Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2005, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2005, Side 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 Sport DV Hver fer í Árbæinn? Þessirþrir, Leifur Garðarsson, Sigurður Jóns- son og Magnús Gylfason, hafa allir verið orðaðir við þjáifarastöðuna hjá Fylki. í fótspor Hödda Magg Eyjamaðurinn Tryggvi Guð- mundsson er íyrsti markakóngur FH Í15 ár eða frá því Hörður Magnússon var markakóngur árið 1990. Hörður skoraði reyndar jafn mörg mörk og Guðmundur Steinsson árið 1991 en Guðmund- ur þurfti til þess færri leiki og fékk því guilskóinn. Tryggvi og Ailan Borgvardt gerðu í sameiningu 29 mörk í deildinni. Arið 1993 gerðu þeir Þórður Guðjónsson og Har- aldur Ingólfsson 33 mörk í sam- einingu, Þórður 19 og Haraldur 14, en það er met í efstu deild hjá tvíeyki. Stemning í Svíþjóð Það er mikil spenna á meðal sænskra knattspyrnáhugamanna fyrir leik liðsins við fslendinga, Alls hafa 28 þúsund miðar verið seldir á leikinn sem er liður í und- ankeppni HM en hann fer ffam á Rásunda-leikvanginum í Stokk- hólmi miðvikudaginn 12. október næstkomandi. Lfklegt er talið að uppselt verði á leikinn. Á síðasta heimaleik Svíþjóðar gegn Búlgar- íu koinu 33.883 áhorfendur. Svíar eru í efsta sæti riðilsins með 21 stig að loknum átta leikjum en ís- lendingar em í næstneðsta sæti með aðeins fjþgur stig að loknum níu leikjum. Útlitið getur ekki talist gott gegn Svíum því ekki nóg með að 17 stig skilji liðin að í riðlinum, þá verða þeir Eiður Smári Guðjohnsen og Hermann Hreiðarsson ekki með liðinu vegna leikbanna. Tilboðið var brandari Aldo Spinelli, forseti ftalska j knattspyrnufélagsins Livomo, I hefur engan áhuga á því að selja j Cristiano Lucarelli en Tottenham j lagði fram kauptilboð í hann fyrir j skemmstu. Spinelli sagði tilboð j Tottenham hafa verið langt frá j því að vera ásættanlegt. „Þetta til- j boð Tottenham var brandari. Ég j veit ekki hvað forráðamenn fé- lagsins hafa haldið. Lucarelli er eúm besti leikmaðurinn á Ítalíu og það þarf að borga vel fyrir svo góða leikmenn, ef félögin em til- búin að selja þá. En ég mun ekki selja Lucarelli nema fyrir mjög Jelena kon ekki yfir byrjunarhs Jelena Isinbayeva, heimsmet- hafi í stangarstökki kvenna, felldi byrjunarhæð sína á mótiíYoko- hama um helgina. Jelena felldi metra en heimsmet hennar er 5,01 metri og því kom þessi slaki árangur hennar töluvert á óvart. Jelena hefur haft algjöra yfirburði á stangarstökksmótiun undanfar- in misseri og var fyrirffam búistviðör- uggum sigri j| hennar. £ls Tatyana Grigor- yeva inu en fyTirmótið. NFL-deildin er farin á fulla ferð en önnur umferð var leikin um helgina. Sérfræð- ingar spá jöfnum vetri þar sem bilið á milli bestu liðanna virðist hafa minnkað. Tap hjá meisturunum Strax í annarri viku NFL-deildarinnar eru óvænt úrslit farin að líta dagsins ljós. Meistarar New England Patriots töpuðu mjög óvænt gegn Carolina Panthers, 27-17, og slíkt hið sama gerði lið Atlanta Falcons sem mikils var vænst af fyrir tímabilið. Það tap- aði á útivelli gegn miðlungsliði Seattle Seahawks sem tapaði illa í fyrstu umferð fyrir Jacksonville. Carolina tapaði í Super Bowl fyr- ir New England fyrir tveim árum síð- an og það tap var ákaflega sárt. Sig- urinn um helgina bætti kannski ekki upp fyrir það tap en sigurinn var engu að síður mjög sætur. „Þetta var engin hefnd því það er langt síðan úrslitaleikurinn fór ffarn," sagði Jake Delhomme, leikstjórnandi Panth- ers. „Þetta var samt mjög stór sigur fyrir okkur.“ Brady slakur Reyndar olli leik- urinn nokkrum von- brigðum enda var hann illa leiklnn af báðum liðum. Fáir léku þó eins illa og Tom Brady, leikstjórn- andi Patriots, sem átti sinn slakasta leik í langan tíma. Hann kastaði boltan- um tvisvar frá sér og komst síðan ekk- ert áffarn með sóknina þegar hlaupa- leikurinn brást. Ömurlegir „Við vorum ömurlegir í dag og það er ömurlegt að tapa," sagði Brady og hafði litlu við það að bæta. Peyton Manning var ótrúlega ró- legur þegar Indianapolis Colts lagði Jacksonville, 10-3. Lengsta kast hans í leiknum var 20 metra langt en þrátt fyrir dapran leik af hans hálfu vann liðið og er 2-0 eftir tvær umferðir. Phila- delphia reif sig Francisco, 42-3, en Atlanta lá í Seatte, 21-18, þar sem Michael Vick, leikstjórnandi Falcons, átti mjög dapran leik. Stóri Ben sterkur Pittsburgh með kjúklinginn Ben Roethlisberger við stýrið virðist ekki vera síðra en í fyrra en þeir hafa rúll- að upp fyrstu tveim leikjum sínum og strákurinn hefur litið mjög vel út í þeim báðum. Verður spennandi að sjá hvort honum takist að fara með Steelers alla leið að þessu sinni en lítið vantaði upp á síðasta vetur. henry@>dv.is 37-8 10-3 7-27 42-3 19-3 25-10 38-6 27-17 12-17 21-18 17-7 20-17 26-24 17-23 Favre í 50 þusund metra Wubblnn Hinn goðsagnakenndi leikstjómandi Green Bay Packers, Brett Favre, skráði nafii sitt enn eina ferðina í sögubækumar um nelgina þegar hann varð þriðja leik- stjóm- andinn ísögu NFLsem kastar boltanum lengra en 50 þúsund metra. Langefstur á listanum er Dan Marino, semlék með Miami, en hannkastaði 61.361 metra á sfiium ferli en John Elway, fytrverandi leikstjómandi Denver, er annar með 51.475 metra. ÚRSLIT HELGARINNAR Cincinnati-Minnesota Indianapolis-Jacksonville Houston-Pittsburgh Philadelphia-San Francisco Tampa Bay-Buffalo Tennessee-Baltimore Chicago-Detroit Carolina-New England Arizona-St. Louis Seattle-Atlanta NY Jets-Miami Denver-San Diego Cleveland-Green Bay Oakland-Kansas „Við vor- um öm- urlegir í dag og það er ömurlegt að tapa." Tom Brady Stjörnuleikmaður Patriots stóð ekki undir væntingum í annarri umferð deildarinnar og átti hörmulegan leik gegn Panthers. Getty Images Línur farnar að skýrast í þjálfaramálum Fylkis eftir brotthvarf Þorláks Árnasonar Leifur og Sigurður orðaðir við Fylki r Kkjö Fylkismenn gera nú dauða leit að næsta þjálfara liðsins en hálfgert ófremdarástand hefur ríkt í Árbænum síðan að Þorláki Árnasyni var vikið úr starfi nú fyrr í sumar. í jfilfarið ákváðu nokkrir úr meistaraflokksráði félagsins að láta af störf- um og hefur því verið nokkur óvissa ■W þjálfaramálum fé- lagsins. Búist var við að Ólafur Þórðarson yrði fenginn til að þjálfa liðið á ny en hann var þar að störfum árin 1998 og 1999. Hann ákvað hins vegar að framlengja samning sinn við ÍA í staðinn og gaf því Fylkis- mönnum afsvar. ■ wdP111. Og gerðu Eyjólfur Sverrisson og bróðir hans Sverrir sem fenginn var til að stýra liðinu í síðustu tveimur leikj- um tímabilsins. Leifur Garðarsson hefur nú verið færður efstur á óskalista hjá forráðamönnum Fylkis og er ekki talið ólík- legt að gengið verði frá samningum í vikunni en umræð- ur standa þó enn yfir. Leifur hefur ver- ið aðstoðarþjálfari Ólafs Jóhannessonar hjá FH undanfarin ár unnið tvo íslands- meistaratitla félaginu. Samningur hans við FH rennur út núna í haust og stendur því ekkert í vegi fyrir því að hann ræði við önnur félög. Annar sem þykir koma sterklega til greina er Sigurður Jónsson, þjálf- ari Víkings, sem er nýbúinn að koma sínum mönnum upp í Landsbanka- deildina. Sigurður hefur samkvæmt heimildum blaðsins átt í viðræðum við Fylkismenn en þó eru þessi mál öU enn á viðkvæmu stigi. Enn annar þjálfarinn sem hefur verið nefndur í þessu samhengi er Magnús Gylfa- son sem var rekinn frá KR nú fyrr í sumar. Hann náði ágætum árangri með ÍBV áður en hann hélt í Vestur- bæinn og má gera ráð fyrir því að hann hafi ekki sagt sitt síðasta í bolt-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.