Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2005, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2005, Blaðsíða 31
r»v Lífíð ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 3 7 Beðið á barnum Ronan Vibertal- varlegur á svip Bjólfurinn G erard Butler bregður á leik fyrir Ijósmyndara. I Fornmennin Frá vinstri: | Sturla Gunnarsson, Martin I Delaney (íklæddur Deadjakka), I Ronan Vibert, Tony Curran, | Steinunn Ólína, Sarah Polley. Framleiðandinn Friðrik Þórlétsig ekki vanta i eftirpartiiið Daginn eftir frumsýninguna á Bjólfs- kviðu var haldinn blaðamannafundur á Sutton Place hótelinu í Toronto. Þar sáust aðalleikararnir gantast við Sturlu Gunnarsson og svara spurningum for- vitinna blaðamanna. Þórarinn var að sjálfsögðu mættur þangað. Blaðamannafundurinn Sturla Gunnarsson byrjaði á því að útskýra hvað kom til að hann réðst í að kvikmynda Bjólfskviðu. „Ég er fæddur á íslandi og mig hefur alla tíð langað að gera mynd sem gerist í þessu landslagi. Sagan kemur úr nor- rænu sagnahefðinni og verður að fyrsta meistarastykkinu á enskri tungu. Þannig að sagan tengir saman þessa tvo heima.“ Tími fyrir hópfaðmlag Aðspurður hvernig það var að vinna að myndinni svaraði Gerard Butler „Þetta var heillandi ferðalag. Ég gat ekki sagt nei við því að vinna að þess- ari sögu. Auk þess er Sturla faUegur karlmaður... vinnulega séð." Við þetta skellti salurinn upp úr og Sturla bætti við „og mikill mannvinur". „Já! Fal- legur og sexí líka." Þá sagði Sarah Polley það sem allir voru að hugsa: „Mér sýnist vera kominn tími fyrir hópfaðmlag!" Afdrifarík bókakaup Ingvars Ingvar E. Sigurðsson sagði frá því hvernig hann fékk hlutverkið. „Sturla hafði gefið mér eintak af handritinu og spurði mig hvort ég vildi eitthvert hlutverk. Stuttu seinna var ég staddur í bókabúð í Reykjavík. Það var Am- eríkani fyrir framan mig í röðinni sem var að spyrja út í tökur á myndinni. Ég sagði honum að það væri ekki byrjað að skjóta hana. Hann spurði mig hvemig ég tengdist myndinni og ég svaraði að ég léki kannski Grendel. Þá dró hann upp bókina „Grendel" eftir John Gardner og sagði „Þessi bók á eftir að redda þér hlutverkinu." Ég endaði á því að kaupa bókina af hon- um. Næst þegar ég hitti Sturlu sagði ég honum að þessi bók gæti hjálpað þeim sem hann veldi í hlutverkið. Þá svaraði hann „Ég vona að ég sé að horfa á hann." Við þetta bætti Sturia við mikil hlátrasköll: „Ég hafði ákveð- ið að ráða þann sem væri fyrstur til þess að kaupa þessa bók." 1 The Elgin Theater I Múgur og margmenni I bíður eftir stjörnunum. I Blaðamannafundur Sturla, I Butler, Sarah og Ingvar. I Sendiherrann og leikhúsfrömuðurinn I Guðmundur Eiríksson, sendiherra fslands i I Kanada, ásamtDeclan O'Driscoll sem sett Ihefur upp fjölda leikrita á fslandi | Bestustu vinir í heiminum „Þú ert maðurinn sem ég vil 1'tala við/'sagði Sturla við Ingv- arE.þegar myndin var tekin. J Jesús Butler Öskrin voru ær- j andi þegar Gerard Butlergekk I j rauða dregilinn. .. !'i Nornin Seima Sarah | Polley geislar út frá sér. Idol-dómarar á Norðurlöndum segjast fá ýmis tilboð í skiptum fyrir góða dómaV Þorvaldi var ekki boðið kynlíf í skiptum fyrir frægð „Nei, ég lenti nú ekki í þessu þeg- ar ég var dómari í Idol. Það var kannski vegna þess að ég var svo rosalega upptekinn af því að búa til litlu stúlkuna mína með konunni minni að ég hefði tekið allri slfkri at- hygli illa," segir tónlistarmaðurinn Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson þegar hann er spurður hvort hann haf! orðið var við að fá vafasama athygli frá keppendum í Idol meðan hann dæmdi. Eins og DV greindi frá í síð- ustu viku hafa Idol-dómarar annars staðar á Norðurlöndum verið hálf- umsetnir af keppendum sem bjóða þeim allskyns gylliboð í skiptum fyr- ír frægð og frama. Það sem stendur helst á boðstólum er kynlíf og viður- kenndi Douglas Carr sem sat í dóm- nefnd norska Idolsins 2004 að hann hafi fengið fjölmörg tilboð bæði frá karl- og kvenkyns keppendum. Þorvaldur telur að íslenskt sam- félag sé ef til vill aðeins of lítið fyrir svona viðskipti þar sem smæðin geri allt svo gegnsætt. Þó sé ekki loku fyr- ir það skotið að strákarnir sem voru að taka við geti átt von á svona uppákomum. „Þetta var svo nýtt þegar ég var í þessu og mikil athygli sem beindist að þessu. Núna gætu verið meiri líkur á þessu heldur en þá. Kannski að þetta gerist bara," segir Þorvaldur og slær á létta strengi. Það sé aldrei að vita nema núverandi dómnefnd sé í góðum málum á komandi vetri. Þorvaldur Bjarni var ekki var við vafasama at- hygli en segir ekki lokum fyrir það skotið að slíkt geti gerst á komandi vetri. I j Douglas Carr Norski | Idol-dómarinn segist hafa j fengið þvílíkan fjölda til- J boða um kynlíffrá karl- | og kvenkyns keppendum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.