Paul Auster. í Iðnó las hann upp úr væntanlegri bók sinni, The Brooklyn Follies, en sögunni lýkur rétt fyrir árásimar 11. september 2001. Ný- leg bók eftir annan gest hátíðarinnar, Krónprinsessan eftír Hanne Vibeke Hanana al-Shaykh Var talin hafa skrifað matreiöslubók fyrst i stað. Holst, endar einnig nokkmm klukku- tímum fyrir þessar sömu árásir. Torfi Túlíníus tók gestí með í neð- anjarðarbrautaferðalag um New York Austers, sem endaði reyndar í París, og var það vel tíl fundið. Auster er einn af fæmstu höfundum sinnar kynslóðar en það er eins og hann hafi aUtaf skort yrkisefni, leitað inn á við í höfundasál sína frekar enn að beita henni til að lýsa umheiminum. Flestar bækur hans síðan hafa fjallað um menn að skrifa skáldsögur, jafnvel nokkrar í einu, svo að erfitt getur verið að átta sig á hvaða persóna hans er að skrifa um hvem. Sjálfur efast hann þó ekki um gUdi skáldsögunnar. Ókunnugir mætast í Norræna húsinu sagði hann að hún væri enn eina leiðin tíl þess að tveir ókunnugir einstaklingar (höfund- urinn og lesandinn) geti átt samræður á nánum forsendum og hefði það fram yfir bæði tónlist og kvikmyndir sem væm frekar hópupplifun. Varðandi árásimar 11. september sagði hann að yfirleitt liðu margir áratugir áður en góðar skáldsögur væm skrifaðar um sögulega viðburði, og tók sem dæmi Sm'ð og frið sem var skrifuð um hálfri öld eftír atburðinn sem hún lýsir, inn- rás Napóleons í Rússland. Spurning um líf eða dauða Það virðist því sem það lendi á nýrri kynslóð höfunda að reyna að útskýra hið nýja ástand heimsmála eftír 11. september. En sumir hafa ekki þann munað að bíða. Og þeir hafa heldur ekki þann munað að velta því fyrir sér hvort skáldsagan sé lífs eða Uðin. Fyrir þeim er það að skrifa í sjálfu sér spurn- ing um líf eða dauða. Kúrdíski rithöf- undurinn Mehmed Uzun ólst upp við Einar Már Guðmundsson rithöfundur Erþetta ekki bara spurning um að skrifa góðar bækur? tungumál sem þá var bannað í heima- landi hans, Tyrklandi. Uzun sat átta ár í fangelsi fyrir að gefa út tt'marit á kúrdísku og fluttist tU Svíþjóðar. I spjaUi sínu við Þórarin Eldjám sagði hann að ástæðan fyrir flutning- unum hafi verið sú að hann hafði frétt að nafn hans væri komið á dauðalista stjórnvalda. En í Svíþjóð hefur hann gefið út bækur á móðurmáli sínu, og er nú fluttur aftur til Tyrklands þar sem hann nýtur talsverðra vinsældu og ljær ekki aðeins eigin hugmyndum heldur jafnvel aUri þjóð sinni rödd. Tekin í misgripum fyrir matreiðslubók Hanan Al-Shaykh er fædd í Beirút og átti afar erfitt með að fá verk sín út- gefin, ekki vegna skorts á gæðum held- ur vegna þess að hún mótmælti feðra- veldinu sem hún ólst upp við. í Nor- ræna húsinu sagði hún frá því að út- gefandi hafi upprunalega samþykkt verk sitt en tekið það í misgripum fyrir matreiðslubók höfundar með svipað nafn, og ætlað að hætta við þegar hann las bókina. En hún beittí fortölum og bókin var gefin út, og hefur notíð vin- sælda þrátt fyrir að vera bönnuð í mörgum löndum Arabaheimsins. Dauðinn, mörgæsin og Vladimír Pútín Andrej Kúrkov er rússneskumæl- andi Úkraínumaður. Hann hefur ekki þurft að leggja líf sitt að veði við að skrifa skáldsögur sínar, en í samræð- um sínum við Árna Bergmann sagði hann frá örlögum sem eru næstum því jafn slæm fyrir rithöfund. Stjórn- völd í Rússlandi beittu áhrifum sín- um til að fá bækur hans fjarlægðar úr öllum helstu bókabúðum Rússlands vegna gagnrýni hans á Pútín. Kúrkov er svo heppinn að njóta einnig hylli utan Rússlands og því hefur ekki tek- ist að þagga niður í honum, en það má hugsa sér að slík meðöl geti verið afar áhrifamikil á menn sem eiga allt sitt undir rússneskum útgefendum. Kúrkov ræddi einnig um ritskoðun á tfmum Sovétríkjanna en svo virðist sem stjórn Pútíns beiti nýstárlegri aðferðum, ekkert er bannað, það er einungis séð til þess að verk „óæski- legra" höfunda séu ófáanleg. Spurning um að skrifa góðar bækur En rithöfundar þurfa ekki endi- lega að alast upp í alræðisríkjum til að hafa eitthvað að segja. Góðum rit- höfundi liggur alltaf mikið á hjarta því aldrei er neinn skortur á við- fangsefnum og vandamálum. En til þess að geta tekist á við þau þarf hann sjálfur að hafa trú á því sem hann er að gera. Eða, eins og Einar Már Guðmundsson sagði í samræð- um sínum við Lars Saaby Christen- sen um stöðu skáldsögunnar í dag: Er þetta ekld bara spurning um að skrifa góðar bækur? Valur Gunnarsson Toni við Tjörnina f dag hefst miðasala á tón- leika Antony and The Johnsons í Fríkikjunni í Reykjavík þann 10. desember. Miðasala fer fram á midi.is og svo í verslunum Skífunnar um allt land. Tak- markað magn miða er til sölu og ætli menn sér að komast á þennan jólakonsert verða þeir að blæða tt'manlega. Antony og félagar eru um þessar mundir að túra í annað sinn tU að fylgja disknum sínum Iam a bird noweftir. Hljóm- sveitinni hefur bæst trommu- leikari. Þá komu þeir hingað og fyUtu Nasa. Þeim verður ekki skotaskuld úr því að fyUa Frí- kirkjuna sem aldrei hefur talist stórt hús. Fuglasöngur Tona Iama bird nowvar valinn besta plata ársins 2005 á hinni virtu Merc- ury tónlistarhátið sem haldin var f Bretlandi þriðjudaginn 6. september. Mercury verðlaunin eru ein virtustu verðlaunin í tónlistarheiminum í dag. Tracyog Hepburn í Firðinum f kvöld verður Kvikmynda- safnið með sýningu á amerísku myndinni Woman ofthe Year frá 1942 í leikstjórn George Stevens. Þetta er fyrsta myndin sem hið ódauðléga kvik- myndapar Katherine Hepburn og Spencer Tracy léku f. Þetta er gamanmynd um baráttu kynjanna. Tess (Hepburn) er frægur dálkahöfundur á dag- blaði í New York gerir grín að Sam (Tracy) sem skrifar um íþróttir fyrir sama blað. Þegar leiðir þeirra liggja saman til þess að þau megi ná sáttum verða þau yfir sig ástfangin. Sýningar Kvikmyndasafnsins fara að vanda fram í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði á þriðjudagskvöldum kl. 20:00 og er sama mynd endursýnd á r laugardögum kl. 16:00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.